
Gestur þáttarins er tónlistarkonan Stína Ágústsdóttir. Fyrir utan að vera stórkostleg söngkona og frábær lagahöfundur eru textar Stínu ein allsherjar valdefling fyrir konur, en í þeim syngur hún meðal annars um um það flókna samband sem hún hefur átt við líkama sinn og hversu snúið það getur reynst að vera foreldri. Einnig þá ákvörðun sína að láta ekki skoðanir samfélagsins og annars fólks stjórna því hvernig hún lifir sínu lífi; „Ég hef lengi vel reynt að haga mér rétt en svo á seinni árum er ég bara hætt að hafa áhuga á því.
Við Stína ræðum þetta, ferilinn hennar og hversu miklu máli það skiptir að hlusta á eigið innsæi og fylgja hjartanu.