Það reyndist afar mikilvægt fyrir íslenska ríkið að nýta fullveldisrétt sinn þegar kröfuhafar föllnu bankanna sóttu á yfirvöld. Þetta segir Sigurður Már Jónsson í viðtali á vettvangi Bókaklúbbs Spursmála.
Í liðnum mánuði var bókin Afnám haftanna - samningar aldarinnar? eftir Sigurð Má tekin fyrir á vettvangi klúbbsins. Tilefnið var það að nýlega voru 10 ár liðin frá því að risavaxnir samningar náðust við slitabú föllnu viðskiptabankanna sem leiddu til afnáms fjármagnshafta hér á landi. Samningarnir urðu einnig til þess að lækka skuldir ríkissjóðs um hundruð milljarða króna.