Í þessum þætti fáum við Sóleyju Björk Guðmundsdóttir, vínfræðing og vínvin, í heimsókn til að ræða um spænsk vín og vínhéruð. Sóley hefur hefur lokið WSET Level 2 og 3 og sérhæft sig í vínum frá Spáni, þar sem hún hefur bæði lært og starfað til margra ára. Við ræðum um spænska vínmenningu og víngerð, tölum um vín allt frá Kanarí til DOQ Priorat og kynnumst um leið Sóleyju og hvernig áhugi hennar á vínum kom til. Með spjallinu opnum við 2 flöskur af Garnacha vinum, Ruella og La Guinardera, og kynnumst þessari frábæru þrúgu.
Show more...