Home
Categories
EXPLORE
True Crime
Comedy
Society & Culture
Business
Sports
Health & Fitness
Technology
About Us
Contact Us
Copyright
© 2024 PodJoint
00:00 / 00:00
Podjoint Logo
US
Sign in

or

Don't have an account?
Sign up
Forgot password
https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts122/v4/7f/34/32/7f3432e5-c77c-4c05-c914-053444fabbe0/mza_17175104973114905574.jpg/600x600bb.jpg
Rauða borðið
Gunnar Smári Egilsson
600 episodes
1 day ago
Róttæk samfélagsumræða. Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.
Show more...
Politics
News,
Daily News
RSS
All content for Rauða borðið is the property of Gunnar Smári Egilsson and is served directly from their servers with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Róttæk samfélagsumræða. Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.
Show more...
Politics
News,
Daily News
Episodes (20/600)
Rauða borðið
Rauða borðið - Helgi-spjall: Ársæll Arnarson
Laugardagur 1. nóvember Helgi-spjall: Ársæll Arnarson Ársæll Arnarson prófessor ræðir listina að vera leiðinlegt foreldri. Hann segir frá sjálfum sér og leitast við að kryfja samfélagið í helgi-spjalli með Birni Þorláks. Hagur barna er Ársæli hugstæður og ber margt á góma.
Show more...
1 day ago
1 hour 58 minutes 45 seconds

Rauða borðið
Föstudagur 31. október - Vikuskammtur: Vika 44
Föstudagur 31. október Vikuskammtur: Vika 44 Gestir Maíru Lilju í vikuskammti eru þau Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage, foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi Katla Ásgeirsdóttir og Valgerður Þ. Pálmadóttir, kennari í Háskóla Íslands í kynjafræði og hugmyndasögu.
Show more...
2 days ago
1 hour 22 minutes 20 seconds

Rauða borðið
Fimmtudagur 30. október - Argentína, húsnæði, Dúlla í löggunni, heimsmálin og víma
Fimmtudagur 30. október Argentína, húsnæði, Dúlla í löggunni, heimsmálin og víma Felix Woelflin segir Gunnari Smára frá pólitísku ástandi í Argentínu eftir ágætan sigur flokks Milei forseta í aukakosningum til þings. Hvaðan kemur Milei og hvers vegna vilja svona margir treysta honum fyrir stjórn landsins? Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna fer yfir húsnæðispakkann sem ríkisstjórnin i gær með Gunnari Smára. Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur segir Gunnari Smára frá bók sinni Fröken Dúlla, sögu Jóhönnu Knudsen, sem er alræmd vegna rannsókn hennar á siðferðisástandinu í Reykjavík á árum seinni heimsstyrjaldar. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer yfir heimsmálin í samtali við Gunnar Smára, ekki síst átökin milli Bandaríkjanna og Kína í breyttum heimi. Þorsteinn Úlfar Björnsson kvikmyndagerðarmaður hefur skrifað á annan tuga bóka sem tengjast vímu og menningu. Hann er með umdeildar skoðanir og ekki hefur verið fjallað um bækur hans. Hann segir Birni Þorláks frá sjónarhorni sínu.
Show more...
3 days ago
4 hours 17 minutes

Rauða borðið
Fimmtudagur 30. okt. - FRÉTTATÍMINN
Fimmtudagur 30. okt. FRÉTTATÍMINN Laufey Líndal, María Lilja, Björn Leví og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Show more...
3 days ago
45 minutes 39 seconds

Rauða borðið
FRÉTTATÍMINN 29. október
Mánudagur 29. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Show more...
4 days ago
52 minutes 17 seconds

