Í þættinum ræðir Sigurður Már við þá Arnar Arinbjarnarson og Róbert Bragason hjá Samtökum skattgreiðenda um nýtt mælaborð samtakanna. Mælaborðið sýnir ríkisreikning frá árinu 2004 til 2023 niður á bókhaldslykil, eða með öðrum orðum; hvert peningar skattgreiðenda hafa farið undanfarin 20 ár. Á verðlagi dagsins í dag nemur sú fjárhæð sem mælaborðið sýnir um 25 þúsund milljörðum.
Arnar tekur fjögur dæmi í þættinum þar sem ýmislegt kemur í ljós sem ekki hefur komið fram áður. Mælaborðið er enn í þróun en á næstu misserum mun allt viðmót verða mun betra.
Hægt að er að fylgjast með starfi samtakana á skattgreidendur.is eða með því að fylgja samtökunum á Facebook eða X.
Hægt er að styrkja starf samtakanna hér: skattgreidendur.is/styrkja
Eru ríkisútgjöld í hagkerfum nútímans dæmd til að vaxa með ósjálfbærum hætti? Oftast virðast stjórnmálamenn áhugalitlir um hagræðingu og aðhald og hugsa aðeins um að auka útgjöld ríkisins til alls konar hluta. Skattgreiðendur sitja að endingu uppi með reikninginn. Gestur Skattaspjallsins í dag er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur er þekktur fyrir að nálgast hlutina með nýstárlegum og frumlegum hætti, er sannarlega maður lausna á stjórnmálasviðinu. Sigmundur Davíð hefur áhyggjur af þróun ríkisreksturs, heima sem erlendis. Stöðugt er verið að auka útgjöld og það virðist sjálfvirkt. Í spjalli sínu við Sigurð Má Jónsson, umsjónarmann Skattaspjallsins, fer Sigmundur Davíð yfir vandamálin en talar ekki síður um lausnir.
Hægt að er að fylgjast með starfi samtakana á skattgreidendur.is eða með því að fylgja samtökunum á Facebook eða X.
Hægt er að styrkja starf samtakanna hér: skattgreidendur.is/styrkja
Sigurður Már Jónsson ræðir við Róbert Bragason, hjá Samtökum skattgreiðenda, um bókhaldsskekkjur og leyndarhyggju í bókhaldi ríkissjóðs. Vandamálið virðist útbreitt og Róbert nefnir í þættinum dæmi frá Dómsmálaráðuneytinu, Háskóla Íslands og Alþjóðlegri þróunarsamvinnu.
Hægt að er að fylgjast með starfi samtakana á skattgreidendur.is eða með því að fylgja samtökunum á Facebook eða X.
Hægt er að styrkja starf samtakanna hér: skattgreidendur.is/styrkja
Í þættinum ræðir Sigurður Már Jónsson við Óla Björn Kárason, fv. þingmann, sem hefur látið sig skattamál varða í gegnum tíðina.
Í öðrum þætti af Skattaspjallinu, hlaðvarpi Samtaka skattgreiðenda, ræðir Sigurður Már Jónsson við Róbert Bragason og Arnar Arinbjarnarson sem hafa á undanförnum mánuðum starfað í sjálfboðavinnu fyrir samtökin. Þeir ræða um hvernig starfið hefur gengið og nefna m.a. dæmi um hvernig hefur gengið að fá starfsmannafjölda hins opinbera og ótrúlegan slóðaskap við ársreikningaskil stofnanna.
Hægt að er að fylgjast með starfi samtakana á skattgreidendur.is eða með því að fylgja samtökunum á Facebook eða X.
Hægt er að styrkja starf samtakanna hér: skattgreidendur.is/styrkja
Í þessum fyrsta þætti af Skattaspjallinu, hlaðvarpi Samtaka skattgreiðenda, ræðir Sigurður Már Jónsson við Skafta Harðarson sem er formaður Samtaka skattgreiðenda. Samtökin fagna 13 ára afmæli í dag, en þau voru stofnuð þann 16. apríl 2012. Undanfarið hálft ár hefur mikið starf verið unnið hjá samtökunum í því að greina hvert skattpeningarnir eru að fara, kanna ýmis formsatriði hjá hinu opinbera sem einkaaðilum er refsað fyrir o.s.frv.
Hægt að er að fylgjast með starfi samtakana á skattgreidendur.is eða með því að fylgja samtökunum á Facebook eða X.
Hægt er að styrkja starf samtakanna hér: skattgreidendur.is/styrkja