All content for Ávarpið is the property of Bjarki Hjörleifsson and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Hlaðvarpsþættir undir stjórn Bjarka Hjörleifssonar. Aðgengileg og glettin nálgun á alvarleika vinstrisins, þó okkur sé vissulega dauðans alvara.
Ávarpið snýr aftur með seríu númer tvö eftir stutt en viðburðaríkt hlé. Fyrsti gestur þáttarins er konan sem stýrir Kvenréttindafélagi Íslands. Hún var einu sinni doktorsnemi í lífefnafræði, svo varð hún doktor og fór að vinna með prótein til að gera krem og serum hjá einu virtasta snyrtivöruframleiðanda Evrópu. Svo ákvað hún að helga sig náttúrunni og varð framkvæmdastjóri Landverndar. Hún ræðir við Bjarka Hjörleifsson og Sunnu Valgerðardóttur um eina snyrtidótið sem virkar í alvörunni, sárið sem Kárahnjúkadeilan skildi eftir sig, skógrækt, kolefnisjöfnunaræði Íslendinga, tradwives, hrútana í landbúnaðinum og skort á skilningi þeirra sem ráða. Og birkitréð sem mamma hennar felldi.
Ávarpið
Hlaðvarpsþættir undir stjórn Bjarka Hjörleifssonar. Aðgengileg og glettin nálgun á alvarleika vinstrisins, þó okkur sé vissulega dauðans alvara.