Home
Categories
EXPLORE
True Crime
Comedy
Society & Culture
Business
Sports
History
Fiction
About Us
Contact Us
Copyright
© 2024 PodJoint
00:00 / 00:00
Sign in

or

Don't have an account?
Sign up
Forgot password
https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts126/v4/f2/49/af/f249af49-cdcc-3dd3-06d6-70938658bc3e/mza_16626690735128481967.jpg/600x600bb.jpg
Ávarpið
Bjarki Hjörleifsson
10 episodes
10 hours ago
Hlaðvarpsþættir undir stjórn Bjarka Hjörleifssonar. Aðgengileg og glettin nálgun á alvarleika vinstrisins, þó okkur sé vissulega dauðans alvara.
Show more...
Politics
Society & Culture,
News
RSS
All content for Ávarpið is the property of Bjarki Hjörleifsson and is served directly from their servers with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Hlaðvarpsþættir undir stjórn Bjarka Hjörleifssonar. Aðgengileg og glettin nálgun á alvarleika vinstrisins, þó okkur sé vissulega dauðans alvara.
Show more...
Politics
Society & Culture,
News
Episodes (10/10)
Ávarpið
Guðrún Hallgrímsdóttir, Rauðsokkur og matvæli
Guðrún Hallgrímsdóttir fæddist árið 1941 hún lauk prófi í matvælaverkfræði frá Humboldt háskóla í Berlín árið 1968. Guðrún hefur gegnt margvíslegum stjórnunar- og trúnaðarstörfum á vegum hins opinbera og einkafyrirtækja. Hún hefur tekið virkan þátt í stjórnmálum og var ein af stofnendum Rauðsokkuhreyfingarinnar. Hún var varaþingmaður og tók sæti á Alþingi um tíma. Kvenfrelsisbarátta, friðar- og umhverfismál hafa alla tíð verið henni hugleikin. Guðrún hóf starfsferil sinn sem forstöðumaður rannsóknarstofu Búvörudeildar SÍS. Á árunum 1977-79 var Guðrún iðnþróunarfulltrúi hjá Iðnþróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna í Vínarborg. Eftir að hún kom heim aftur starfaði hún í iðnaðarráðuneytinu, var forstöðumaður hjá Ríkismati sjávarafurða, sjávarútvegsráðuneytinu svo eitthvað sé nefnt.
Show more...
8 months ago
1 hour 25 minutes 1 second

Ávarpið
Svandís um bakpokann, pólitíkina og hættuna frá hægri
Þegar Svandís Svavarsdóttir var sjö ára horfði hún á sína fyrstu kosningavöku í sjónvarpinu og hefur sjaldan, eða aldrei, misst af þeim síðan. Hún lærði fljótt að donta og reikna út uppbótarþingmenn, skrifaði samviskusamlega upp tölur eftir kjördæmum um leið og þær bárust og færði þær inn eftir kúnstarinnar reglum - undir dyggri leiðsögn pabba síns. „Ég meina, ég brenn fyrir pólitík,“ segir Svandís, þegar hún bendir á að hún hafi nú verið orðið rúmlega fertug þegar hún loks hóf sín afskipti af stjórmálum. Á átján ára stjórnmálaferli hefur Svandís verið framkvæmdastjóri VG, borgarfulltrúi, þingflokksformaður, umhverfis- og auðlindaráðherra, heilbrigðisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og svo matvælaráðherra og innviðaráðherra. Svandís Svavarsdóttir er gestur Ávarpsins þar sem hún ræðir meðal annars um nýjasta giggið á ferilskránni: Formaður VG. Umsjónarmenn þáttarins eru Sunna Valgerðardóttir og Bjarki Hjörleifsson.
Show more...
1 year ago
39 minutes 4 seconds

Ávarpið
Ályktun til Marx um að fundurinn hafi náð til Róta flokksins
Hvað eiga breytingar á ályktun, heimabruggað Hiroshima og fúlir bakaríiskallar sem hræðast konur, sameiginlegt? Allt kemur þetta við sögu í Ávarpi vikunnar, þar sem Bjarki Hjörleifsson setur á sig stjórnmálafræðiprófessorahattinn og útskýrir fyrir Sunnu Valgerðardóttur hvernig kaupin ganga fyrir sig á eyrinni. Þau fara yfir nýafstaðinn landsfund VG um síðustu helgi, skoða breytingarnar sem umtalaðasta ályktun síðari ára tók á fundinum og sögðu nokkra brandara við gífurlega góðar undirtektir hjá þeim sjálfum.
Show more...
1 year ago
28 minutes 7 seconds

