All content for Dómsdagur is the property of Hljóðkirkjan and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Sprelligosarnir síkátu, Agnes, Baldur, Birna, Eddi og Haukur, dæma hluti sem sjaldan eru dæmdir.
Góðkunningi Dómsdags mætir aftur í stúdíóið. Málefni dagsins spanna svo sannarlega allt blæbrigðarófið og þátturinn er smekkfullur af tilfinningum. Gleðilegan Dómsdag!
Eftir stutta pásu hefur Dómsdagur enn eitt árið af samfélagsrýni. Engin afsökunarbeiðni er í boði fyrir þáttaleysi síðustu vikna en óljós útskýring er gefin. Gleðilegan nýjan Dómsdag!
Seint koma sumir en koma þó. Dómsdagur er mættur, þrútinn af lífshamingju og allskonar. Í þætti dagsins fá liðsmenn Dómsdags liðsauka, en það er enginn annar en gullfallegi ljóti hálfvitinn Ármann Guðmundsson. Við þökkum honum kærlega fyrir að færa okkur jólaandann í bland við raunsæi og mannhatur. Gleðileg jól!
Söguleg stund! Karlpungum hefur verið úthýst um stundarsakir og kvenleggur Dómsdags leikur lausum hala á meðan, sennilega með rósavín í glösum. Og hver veit nema Sigga Kling mæti á svæðið. Við vitum það ekki, því við eigum eftir að hlusta á þáttinn, en gerum bara ráð fyrir því.
Það hrikti í stoðum feðraveldisins þegar Dómsdagur vikunnar var hljóðritaður, enda var kynjahlutfallið jafnt í fyrsta sinn frá upphafi. Agnes, Baldur, Birna og Haukur ræddu mikilvægu málin og komust alls ekki að neinni niðurstöðu.
Haukur mætir næpuhvítur úr Spánarfríinu og rekst á ókunnugan þáttastjórnanda í sæti Birnu. Að stuttri vígsluathöfn lokinni hefst Dómsdagur. Valdatíð Agnesar er hafin!
Aðra vikuna í röð skítur helmingur Dómsdags harkalega í sig, og svo mætir hinn helmingurinn ekki í tökur. En það er engu að kvíða, hún Agnes Grímsdóttir mætir aðra vikuna í röð og bjargar deginum. Gleðilegan Dómsdag!
Mætingin í þennan Dómsdag var ansi dræm, einungis 50%. En örvæntið ekki, liðsstyrkur mætti í hljóðverið og ekki nóg með það, Sekkurinn er kominn í leitirnar.
Sekkur enn týndur. Haukur enn á klukkunni. Baldur án málefnis. Já, það er allt í volli hjá Dómsdegi, en okkur tókst allavega að vera á réttum tíma núna.