„Skattalækkanir koma öllum til góða, allir eru nokkru bættari, en það er oft ekki mjög sýnilegt. Þegar nýjar opinberar stofnanir taka til starfa mæta fjölmiðlar á staðinn og taka myndir af dýrðinni, klippt er á borða og klingt í glösum. Þá er yfirleitt líka búið að gera því rækileg skil í fjölmiðlum þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Enginn skálar í fjölmiðlum þegar skattar lækka; enginn klippti á borða þegar eignarskatturinn var klipptur af og enginn tók skóflustungu þegar erfðafjárskatturinn var kveðinn niður.Þess vegna er mikilvægt að við almennir borgarar höldum því á lofti sem vel er gert í skattamálum. “ Svona skrifaði Sigríður Andersen, þingmaður Miðflokksins, fyrir nokkrum árum en hún er gestur Skattaspjallsins í dag. Sigríður hefur verið ötull talsmaður skattgreiðenda og í ræðu og riti gagnrýnt útþenslu ríkisins og endalausar kröfur á skattgreiðendur. Í spjalli dagsins fer hún yfir þær áskoranir sem hún sér nú í gegnum störf sín sem alþingismaður og hvaða áskoranir áform nýrrar ríkisstjórnar setja á staðfestu fjárveitingavaldsins.
Hægt að er að fylgjast með starfi samtakana og skrá sig á póstlista á skattgreidendur.is og með því að fylgja samtökunum á Facebook eða X.
Hægt er að styrkja starf samtakanna hér: skattgreidendur.is/styrkja