Í Krata dagsins er kafað ofan í ótrúlega fyndna, ranga og nett brjálaða forsíðufrétt Morgunblaðsins, nýja ásýnd Sjálfstæðisflokksins sem felur í sér að horfa til fortíðar og hvort það sé ekki bara fínt að fá á sig Kristrúnar Frostavetur. Farið er yfir ríkislögreglustjóramálið, eða JYSK-skandalinn, og skýrt af hverju það þurfi að setja lög um snjallsímabann í skólum. Í síðari hluta þáttarins ræðir Sonja Huld Guðjónsdóttir við Sigurrós Elddísi um velferðarmál.
Í þætti dagsins er fjallað um stöðu ríkislögreglustjóra, kratabylgjuna sem fer nú um heiminn, nýjustu könnun á fylgi flokka, vandamál Pírata við að kjósa sér formann og Arnaldarvísitöluna, svo fátt eitt sé nefnt. Í síðari hluta þáttarins er fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar svo krufinn.
Valur ræsti varaliðið út þessa vikuna og fór yfir fréttir með þeim Bjarnveigu Birtu og Jóla. Jónas Már kom svo í spjall um málefnastarf Samfylkingarinnar sem nú er í fullu fjöri.
Í þættinum fara þau Sonja, Valur, Ásta og Arnar yfir fréttir vikunnar og í síðari hluta heyrum við viðtal Arnars við Kristján Þórð en hann stóð fyrir sérstakri umræðu um launaþjófnað og mansal í síðustu viku.
Í þættinum í dag fara Ásta, Sonja, Valur og Þórður yfir fréttir vikunnar sem voru nokkuð margar og vítt og breitt um sviðið. Í seinni hluta þáttar heyrum við viðtal við Dagbjörtu Hákonardóttur um þingmannamál sem hún lagði fram í síðustu viku um leikskólamál.
Öryggismálin eru á oddi í þessum þætti. Farið var yfir nokkrar fréttir vikunnar, öryggisbrot á Alþingi, Reykjavíkurleiðina og fleira og í seinnipart þáttar heyrum við viðtal við Víði Reynisson, einn helsta varnar- og öryggissérfræðing landsins.
Farið var yfir fréttir síðustu daga, fall Play, ótrúlega frásögn af Birgi Þórarinssyni, frábæran flokksstjórnarfund, hrókeringar í Miðflokknum og það hvort búið sé að eyðileggja Reykjavík eins og sumt stjórnmálafólk virðast halda. Viðmælandi þáttarins var Sigurþóra Bergsdóttir sem ræddi um ólögmæta veðmálastarfsemi við Þórð.
Í þessum þætti fara Arnar, Sonja og Þórður yfir ýmis mál sem báru á góma í fréttavikunni. Þátturinn hefst á afsökunarbeiðni fyrir hönd Samfylkingarfólks í Reykjavík.
Forsætisráðherra mætti í spjall til Þórðar Snæs og var á nokkuð persónulegum nótum. Á fjórum árum fór hún úr því að verða þingmaður yfir í að gegna embætti forsætisráðherra. Hún fer yfir það og margt fleira.
157. löggjafarþing er sett og hlaðvarp Kratans snýr aftur. Í þessum fyrsta þætti vetrarins tökum við frambjóðendur til embættis forseta Ungs jafnaðarfólks tali.
Logi, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra Íslands er gestur í hlaðvarpsþætti Kratans í þessari viku. Hann var formaður Samfylkingarinnar árin 2016 -2022.
Þriðji viðmælandi Þórðar er Oddný G. Harðardóttir sem var fyrst kvenna fjármálaráðherra á Íslandi. Hún var formaður Samfylkingarinnar árið 2016.
Árni Páll er gestur í öðrum þætti okkar í Kratanum. Hann fer yfir sinn pólitíska feril og formannstíð og ræðir jafnaðarmennskuna.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er fyrsti viðmælandi Þórðar Snæs Júlíussonar þar sem hún ræðir um sinn stjórnmálaferil og þátttöku í starfi jafnaðarfólks um áratugaskeið.