Í þessum þætti er rætt við konur sem starfa við lagerstörf og eru í VR. Rætt er við þær Sunnevu Blöndal hjá BYKO, Ágústu Ýr Írisardóttur hjá Bauhaus og Rebekku S. Hannilbalsdóttur sem starfar hjá Halldóri Jónssyni. Rætt er um ýmislegt sem viðkemur því að starfa á lager, hvernig er að vera kona í því starfi, framkomu viðskiptavina, fordóma, Kvennafrídaginn og margt fleira.
Í tilefni af Kvennaári 2025 hefur VR hleypt af stokkunum hlaðvarpi um stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í þessum þætti tekur Halla Gunnarsdóttir formaður VR á móti þeim Arndísi Arnarsdóttur hjá Hagkaup, Júlíönu Einarsdóttur hjá Aðföngum og Kristínu Sævarsdóttur hjá Húsasmiðjunni. Heiti þáttarins gefur fyrirheit um innihaldið, Margt hefur breyst til hins betra en það er alls konar eftir! Til umræðu er kvennabaráttan, þriðja vaktin og þrjú b – blæðingar, barneignir og breytingaskeiðið, svo fátt eitt sé nefnt.
Félagsfólk VR vinnur við fjölbreytt störf í þjóðfélaginu en rætur félagsins liggja í verslun. Það er því vel við hæfi að hefja þessa þáttaröð með konum í verslun. Hér ræðir Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, við þær Alexandriu Petrinu Arnarsdóttur hjá Ikea, Guðrúnu Maríu Jóhannsdóttur hjá Húsasmiðjunni og Guðnýju S. Bjarnadóttur hjá Vero Moda um starfið í versluninni, vinnuumhverfið og helstu áskoranir í starfinu. Þær ræða einnig kvennabaráttuna, jafnrétti, fordóma ásamt því að tala opinskátt um blæðingar, barnsburð og breytingaskeiðið.