Hvernig er að standa frammi fyrir stórum verkefnum eins og að fjölga mannkyninu og vera með stór markmið í hlaupunum….á sama tíma?
Við ræddum þessa stóru lífsins áskorun og hvernig við tókum meðvitaða ákvörðun hvernig við myndum tækla hana með okkar reynslu.
Við áttum einnig létt spall um ýmislegt sem hefur verið á döfinni í hlaupaheiminum s.s:
Þátturinn er í boði Hreysti, Sportvörur og Optical Studio. Þess ber að geta að hlustendur fá 10% afslátt af fæðubótarefnum og æfingarteygjum í Hreysti með kóðanum “Hlaupalif10”.
Í þætti vikunnar tökum við fyrir umræðu sem er nauðsynleg og mikilvæg, en nennum ekki alltaf að hugsa of mikið um: hlaupaeymsli, hlaupameiðsli, fyrirbyggjandi aðferðir, hlaupamýtur og allt þar á milli.
Til að hjálpa okkur að greina þetta umfjöllunarefni fengum við í settið einn öflugasta sjúkraþjálfara hér á landi, Hildi Kristínu Sveinsdóttur sjúkraþjálfara og framkvæmdastjóra Sjúkrasport, betur þekkt sem Hildur Hlaupahvíslari.
Hún hefur áralanga reynslu af meðferð við eymslum og meiðslum hlaupara á öllum getustigum og mun hjálpa okkur að ræða þetta þarfa umfjöllunarefni á meðal okkar hlaupara og koma svo hugsanlega og vonandi með einhver hagnýt ráð sem þið getið nýtt ykkur til að viðhalda heilbrigðum og meiðslalausum lífsstíl - því ekki má gleyma mottói mottóanna í hlaupasenunni; consistency is key og þá er auðvitað best að glíma við sem minnst af meiðslum.
Þátturinn er í boði Optical Studio og Sportvörur.
Ofurhlauparinn Anna Berglind settist niður með Elínu Eddu á svölunum á Candanchu hótelinu með útsýni yfir Pýranafjöllin - þar sem Anna Berglind var einmitt að keppa með íslenska landsliðinu. Þar kom Anna fyrst ísl kvenna í mark á frábærum tíma við krefjandi aðstæður.
Við fáum smá innsýn inn í hlaupalífið hjá þessari flottu hlaupakonu sem hefur náð ótrúlegum framförum á undanförnum árum og er í bætingafasa 46 ára gömul! Geri aðrir betur!
Umræður um hitt og þetta:
Þátturinn er í boði: Heilsa, Sportvörur og Optical Studio 🙏
Við fengum ævintatýrahlauparann Stefán Páls í settið. Hann kemur úr fimleikum, en byrjaði að hlaupa fyrir einungis nokkrum árum eftir langa baráttu við brjósklos. Stefán hefur tekið ævintýralega miklum framförum á stuttum tíma m.a með nýlegum Íslandsmeistaratitli í 10 km og stórum bætingum í öðrum keppnisgreinum á breiðum grunnni - allt frá 800m upp í ultra hlaup eins og Laugavegshlaupið.
Stefán Páls er hlaupari sem leyfir sér að dreyma um stór markmið - rétt eins og við öll ættum að gera.
Hver veit hversu langt Stefán mun ná, en árangurinn hingað til talar fyrir sínu og geta allir hlauparar lært eitthvað af þessum eftirtektaverða hlaupara.
Þátturinn er í boði: Sportvörur, Heilsu og Optical Studio.
Arnar Péturs mætti í settið til HH og ræddi við okkur um næsta markmið: Íslandsmeistaramótið í 100km @Rauðavatn Ultra. Þar fer sömuleiðis fram keppni í 3/6/12 og 24 klst hlaupum. Hversu spennandi?
Mjög.
Arnar fór yfir undirbúninginn fyrir keppnina, gæðaæfingarnar, framkvæmd hlaupsins, hvata, markmið og margt margt fleira. Ræddum einnig stöðuna í Ármannshlaupinu, Laugaveginn, hlaupalífið og Valencia 25.
Þá fórum stuttlega yfir:
-PRB (post race blues)
-Útkúplun í sumarfríinu
-HYROX keppni
-Harðsperrur eftir LV
Þátturinn er í boði: Sportvörur, Optical Studio og Heilsa
Húsadalur. Hlaupalíf Hlaðvarp náði í skottið á Elínu Eddu á milli mingla. Fórum inn í tjald með einn Leffe og gerðum upp hlaup hlaupanna: Laugaveginn 2025.
