Steinunn er 33 ára, þriggja barna móðir og samfélagsmiðladrottning í bata frá fíknisjúkdómi. Hún hefur sterkar skoðanir á normæliseringu áfengis í okkar samfélagi.
María hefur barist við kerfið fyrir son sinn sem glímir við fíkn. Hún sendi hann í meðferð til Suður-Afríku sem var hvorki auðvelt fyrir hana né gerðu yfirvöld henni það auðvelt.
Gerður er móðir, eiginkona og leikskólakennari frá Akureyri. Hún segir sögu Hjalta sonar síns sem lést aðeins 22 ára að aldri eftir að kerfið hafði brugðist honum illa.
Silja er 33 ára, tveggja barna móðir sem hefur glímt við andleg veikindi frá unga aldri. Hún lenti í alvarlegu bílslysi á unglingsárum sem setti líf hennar og heilsu á hliðina. Hún nýtir sína erfiðu reynslu til góða í dag.
Ester er 43 ára, tveggja drengja móðir með áfallasögu. Yngri sonur hennar var týndur í lífinu þegar hann flæktist í vef ofsatrúarmanna á netinu. Hann hefur verið heilaþveginn og það var fyrir um sex mánuðum þegar vinur hans féll fyrir eigin hendi sem hann bað um aðstoð.
Vigdís er fædd og uppalin í Noregi. Eftir brösótt unglingsár varð hún móðir sextán ára. Sonur hennar glímdi við fíkn og lést aðeins 22 ára, í febrúar 2022.
Bragi Haukur er 34 ára faðir á einhverfurófi í bata frá fíknivanda. Hann hefur átt í mikilli baráttu við barnavernd síðustu ár eftir að barnsmóðir hans varð bráðkvödd í júlí 2022.
Steindór stofnaði nýlega samtökin STRAX í dag í minningu Bríetar Irmu og Almars, vina sinna sem féllu fyrir eigin hendi. Við viljum aðgerðir í geðheilbrigðismálum og kerfinu öllu, allt niður í litlu börnin.
Hvað er um að vera í samfélaginu? Gulur september, minnihlutahópar, ofbeldi, kerfið og allt hitt.
Eva María er 22 ára stelpa sem þróaði með sér alkóhólisma í framhaldsskóla, hélt honum niðri en veiktist aftur eftir barnsburð, þá rétt tvítug.
Áslaug Einarsdóttir er kona á besta aldri, hún er móðir sem hefur þurft að berjast mikið fyrir barninu sínu en komið að lokuðum dyrum í mörg ár. Hún er í bata frá fíkn eftir meðferð í Karabíska hafinu fyrir tveimur árum.
Kara er 32 ára kokkur og boxari sem á stóra og mikla áfallasögu. Hún hefur verið í bata frá fíknivanda í mörg ár og unnið mikla og erfiða áfalla- og sjálfsvinnu undanfarin ár.
Elísabet Long er 46 ára kona með 30 ára edrúmennsku. Hún hefur farið fyrir 12 spora starfi á Íslandi og var ein stofnanda Alano klúbbsins. Hún ólst upp við erfiðar aðstæður og hefur átt viðburðarríkt líf.
Júlía er 43 ára kona sem hefur sterkar skoðanir. Hún skrifaði meðal annars lokaritgerð í Hagfræði um það hvernig mætti spara peninga og hversu mikið það kostar okkur sem samfélag að framfylgja fíkniefnalöggjöfinni eftir.
Eva Marý er 28 ára stelpa úr Hafnarfirði sem hefur verið edrú og í bata frá fíknisjúkdómi í rúmlega ár. Hún hefur verið á svörtustu stöðum samfélagsing, flúði Konukot til að búa í tjaldi og upplifir nú frelsi í fyrsta skipti.
Bergur er 53 ára strákur sem hefur glímt við kvíða og þunglyndi frá unga aldri. 32 ára ætlaði hann að enda líf sitt en varð svo heppinn að ná að snúa lífi sínu upp í að elska sjálfan sig, með mikilli vinnu.
Sólrún er ein af þeim sem brennur fyrir málstað jaðarsettra. Hún var í hópi þeirra sem gerðu þættina Óminni og Fólk eins og við.
Sara er 32 ára, tveggja barna móðir sem hefur upplifað ansi mörg áföll á sinni ævi. Hún flúði mjög erfiðan raunveruleika á unglingsárum í neyslu.
Ég, Tinna, lenti í líkamsárás í vinnu í mars 2022 sem setti líf mitt á hvolf. Eftir sjö ár af mikilli uppbyggingu var allt tekið frá mér.
Ég fer yfir ferlið, kerfið og ýmislegt fleira.
Týndu börnin eru of mörg á Íslandi og úrræðin nánast engin.
Móðir 16 ára drengs sem hefur upplifað að kerfið hafi brugðist allt frá grunnskóla byrjun segir sögu þeirra.