Rauða borðið
Rauða borðið 29. okt - Húsnæðismál, beittir pistlar, Trumptíminn, reynsluboltar og dauðinn
Miðvikudagur 29. október Húsnæðismál, beittir pistlar, Trumptíminn, reynsluboltar og dauðinn Breki Karlsson ræðir húsnæðismálin, grun um samráð í sorpþjónustu og fleiri mál sem brenna á landsmönnum í viðtali við Björn Þorláks. Felst einhver spenna – jafnvel háski – í því að vera borgaraleg kona en skrifar beitta pistla og gagnrýna um þjóðmál, stundum svo svíður undan? Sif Sigmarsdóttir rithöfundur og pistlahöfundur svarar þeirri spurningu í samtali við Björn Þorláks. Sveinn Máni Jóhannesson sagnfræðingur og Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi ræða við Gunnar Smára um Trump og áhrif hans á bandarískt samfélag. Hávaxtastefnan, húsnæðisvandi, stóriðjan, vægi atkvæða, yfirlöggan, snjórinn og fleiri mál verða til umræðu hjá reynsluboltunum sem Björn Þorláks ræðir við: Ólafi Þ. Harðarsyni, Oddnýju Harðardóttur og Steingerði Steinarsdóttur. Sigrún Alba Sigurðardóttir doktorsnemi ræðir við Gunnar Smára um reynslu uppkominna barna af veikindum og dauða aldraðra foreldra, en hún skrifaði bókina Þegar mamma mín.
Show more...
4 days ago
4 hours 2 minutes 51 seconds

Rauða borðið
FRÉTTATÍMINN 28. október
Þriðjudagur 28. október Spilling, snjórinn, hagfræði, loftsteinn og bernskan Jódís Skúladóttir, fyrrum þingkona, segir mál ríkislögreglustjóra vekja margar spurningar og kalla á rannsókn. Hún ræðir í samtali við Björn Þorláks einnig löskuð heilbrigðiskerfi sem fólki er boðið upp á, segir að mennsku og þjónustu hafi hrakað og ber saman íslenskan veruleika við Norðurlöndin. María Lilja skellti sér í kraftgallann og óð út í skaflana til að taka púlsinn á borgarbúum sem voru misvelundirbúnir fyrir snjóinn. Er lofsteinn á leið til jarðar? Sævar Helgi Bragason eða stjörnu Sævar kemur til Maríu Lilju og svarar hvort við þurfum að óttast að verða loftsteini að bráð á næstu árum. Mikið hefur farið fyrir fregnum og upplýsingum af Atlas 3i og ekki alltaf víst hvaða upplýsingum ber að trúa. Við endurflytjum samtal Björns Þorláks við Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur hagfræðing frá Harward sem útilokar ekki að íslensk efnahagsstjórn kunni að hafa verið sú versta í heimi. Skúli Thoroddsen lögfræðingur segir Gunnari Smára frá bernsku- og æskuminningum sínum sem hann hefur sett á bók: Dorgað í djúpi hugans.
Show more...
5 days ago
49 minutes 6 seconds

Rauða borðið
Rauða borðið 28. okt - Spilling, snjórinn, hagfræði, loftsteinn og bernskan
Þriðjudagur 28. okt. 2025 Spilling, snjórinn, hagfræði, loftsteinn og bernskan Jódís Skúladóttir, fyrrum þingkona, segir mál ríkislögreglustjóra vekja margar spurningar og kalla á rannsókn. Hún ræðir í samtali við Björn Þorláks einnig löskuð heilbrigðiskerfi sem fólki er boðið upp á, segir að mennsku og þjónustu hafi hrakað og ber saman íslenskan veruleika við Norðurlöndin. María Lilja skellti sér í kraftgallann og óð út í skaflana til að taka púlsinn á borgarbúum sem voru misvelundirbúnir fyrir snjóinn. Er lofsteinn á leið til jarðar? Sævar Helgi Bragason eða stjörnu Sævar kemur til Maríu Lilju og svarar hvort við þurfum að óttast að verða loftsteini að bráð á næstu árum. Mikið hefur farið fyrir fregnum og upplýsingum af Atlas 3i og ekki alltaf víst hvaða upplýsingum ber að trúa. Við endurflytjum samtal Björns Þorláks við Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur hagfræðing frá Harward sem útilokar ekki að íslensk efnahagsstjórn kunni að hafa verið sú versta í heimi. Skúli Thoroddsen lögfræðingur segir Gunnari Smára frá bernsku- og æskuminningum sínum sem hann hefur sett á bók: Dorgað í djúpi hugans.
Show more...
5 days ago
3 hours 23 minutes 48 seconds

Rauða borðið
FRÉTTATÍMINN 27. október
Mánudagur 27. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Show more...
6 days ago
47 minutes 22 seconds

