Maggi Gnúsari er 36 ára úr Hafnarfirði. Hann ólst upp við mikinn alkóhólisma. Hann fékk heilablóðfall þriggja ára gamall og lifir með eftirköst þess. Hann á áfallasögu og segir frá lífi sínu í þættinum.
Ingunn er 46 ára móðir sem á áfallasögu frá unglingsárum, hún lenti svo í tveimur bílslysum sem enduðu með miklum taugaskaða og verkjaástandi. Hún hefur undanfarin tvö ár leitað sér bata og stefnir á opnun heilsuseturs til að aðstoða aðra í sömu stöðu.
Geir kom til pabba síns og Kötu, sem gekk honum algjörlega í móðurstað, aðeins tveggja ára. Blóðmóðir hans lést. Hann var tengslaraskaður og 16 ára lenti hann í líkamsárás sem setti af stað varnarkerfið hans og leiddi til neyslu.
Nonni er magnaður maður sem á stóra sögu. Hann ólst upp við alkóhólisma, þróaði með sér fíkn, sat inni og var í mörg ár í undirheimum Íslands. Saga hans einkennist af áföllum, sorgum og sigrum.
Þórdís er 56 ára móðir sem var alin upp við alkóhólisma og ofbeldi. Var misnotuð sem barn og lenti í miklu og grófu ofbeldi sem unglingur. Hún leitaði í áfengi en hefur verið edrú í 35 ár.
Svala kom að spjalla um nýja verkefni Matthildar samtakanna sem heitir Reykur. Við töluðum um margt neyslutengt og fleira.
Viktor er 25 ára strákur sem hefur verið í bata frá fíknisjúkdómi í tvö ár. Hann þurfti nokkrar innlagnir og meðferðir til að meðtaka að hann þyrfti að stoppa neyslu alveg og taka ábyrgð.
Gunnar Diego er 38 ára, þriggja barna faðir sem hefur verið á flótta undan sjálfum sér nánast alla tíð. Hann var alinn upp við alkóhólisma og vanrækslu, lenti í einelti, leitaði í vímuefni og það er aðeins byrjunin.
Lísa er sex barna móðir sem missti Helga, son sinn, fyrir tæpu ári síðan. Hann fékk sýkingu í hjartað vegna fíknar sinnar og lést á Landspítalanum. Hún er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera hjá honum og kveðja hann.
Margrét er á 77. aldursári og hefur lifað viðburðaríku lífi. Lífið varð þó allt öðruvísi en hún ætlaði sér enda mörg áföll.
33 ára gömul kona sem þróaði með sér fíkn eftir áföll á fullorðinsárum. Lenti í ofbeldissambandi og mætti miklum fordómum hjá lögreglu. Geðdeild var hennar síðasti kostur en þar mætti hún einnig fordómum og mjög vondu viðhorfi.
Sigurrós segir sögu Gunnars heitins, bróður síns, sem lést á Betra líf þann 16. febrúar 2022. Hann fannst tveimur sólarhringum seinna en eigandi Betra lífs hafði neitað að opna herbergi hans fyrr en lykt fór að berast þaðan.
TW! Áslaug María er mögnuð móðir í Garðabænum sem á stóra sögu. Hún ólst upp við alkóhólisma, vanrækslu og mikið ofbeldi af öllum toga. Faðir hennar nauðgaði henni frá 5-14 ára.
Atli er 33 ára strákur úr Breiðholtinu. Hann er yngstur af fjórum bræðrum sem ólust upp hjá einstæðri móður. Hann leiddist út í neyslu og mikla paranoju. Batahúsið hefur bjargað lífi hans.
Sigurrós Yrja er 42 ár fjögurra barna móðir að norðan í bata frá fíknisjúkdómi og átröskun, sem hún byrjaði að þróa með sér aðeins 10 ára gömul. Mögnuð kona með einstaka nærveru.
Eru það fordómar sem koma í veg fyrir að eitthvað róttækt sé gert í þessum málaflokki? Hvernig getum við byggt upp sterkari einstaklinga sem eru tilbúnari fyrir lífið?
Sólveig er 26 ára stelpa úr Laugardalnum. Hún hefur verið í neyslu í 10 ár og farið í nokkrar meðferðir án árangurs. Hún er komin á endastöð, að eigin sögn og á leið til Danmerkur í meðferð í byrjun desember.
Aþena er 23 ára lögfræðinemi sem á stóra sögu. Hún byrjaði ung í neyslu sem fór hratt niður á við með miklum og stórum áföllum.
Ólafur Ingi er fimmtugur faðir númer eitt, tvö og þrjú. Hann á stóra sögu áfalla, sorga og sigra. Hann fann sína lausn innan al-anon samtakanna þegar hann var orðinn fullorðinn.
Sigga er eiginkona og móðir sem alin er upp í alkóhólískri fjölskyldu. Hún talar um hvernig fjölskyldumynstrið litar allt hennar líf og hvernig hún hefur náð að halda sér í bata og fjarlægð.