Ávarpið
Landsfundasögur leikarans og dýrahirðisins
Það er búist við góðri stemningu, gleði og átökum á komandi landsfundi VG. Von er á hátt í 300 manns í Safamýrina um helgina, þar sem bæði verður litið um öxl en sömuleiðis horft fram á við. Svona eins og stjórnmálafólk gerir. Sunna Valgerðardóttir og Bjarki Hjörleifsson ræða við Orra Pál Jóhannsson, þingflokksformann VG og fyrrverandi dýrahirði, og Hreindísi Ylvu Garðarsdóttur Holm, skrifstofu- og viðburðarstjóra, leikara og fyrrverandi flugfreyju, um landsfundi fortíðarinnar, hvað sé svona merkilegt við þá og við hverju megi búast.
Show more...
1 year ago
27 minutes 24 seconds

Ávarpið
Konur, krem og Kárahnjúkar
Ávarpið snýr aftur með seríu númer tvö eftir stutt en viðburðaríkt hlé. Fyrsti gestur þáttarins er konan sem stýrir Kvenréttindafélagi Íslands. Hún var einu sinni doktorsnemi í lífefnafræði, svo varð hún doktor og fór að vinna með prótein til að gera krem og serum hjá einu virtasta snyrtivöruframleiðanda Evrópu. Svo ákvað hún að helga sig náttúrunni og varð framkvæmdastjóri Landverndar. Hún ræðir við Bjarka Hjörleifsson og Sunnu Valgerðardóttur um eina snyrtidótið sem virkar í alvörunni, sárið sem Kárahnjúkadeilan skildi eftir sig, skógrækt, kolefnisjöfnunaræði Íslendinga, tradwives, hrútana í landbúnaðinum og skort á skilningi þeirra sem ráða. Og birkitréð sem mamma hennar felldi.
Show more...
1 year ago
34 minutes 9 seconds

Ávarpið
„Áframhaldandi endurreisn millifærslukerfa sem jafna stöðu fólks“
Karlakór alþýðunnar snýr aftur. Bjarki fær til sín nafna sinn dr. Bjarka Þór Grönfeldt og Kára Gautason en þeir ræða m.a. málfrelsi, Eurovision, ójöfnuð, vistarbönd, lýðheilsu, kjarasamninga, endurreisn millifærslukerfanna og því að það er hreint orsakasamband milli þess að VG sé í ríkisstjórn og að tekjujöfnuður aukist í landinu.
Show more...
1 year ago
43 minutes 51 seconds

Ávarpið
Ragnar Auðun nýr framkvæmdastjóri VG
Bjarki Hjörleifsson ræðir við Ragnar Auðun Árnason nýjan framkvæmdastjóra Vinstri grænna. Bjarki og Ragnar ræða hin ýmsu mál í hlaðvarpsþættinum t.a.m. Norræn stjórnmál, þátttöku í félagsstarfi og uppgang hægri öfgaflokka.
Show more...
1 year ago
41 minutes 17 seconds

Ávarpið
„Afhverju erum við eiginlega að kenna dönsku?“
Í Ávarpinu að þessu sinni ræðir Bjarki við þær Hólmfríði Árnadóttur og Álfhildi Leifsdóttur, kennara, um dönsku, möguleika nemenda til að hafa áhrif á eigin menntun, tækniframfarir og símanotkun, PISA, bölsýni fjölmiðla á æskuna björtu og hlutverk menntakerfisins í stóru myndinni.
Show more...
1 year ago
37 minutes 45 seconds

Ávarpið
„Ég held það sé innri mótsögn í þessu fyrir hægri flokka“
Bjarki fær til sín nafna sinn dr. Bjarka Þór Grönfeldt og Kára Gautason. Karlakór alþýðunnar ræðir samfélagsmiðla og áhrif þeirra á daglegt líf, hamstrahjól hversdagsins og skírlífi gegn eigin vilja (incels) en Bjarki Þór hefur rannsakað það fyrirbrigði á síðustu árum. Þeir hefja umræðuna á komandi kosningaári en um 70 kosningar fara fram víða um heim á þessu ári, m.a. forsetakosningar í Bandaríkjunum, á Ísland og í Rússlandi.
Show more...
1 year ago
55 minutes 51 seconds

Ávarpið
„Baráttan fyrir friði verður alltaf að vera lifandi“
Steinunn Þóra Árnadóttir þingkona Vinstri grænna og Bjarki Hjörleifs ræða um nútíma stríð, ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, mikilvægi friðarhreyfingarinnar og uggvænlegar tækniframfarir í hernaði.
Show more...
1 year ago
29 minutes 34 seconds

Ávarpið
Hlaðvarpsþættir undir stjórn Bjarka Hjörleifssonar. Aðgengileg og glettin nálgun á alvarleika vinstrisins, þó okkur sé vissulega dauðans alvara.