Rauða borðið
Rauða borðið 27. okt - Hávaði, kapítalisminn, stóru málin og rammaáætlun
Mánudagur 27. október Hávaði, kapítalisminn, stóru málin og rammaáætlun Íbúar á Álfsnesi í reykjavík mótmæltu hávaða við skotvelli og höfðu loks betur í máli sem þau höfðuðu. Björn Þorláks ræðir við þrjá íbúa, Kristbjörn Haraldsson, Önju Þórdísi Karlsdóttur, Sigríðu Ingólfsdóttir og Ólaf Hjálmarsson hljóðverkfræðing um þýðingu úrskurðarins og baráttuna að baki. María Lilja fær Pétur Eggerz, tæknifræðing og aktívista í spjall um Gaza og fara þau yfir hvernig ástandið þar tengist uppgangi fasimsa hér á landi. Þau ræða um upplýsingu og fjölmiðla, kapítalmisma og öflin sem öllu stýra. Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðvísindakona og umhverfissinni, ræðir nokkrar stórar spurningar á sviði umhverfismála. Höfin á norðurslóðum, losun gróðurhúsalofttegunda og annað sem varðar mannkyn allt, en ekki síst okkur Íslendinga. Björn Þorláks ræðir við hana. Svanfríður Jónasdóttir, formaður verkefnisstjórnar Rammaáætlunar, fer yfir sögu rammaáætlunar, deilurnar og horfurnar. Lifir hún sem stjórntæki á tímum þar sem haldið er fram að Ísland þurfi að stórauka orkuframleiðslu? Í hvað ætti orkan að fara? Björn Þorláks ræðir við Svanfríði.
Show more...
6 days ago
3 hours 3 minutes 22 seconds

Rauða borðið
Bridgeþátturinn 26. október - EINMENNINGUR
Bridgeþátturinn 26. október EINMENNINGUR María Haraldsdóttir Bender og Páll Þórsson briddspilarar ræða endurvakið Íslandsmót í einmenningi, muninn á skák og bridds, Úrvalsdeildina, styrkleika og veikeika og fleiri skemmtileg mál. Björn Þorláks hefur umsjá með þættinum.
Show more...
1 week ago
36 minutes 18 seconds

Rauða borðið
Sunnudagurinn 26. október Synir Egils: Kvennabarátta, áföll í atvinnulífi, menningarstríð og alvöru stríð
Sunnudagurinn 26. október Synir Egils: Kvennabarátta, áföll í atvinnulífi, menningarstríð og alvöru stríð Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar, Helga Vala Helgadóttir lögmaður og Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar og ræða fréttir vikunnar og stöðu mála. Síðan koma þau Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingkona Samfylkingarinnar, Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar og Sigurður Örn Hilmarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks og ræða stöðu flokka, stjórnar og þings og helstu málin sem eru óleyst á vettvangi stjórnmálanna. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.
Show more...
1 week ago
2 hours 25 minutes 25 seconds

Rauða borðið
Laugardagur 25. október Helgi-spjall: Bergsveinn Birgisson
Laugardagur 25. október Helgi-spjall: Bergsveinn Birgisson Bergsveinn Birgisson fræðamaður, rithöfundur og Strandamaður segir frá fortíð sinni og sýn sinni á framtíðina, vegleysum nútímans og trú sinni á húmanismann sem gæti verið að gleymast.
Show more...
1 week ago
2 hours 24 minutes 49 seconds

Rauða borðið
FRÉTTATÍMINN 23. október
Fimmtudagur 23. október FRÉTTATÍMINN María Lilja, Sigurjón Magnús og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Show more...
1 week ago
46 minutes 48 seconds