*Hvernig var upplifunin af fyrsta hlaupinu?
*Sátt með niðurstöðuna?
*Hrikalega sterkt hlaup
*Flottar aðstæður - mikill hiti.
*Ótrúlega góð stemning í Þórsmörk.
Við fengum í settið ofurhlauparann Jón Kristófer Sturluson sem hefur vakið töluverða athygli í hlaupaheiminum m.a með nýlegum bætingum í 5 og 10 km. JKS státar sömuleiðis af mögnuðum maraþonferli sem felur í sér fimm bætingar í jafnmörgum hlaupum, frá 2:58-2:37! Ath fyrsta hlaupið fór fram vorið 2022.
Hversu peppandi?
Mjög.
Við kíkjum undir húddið hjá JKS og könnum hvernig hlaupaferðalagið hefur verið, leiðin að árangrinum og hvernig lítur framtíðin út hjá þessum flotta hlaupara……og margt margt fleira.
Tilvalinn þáttur fyrir helgarskokkið og til að skella á fóninn á leiðinni í Landmannalaugar ;)
Þátturinn er í boði; Heilsu, Optical Studio og Sportvörur.
#58 Laugavegsvikan er hafin!
Jæja nokkrir dagar í LAUGAVEGINN, takk.
Að því tilefni tókum við í Hlaupalíf smá ,,Laugavegs-trúnó’’ við betri helming H.H.
Við förum yfir hvernig ferðalagið hefur gengið fram til þessa, af hverju ákvað Elín Edda að prófa LV, hvaða tímamarkmið er hún með, hvernig metur hún samkeppnina, næringarplan, hlaupabúnaður og plan síðustu dagana fyrir hlaup og hlaupadaginn.
Þetta eru allt umræðuefni sem við fórum yfir og þú getur notið, hvort sem þú keppir í Laugavegshlaupinu 12. júlí eða ekki 😀
Að sjálfsögðu fórum við svo aðeins yfir hanskalausa hnefabardagann og mál málanna í dag; Arnar vs. Ármann!
Þátturinn er í boði; Heilsu, Optical Studio og Sportvörur.
Íþróttagúrúinn Siggi TRI kom til okkar í settið og ræddi við okkur um HOT TOPIC dagsins: HITAÞJÁLFUN.
Hver er sagan á bakvið þessi fræði? Hvað er hitaþjálfun? Hvaða áhrif hefur hitaþjálfun á líkamann og hvernig fer maður af stað? Passíf vs. actíf hitaþjálfun? Er þetta fyrir alla? hverjir eru að stunda þetta? Hvernig getur þetta gagnast mér?
Strangheiðarlegt spjall við einn öflugasta íþróttamann okkar Íslendinga.
Þátturinn er í boði: Heilsu, Sportvörur og Optical Studio.
Það eru ýmis atriði sem við hlauparar þurfum að huga að í tengslum við hlaupin s.s styrktaræfingar, teygjur, hvíld og góð næring. Ekki má þó gleyma fyrirbyggjandi atriðum tengt stærsta líffærinu okkar: HÚÐIN.
Sem við sannarlega þurfum að huga að í hlaupunum t.d sólarvarnir, sólgleraugu, nuddsár, rósroði, ofnæmi, sólarexem og áhrif hitaþjálfunar á húðina.
Þeeta eru allt umfjöllunarefni sem við förum yfir með sérsnámslækninum á Húðdeild LSH: Sunnu Kristínu Hannesdóttur.
Þátturinn er í boði, Optical Studio, Heilsu og Sportvörur.
.....en einnig á léttu nótunum enda við í Hlaupalíf stemningsfólk en fyrst og fremst stemningshlauparar. Sturlaðar hlaupastaðreyndir á sínum stað og almennt gott spjall um hlaupalífið þessa dagana.
Við fengum til okkar margfaldan Íslandsmethafa í götuhlaupum, Sigurbjörgu Eðvarðsdóttur kennara og leiðsögukonu en hún á hvorki meira né minna en 11 Íslandsmet í hinum ýmsum aldursflokkum - og er enn að slá slík met, m.a nýlega í 5 km Víðavangshlaupi ÍR.
Þá hljóp hún Lissabon maraþonið sl. haust á 3.35 og var fyrst í sínum aldursflokki. Langfyrst.
66 ára gömul.
Og sló þar með Íslandsmetið í sínum aldursflokki (65-69 ára). Geri aðrir betur.
Þvílík fyrirmynd sem hún Sigurbjörg er fyrir okkur hlaupara og í raun alla þá sem aðhyllast hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl.
