Magni Grétarsson er þjálfari í Primal. Í þessu spjalli förum við yfir hans vegferð í gegnum íþróttir og stanslausa leit að bættum lífsgæðum í gegnum hreyfingu, öndun, kuldaþjálfun og fleira. Við förum um víðan völl í þessum þætti og erum viss um að allir sem hlusta hafi gaman af.
Í þessum þætti ræðum við við Gísla Rúnar Guðmundsson, annan af stofnendum NÚ. Hann segir frá bakgrunni sínum, persónulegri vegferð og hvaða hugmyndir og reynsla mótuðu hann sem kennara og frumkvöðul. Við förum yfir stofnun skólans, hugmyndafræðina sem liggur að baki og hvernig hún snýr að því að styrkja nemendur bæði í námi og lífi.
Í fyrsta þætti NÚ Kastsins ræðir Helgi Rafn Guðmundsson, kennari við NÚ, við Vilhjálm Steinarsson, einnig kennara við NÚ. Samræðurnar snúast um menntaumhverfið, styrktarþjálfun íþróttafólks og tengd málefni.