Við fengum góðan gest í Seinni níu þessa vikuna en Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri hjá Golfklúbbnum Keili kíkti í heimsókn til okkar. Það er nóg um að vera hjá kappanum þessa daganna enda fer Íslandsmótið í golfi fram á Hvaleyrarvelli um helgina.
Ólafur byrjaði ungur að starfa hjá Golfklúbbnum Keili, fyrst sem vallarstarfsmaður og vallarstjóri en er í dag framkvæmdastjóri. Hann tók við af föður sínum og óhætt að segja að fjölskyldan tengist Keili afar sterkum böndum.
Í þættinum hituðum við upp fyrir Íslandsmótið í golfi, fórum yfir stöðuna á Hvaleyrarvelli og þær breytingar sem gerðar hafa verið á Hvaleyrinni. Einnig ræðum er farið yfir þá ótrúlegu fjölgun sem er að eiga sér stað í golfinu sem að mati Ólafs er ekki síst golfhermum og tækni að þakka.
Óli Þór velur draumahollið, rifjum aðeins upp Canon mótin sem fram fóru á Hvaleyrarvelli og svo rifjar Óli það upp þegar hann varð í öðru sæti á Íslandsmótinu í holukeppni.
Frábær þáttur og auðvitað á léttum nótum.
Seinni níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG - xpeng.com/is
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️♀️- Golfsvítan
🛺- Excar.is golfbílar
😎 - Nivea
🏌️♀️- Golfskálinn golfverslun
🥑 - Hjá Höllu
👷♂️ - Giggo
Við fengum góða gest til okkar í Seinni níu. Gunnlaugur Árni Sveinsson kom til okkar en hann er einn efnilegasti kylfingur í Evrópu. Hann er í 15. sæti á áhugaheimslistanum um þessar mundir og stefnir á að komast alla leið sem kylfingur.
Gulli leikur með hinum þekkta LSU háskóla í Bandaríkjunum en sá skóli er einn allra besti íþróttaháskóli Bandaríkjanna. Hann var valinn í Arnold Cup sem fram fór í byrjun sumarsins þar sem hann lék fyrir lið alþjóðaúrvalsins gegn Bandaríkjunum. Hann lék í úrtökumóti fyrir Opna breska og er búinn að vera á miklu ferðalagi í sumar.
Við fengum að kynnast Gulla nánar í þessum þætti en þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall er þarna á ferðinni gríðarlega efnilegur íþróttamaður sem er með báða fætur kyrfilega á jörðinni.
Gulli er með +7 í forgjöf og hefur þrátt fyrir það ekki formlega farið holu í höggi sem kom þáttastjórnendum í opna skjöldu.
Í þættinum fórum við aðeins yfir frábært golfmót Seinni níu og svo kom Logi með áhugavert Powerrank um óþolandi hluti á golfvellinum.
Seinni níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG - xpeng.com/is
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️♀️- Golfsvítan
🛺- Excar.is golfbílar
😎 - Nivea
🏌️♀️- Golfskálinn golfverslun
🥑 - Hjá Höllu
👷♂️ - Giggo
Auðunn Blöndal var gestur okkar þessa vikuna í Seinni níu. Auðunn þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann hefur verið einn vinsælasti útvarps- og sjónvarpsmaður landsins um árabil.
Auðunn er með 19,9 í forgjöf og elskar að fara í golfferðir. Hann var duglegur að æfa undir handleiðslu kennara í vetur og sér fram á að geta einbeitt sér meira að golfinu á næstu árum. Auddi er ágætur af teig en er í miklum vandræðum með chippin.
Hann segir okkur frá því þegar hann fór holu í höggi í Búlgaríu, svar fjölmörgum spurningum frá hlustendum og velur draumahollið. Jón & Logi Powerranka fimm bestu kylfurnar sem þeir hafa átt.
Frábær þáttur!
Seinni níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG - xpeng.com/is
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️♀️- Golfsvítan
🛺- Excar.is golfbílar
😎 - Nivea
🏌️♀️- Golfskálinn golfverslun
Stórleikarinn Arnar Jónsson kom til okkar í Seinni níu. Arnar var nýbúinn að leika það ótrúlega afrek að leika undir aldri í meistaramótinu á Flúðum þegar hann kíkti í heimsókn til okkar. Arnar lék á 81 höggi en er 82 ára gamall. Magnað afrek.
Arnar fer yfir golfferilinn í þættinum. Hann byrjaði frekar seint að spila golf en hafði leikið sér á golfvellinum sem ungur drengur sem kom sér vel þegar golfáhuginn kvikaði síðar á lífsleiðinni.
Í þættinum segir hann okkur frá því hvernig hann æfði púttin í bakherberjum leikhúsa og fleyhöggin í hlöðu á Dalvík er hann var búsettur þar vegna leikhúsverkefna.
Arnar með um 15 í forgjöf sem er ansi vel af sér vikið. Í dag spilar hann nánast daglega og er sífellt að reyna að bæta sig. Um þessar mundir leggur hann mesta áherslu á að bæta járnahöggin sem gengur vel.
Draumahollið er á sínum stað og vill Arnar bjóða þremur heimsþekktum kylfingum með sér til Búlgaríu. Logi og Jón veðja á fimm kylfinga hvor fyrir Opna breska.
Arnar hefur spilað víða erlendis og segir okkur meðal annars frá uppskriftinni að hinni fullkomnu borgargolferð!
