Í þessum þætti er rætt við konur sem starfa við lagerstörf og eru í VR. Rætt er við þær Sunnevu Blöndal hjá BYKO, Ágústu Ýr Írisardóttur hjá Bauhaus og Rebekku S. Hannilbalsdóttur sem starfar hjá Halldóri Jónssyni. Rætt er um ýmislegt sem viðkemur því að starfa á lager, hvernig er að vera kona í því starfi, framkomu viðskiptavina, fordóma, Kvennafrídaginn og margt fleira.