Sonja Sif Jóhannsdóttir íþróttagarpur kom til okkar í settið þar sem við fórum yfir hennar fjölbreyttu aðkomu inn í íþróttaheiminn og ekki síst íþróttabakgrunn. Sonja Sif tók þátt í London maraþoninu sl. helgi, æfir fyrir heilan Iron Man í ágúst, hefur langa og mikla reynslu af þjálfun, er með master í íþrótta og heilsufræðum, kennir við MH og Háskóla Íslands - og hefur fyrst og fremst mikla ástríðu fyrir heilbrigðum lífsstíl, rétt eins og við í Hlaupalíf Hlaðvarp.
Við fórum einnig yfir nokkur praktísk atriði fyrir Bakgarðshlaupið nk og kynntum til leiks nýjan lið; sturlaðar og skemmtilegar hlaupastaðreyndir!
Evrópumeistaramótið í götuhlaupum fór fram í Brüssel um liðna helgi. Nokkrir af frambærilegustu hlaupurum okkar kepptu fyrir Íslands hönd í 10 km, hálfu og heilu maraþoni. Elín Edda var á meðal keppanda í maraþoni sem við förum rækilega yfir í þættinum sem og allt mulighed tengt mótinu en betri helmingur Hlaupalíf Hlaðvarp tók upptökugræjurnar með sér og átti gott spjall við nokkra keppendur íslenska landsliðsins daginn fyrir keppnisdag.
Þið megið svo endilega fylgja okkur á Spotify eða Apple Podcast og setja eitt gott ,,like'' á facebook síðu Hlaupalíf Hlaðvarp :D
Njótið svo endilega páskana og vonandi njótiði þess borða eitthvað gott en fyrst og fremst mikið súkkulaði! :)
Það eru tæpir þrír mánuðir í STÓRA hlaupið; Laugavegshlaupið 2025 12 júlí nk.
Því fannst okkur í Hlaupalíf ekki úr vegi að fara yfir ýmis atriði tengd hlaupinu; hvernig best væri að undirbúa sig næstu vikurnar, dæmi um góðar ,,Laugavegs-æfingar'', umræður um næringu, endurheimt og andlega þáttinn eru allt umfjöllunarefni sem við fórum yfir og meira til með Elísabetu.
Það þarf vart að kynna viðmælandann. Hún hefur hlaupið Laugaveginn oft. Mjög oft. Eða 15x og er einnig með sérstakt undirbúningsnámskeið hjá Náttúruhlaupum fyrir þetta fræga hlaup og er því afar fróðleiksfús um þessi atriði.
Enjoy!
Hlaupavorið og hlaupasumarið handan við hornið og þá hlöðum við fallbyssurnar og skjótum nýjum og brakandi ferskum þætti í loftið. Margt á döfinni; Evrópumeistaramótið í maraþoni hjá Elínu Eddu, nýr dagskrárliður; Hlaupalíf-þjálfunarhornið, hvernig var hlaupaveturinn og síðast en ekki síst; ofurpepp fyrir hlaupasumrinu. Sem verður frábært hlaupasumar.
Hvað er heilsueflandi vinnustaður og hvernig kann það að hafa áhrif á vinnustaðinn þinn? Við fengum tvo öfluga lækna í settið sem sögðu okkur frá eigin reynslu af því að heilsuefla vinnustaðina sína. Þetta er okkur í Hlaupalíf hjartans mál enda trúum við einlæglega á hreyfingu (eins og hlaup) sem frábært tæki til að efla vellíðan og heilsu í eigin lífi, og ekki síður í vinnunni.
Arnar Péturs og Berlínarmaraþonið takk. 3 mín bæting, negatíft splitt og fullkomið hlaup hjá Arnari og fáum því auðvitað ítarlega hlaupasögu í þættinum. Eins og Arnari er vant miðlar hann sömuleiðis úr hlaupa-viskubrunni sínum enda fróðleiksfús með öllu þegar kemur að hlaupum. Þú mátt því ekki missa af þessum þætti. Þátturinn er í boði vaxtalækkunarákvörðun Seðlabanka Íslands.
Skelltum í einn glóðvolgan þátt í tilefni af okkar uppáhalds degi sem Reykjavíkurmaraþonið er! Gerðum upp hlaupasumarið okkar og fórum yfir epískt CRASH hjá Vilhjálmi eftir Fimmvörðuhálsinn, fjölskyldulífið, geggjaða, eldheita endurkomu Elínar Eddu í hlaupasenunni að ógleymdu STÓRA APRÍKÓSUMÁLINU eftir expoið fyrir Rvk maraþonið!