Rauða borðið
Rauða borðið 23. okt - Kvennaverkfall, réttur, konur, bræður og piparmeyjar
Fimmtudagur 23. október Kvennaverkfall, réttur, konur, bræður og piparmeyjar Það er kvennaverkfall á morgun en ekki allar konur hafa kost á því að taka þátt. Oft er rætt um konur af erlendum uppruna í þessu samhengi. Jasmina Vasjovic, stjórnmálafræðingur ræðir við Maríu Lilju um málið. Vaxtamálið, Ný stjórnarskrá, áfengi og börn, mál Steinþórs Gunnarssonar, þvingunarfækkun sveitarfélaga og sigur blaðamanns gegn sveitarfélagi verða til umræðu í þættinum Réttur er settur. Gísli Tryggvason lögmaður ræðir þessi mál í samtali við Björn Þorláks. Hlín Agnarsdóttir höfundur og leikkonurnar Rósa Guðný Þórsdóttir og Guðbjörg Thoroddsen segja Gunnari Smára frá leiklestri á Allt er um okkur, leikriti um eldri konur í bókaklúbb og ræða um aldur, konur, kvennabaráttu, feminisma og kvennaverkfall. Bræðurnir Ólafur Þ. prófessor í stjórnmálafræði og Tryggvi Harðarson fyrrverandi námsmaður í Kína og fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði og víðar segja frá ferð sinni til Kína og þeim stórkostlegu samfélagsumbreytingum sem þar hafa átt sér stað frá þeim tíma að Tryggvi fór til náms í Peking fyrir hálfri öld. Saga einhleypra kvenna á Íslandi hefur verið kortlögð og kemur út á bók eftir nokkra daga. Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir ræðir piparmeyjar og viðhorf til þeirra í samtali við Björn Þorláks.
Show more...
1 week ago
3 hours 46 minutes 40 seconds

Rauða borðið
Miðvikudagur 22. október - FRÉTTATÍMINN
Miðvikudagur 22. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Laufey Líndal segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Show more...
1 week ago
1 hour 9 seconds

Rauða borðið
Rauða borðið 22. okt - Stjórnarskrá, baráttubíó, breytingarskeiðið, kyn og gervitónlist
Miðvikudagur 22. október Stjórnarskrá, baráttubíó, breytingarskeiðið, kyn og gervitónlist Hvar er nýja stjórnarskráin? 13 ár eru liðin síðan Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Hjörtur Hjartarson ræðir við Björn Þorláks. Barði Guðmunds­son og Hrafn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir eru höfundar heimildarmyndarinnar Bóndinn og verksmiðjan sem fjallar um baráttu Ragnheiðar Þorgrímsdóttur á Kúludalsá gegn mengun frá álverinu í Hvalfirði. Þau segja Gunnari Smára frá myndinni auk annarra verka. Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs, greinir frá staðli um aukna ábyrgð vinnuveitenda á stuðningi við konur á breytingaskeiði. Björn Þorláks ræðir við Helgu Sigrúnu. Arnar Pálsson prófessor lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands segir Gunnari Smára frá fjölbreytileikanum í náttúrunni og hversu illa tvíhyggja mannsins heldur utan um hinn líffræðilega raunveruleika. Eru kynin fleiri en tvö? María Lilja ræðir að lokum við Óla Dóra, menningarvita og plötusnúð um gervigreindartónlist.
Show more...
1 week ago
3 hours 27 minutes 21 seconds

Rauða borðið
FRÉTTATÍMINN 21. október
Þriðjudagur 21. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Show more...
1 week ago
45 minutes 19 seconds

Rauða borðið
Rauða borðið 21. okt - Jarðir, heimsmál, Gaza, framboð og poppmúsík
Þriðjudagur 21. október Jarðir, heimsmál, Gaza, framboð og poppmúsík Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill takmarka möguleika erlendra aðila til að kaupa landsvæði á Íslandi. Hún ræðir málið í samtali við Björn Þorláks, sem og íslenskuna, börnin okkar og fleiri auðlindir. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer í samtali við Gunnar Smára yfir öryggismál Evrópu eftir afdrifaríkt símtal þeirra Trump og Pútín og hver staða Evrópu er í aðdraganda fundar þeirra í Búdapest. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland Palestína flytur Maríu Lilju fréttir af Gaza og setja þau ástandið meðal annars í samhengi við pólitíkina á Vesturlöndum. Páll Baldvin Baldvinsson leikstjóri býður sig fram til formanns Leikfélags Reykjavíkur. Hann segir Gunnari Smára hvers vegna. Jón Kjartan Ingólfsson bassaleikari hefur unnið meira en þrjá áratugi í sömu tónlistarbúðinni. Hann deilir kunnáttu sinni í samtali við Björn Þorláks og ræður söguna, hvernig venjur breytast í bransanum og kynjabyltinguna.
Show more...
1 week ago
4 hours 14 minutes 57 seconds

Rauða borðið
FRÉTTATÍMINN - 20. október
Mánudagur 20. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Show more...
1 week ago
48 minutes 51 seconds

Rauða borðið
Róttæk samfélagsumræða. Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.