Í þessum þætti fáum við Söndru frá snyrtistofunni Heilbrigð Húð í spjall.
Hún deilir með okkur sinni vegferð í snyrtigeiranum – frá fyrstu skrefunum yfir í það hvernig hún kynntist vörunum frá Dermalogica og hvaða áhrif þær höfðu á hennar vinnubrögð, nálgun og fagmennsku. Hlustaðu til að kynnast sögunni hennar og hvað liggur að baki þeirri ástríðu sem hún ber fyrir húðheilsu.
Í þessum þætti ræðum við um breytingar — bæði þær litlu og þær stóru sem hafa átt sér stað hjá okkur síðustu vikur.
Við spjöllum líka um mæðradaginn, hvernig hann snertir okkur persónulega og faglega, og hvernig við getum fagnað móðurhlutverkinu (eða minningunni um það) á eigin forsendum.
Þetta er hlýlegur, nærandi og óformlegur þáttur þar sem við gefum okkur rými til að vera mannlegar – og vonandi minnum við þig líka á að það er allt í lagi að taka sér smá pásu. 💗
p.s. afsakið hljóðið er ekki upp á sitt besta en við erum að vinna í því.
Andrea Sigurðardóttir kom til okkar og kynnti fyrir okkur nýja æfingarkerfið sem hún hefur sett saman, hvað varð til þess að hún tók þetta stóra skref í lífi sínu.Ásamt því að tala um markaðsetningu, andlega heilsu og margt fleirra skemmtilegt.
Nú er fermingartímabilið að hefjast. Við tóku þess vegna létt spjall um nokkra hluti sem er gott að hafa í huga þegar það kemur að fermingum og fermingargjöfum.
Ásamt því að tala um hvert við erum að stefna með podcastið okkar <3
Í Apríl byjar svo annar ársfjórðungurinn á þessu ári svo það er tilvalið að skoða markmiðinsýn og setja sér ný. Það er heldur ekki verra að þau snúist um að hugsa vel um þig sjálfan <3
Förum aðeins yfir konudagshugmyndir, ásamt því að tala um skemmtileg öpp sem við notum í okkar lífi.
Létt og skemmtilegt spjall eins og við kunnum best.
Létt spjall um nýja árið og okkar markmið.
2025 verður Glow up ár.
Lilja Snyrtipenninn kíkti til okkar í heimsókn og sagði hún okkur frá sögunni sinni.
Mjög skemmtilegt spjall ásamt því að minna okkur á að rækta kvennorkuna okkar og okkur sjálf.
Við förum yfir nokkrar skemmtilegar jólagjafahugmyndir bæði.
Þegar maður ferðast er gaman að skoða hvað það land hefur upp á að bjóða bæði í snyrtivörum og snyrtimeðferðum. Mörg lönd hafa eitthvað áhugavert upp á að bjóða. Halldóra var að ferðast og kynntist náttúrulegum snyrtivörum og segir okkur frá hennar upplifun.
Við tölum um áhefbundnar snyrtimeðferðir og hvað okkur finnst um þær. Ásamt því að tala létt um spa staði á íslandi og hvað er í boði þar.
Létt spjall um self care áskorunar, nýja og spennandi möguleikan á noona appinu og hvernig er hægt að staðfesta að snyrtifræðingurinn þinn er löglegur. Ásamt skemmtilegu spjalli hjá okkur.
Förum yfir hvernig á að geyma helstu snyrtivörurnar. Ásamt því að skoða hvort þau trend sem hafa verið varðand geymslu snyrtivara séu raunhæfar geymsluaðferðir.
Förum yfir nokkrar heimameðferðir og hvað skal hafa í huga þegar það er verið að gera þær. Ásamt því hvað skal forðast við sumar meðferðirnar
Förum yfir hvað eru snyrtivörur á gráum markaði og af hverju við ættum að forðast þær.
Þessi umfjöllun hefur verið aðeins í gangi á fréttaveitum og langaði okkur aðeins að tala um það hér til að hjálpa til við að fræða hlustendur okkar meira um gráa markað snyrtivara.
Stutt og laggott við segjum frá vörunum sem eru til vinnings ásamt því að tilkynna vinningshafan <3
Segjum frá gjafaleiknum:
Hvaða vörur verða í leiknum og frá okkar yndislegum samstarfsaðilum í þessu.
Svo auðvitað segjum við hvernig á að taka þátt <3
Við erum komnar til baka eftir sumarfrí og tölum við aðeins um hvað að það sé gott að komast aftur í rútínu.
Einnig hvað er gott að gera núna til að undirbúa húðinna fyrir veturinn, ásamt því að minna á að hugsa um húðinna hjálpar til við andlega heilsu.
Svo má ekki gleyma að það eru spennandir tímar framundan hjá okkur
Létt spjall um innihaldsefni og hvað bera að hafa í huga ef það eru styrkjarmörk við notkun á þeim.
Við tókum létt spjall um hvernig er gott að undirbúa bæði húðina fyrir sólarfríið, hvenær væri þá best að fara í vax og aðrar meðferðir áður en maður fer út.
Ásamt því að tala um hvernig vörur er gott að taka með og hvað er gott að gera eftir að maður kemur heim.