Það er í meira lagi rafmagnað andrúmsloftið á Alþingi þessa sólarhringana. Ríkisstjórnin er ekki að koma sínum mikilvægustu málum í gegn og óvíst er hvenær þing getur farið í sumarfrí.
Í nýjasta þætti Spursmála, og jafnframt þeim síðasta fyrir sumarfrí, er rætt við þrjá þingmenn stjórnarandstöðunnar og ljósi varpað á það hvernig staðan gæti þróast næstu sólarhringana. En einnig hvernig þingveturinn, sem teygðist inn á mitt sumar, hefur þróast.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætir á vettvang ásamt Bergþóri Ólasyni þingflokksformanni Miðflokksins og Ingibjörgu Isaksen, formanni þingflokks Framsóknarflokksins.
Spursmál verða aftur á dagskrá á mbl.is föstudaginn 15. ágúst klukkan 14.