Í þessum þætti fæ ég dásamlegu Steffý í heimsókn og við spjöllum um eitt það mikilvægasta sem við mömmur (og manneskjur) þurfum að kunna – að setja mörk. Við tölum um hvernig það lítur út í raunveruleikanum, af hverju það er svo erfitt stundum, og hvað gerist þegar við byrjum að standa með okkur sjálfum. Þetta er hlýtt, heiðarlegt og vonandi hjálplegt spjall sem þú mátt alls ekki missa af.
Ég er mætt aftur eftir næstum tveggja ára pásu! Í þessum fyrsta þætti 2. sería deili ég báðum meðgöngum og fæðingarsögum dóttur minnar og sonar míns, ásamt persónulegum pælingum um breytingarnar, áskoranirnar og hvers vegna ég ákvað að byrja Mömmukastið aftur.