Róttæk samfélagsumræða.
Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.
All content for Rauða borðið is the property of Gunnar Smári Egilsson and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Róttæk samfélagsumræða.
Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.
Mánudagur 27. október
Hávaði, kapítalisminn, stóru málin og rammaáætlun
Íbúar á Álfsnesi í reykjavík mótmæltu hávaða við skotvelli og höfðu loks betur í máli sem þau höfðuðu. Björn Þorláks ræðir við þrjá íbúa, Kristbjörn Haraldsson, Önju Þórdísi Karlsdóttur, Sigríðu Ingólfsdóttir og Ólaf Hjálmarsson hljóðverkfræðing um þýðingu úrskurðarins og baráttuna að baki. María Lilja fær Pétur Eggerz, tæknifræðing og aktívista í spjall um Gaza og fara þau yfir hvernig ástandið þar tengist uppgangi fasimsa hér á landi. Þau ræða um upplýsingu og fjölmiðla, kapítalmisma og öflin sem öllu stýra. Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðvísindakona og umhverfissinni, ræðir nokkrar stórar spurningar á sviði umhverfismála. Höfin á norðurslóðum, losun gróðurhúsalofttegunda og annað sem varðar mannkyn allt, en ekki síst okkur Íslendinga. Björn Þorláks ræðir við hana. Svanfríður Jónasdóttir, formaður verkefnisstjórnar Rammaáætlunar, fer yfir sögu rammaáætlunar, deilurnar og horfurnar. Lifir hún sem stjórntæki á tímum þar sem haldið er fram að Ísland þurfi að stórauka orkuframleiðslu? Í hvað ætti orkan að fara? Björn Þorláks ræðir við Svanfríði.
Rauða borðið
Róttæk samfélagsumræða.
Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.