Seinni níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG - xpeng.com/is
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️♀️- Golfsvítan
🛺- Excar.is golfbílar
😎 - Nivea
🏌️♀️- Golfskálinn golfverslun
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er gestur okkar í Seinni níu þessa vikuna. Hún er í eldlínunni um þessar mundir í umræðu um veiðigjöld enda framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Heiðrún er nýlega byrjuð í golfi og tók þátt í sínu fyrsta meistaramóti núna á dögunum. Í þættinum fer hún yfir upplifun sína af mótinu og hvað kom henni mest á óvart.
Hún kveðst efnileg í öllum þáttum leikins en á í erfiðleikum með púttin eftir að sambýlismaður hennar, Hjörvar Hafliðason, komst í hausinn á henni.
Heiðrún er mikil keppnismanneskja og segir að það álag sem nú hvíli á henni efli hana á golfvellinum. Heiðrún kemur með frábært Powerrank þar sem hún fer yfir þau atriði sem valda mestum misskilningi á golfvellinum frá sjónarhorni áhugamannsins. Einnig velur hún draumahollið.
Golfpervertar koma óvænt við sögu í þættinum.
Stórskemmtilegur þáttur í alla staði!
Seinni níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG - xpeng.com/is
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️♀️- Golfsvítan
🛺- Excar.is golfbílar
😎 - Nivea
🏌️♀️- Golfskálinn golfverslun
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson kom í heimsókn til okkar í Seinni níu. Hann er þekktari fyrir afrek sín í fótboltanum en á golfvellinum. Bjössi hefur orðið Íslandsmeistari sem fyrirliði Vals og var einnig í þjálfarateymi liðsins sem varð Íslandsmeistari árin 2017 & 2018.
Bjössi segir okkur frá því hvernig hann byrjaði aftur í golfi fyrir nokkrum árum og hellti sér svo af fullum krafti í íþróttina eftir að hann óvænt missti starf sitt sem aðstoðarþjálfari hjá FH sumarið 2022. Síðan þá hefur golfið átt hug hans allann og er Bjössi kominn niður í um 13 í forgjöf.
Bjössi kemur með frábært Powerrank og greinir okkur frá hverjir eru fimm bestu kylfingarnir úr röðum núverandi knattspyrnuþjálfara. Jafnframt velur Bjössi draumahollið þar sem tveir heimsþekktir leikarar koma við sögu.
Bjössi fer aðeins yfir sína styrk- og veikleika í golfinu. Þar kemur í ljós að 14. holan á Leirdalsvelli er farin að leggjast á sálina á okkar manni.
Stórskemmtilegt spjall við einn af okkar duglegustu kylfingum.
Seinni níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG - xpeng.com/is
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️♀️- Golfsvítan
🛺- Excar.is golfbílar
😎 - Nivea
Gestur vikunnar í Seinni níu er enginn annar en Sólmundur Hólm sem hóf nýlega að leika golf. Hann er algjörlega fallinn fyrir íþróttinni og hugsar eiginlega ekki um neitt annað en hvenær hann kemst út á golfvöll.
Sóli er reyndar að glíma við meiðsli sem má rekja til óhóflegrar golfiðkunar á vormánuðum en er að vonast til að komast aftur á völlinn sem allra fyrst.
Sóli er meðlimur í Golfklúbbi Þorlákshafnar og unir hag sínum hvergi betur en í Ölfusi þar sem hann ólst upp. Í þættinum velur Sóli einmitt sínar fimm uppáhalds golfholur á Þorlákshafnarvelli. Einnig velur hann draumahollið.
Hlustendur sendu jafnframt inn fjölmargar skemmtilegar spurningar sem Sóli átti í mismiklum vandræðum með að svara.
Einstakur þáttur með einum skemmtilegasta manni okkar Íslendinga. Allir léttir.
Seinni níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG - xpeng.com/is
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️♀️- Golfsvítan
🛺- Excar.is golfbílar
😎 - Nivea
Atvinnukylfingurinn Ragnhildur Kristinsdóttir kom í heimsókn til okkar í Seinni níu. Hún varð Íslandsmeistari í höggleik árið 2023 og leikur sem atvinnumaður á LET Access mótaröðinni sem segja má að sé B-mótaröð bestu kvenkylfinga í Evrópu.
Í þættinum förum við vel yfir golfið með Röggu en þar kemur meðal annars í ljós að hún er meðal högglengstu kvenkylfinga Evrópu. Hún er að slá um 250 metra að meðaltali í teighöggum og gerir aðrir betur!
Hún ætlar sér stóra hluti á næstu árum. Hún hefur verið meðal annars verið að einfalda golfið sitt, njóta þess meira að keppa og hugsa ekki um að ná fullkomnum.
Hún segir okkur frá lífinu á mótaröðinni, sínum helstu styrkleikum og einnig segir hún okkur frá sínum helsta veiklega sem eru vippin. Við förum aðeins yfir hvernig lífið var í Kentucky á háskólaárunum og ýmislegt skemmtilegt.
Einnig segir Ragga okkur frá því áfalli sem það var að missa Íslandsmeistaratitilinn úr höndum sér á lokaholunni í Mosfellsbæ árið 2020.
Í upphafi þáttarins förum við aðeins yfir US Open og svo velur Ragga draumahollið. Stórskemmtilegur þáttur sem á erindi við alla kylfinga!
Seinni Níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG - xpeng.com/is
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️♀️- Golfsvítan
🛺- Excar.is golfbílar
Það var svo sannarlega gaman hjá okkur í Seinni níu þessa vikuna en til okkar kom Helga Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur og félagi í Nesklúbbnum. Helga fer yfir það af mikilli hreinskilni hvernig það er að byrja í golf og þær áskoranir sem því fylgir.
Hún segir okkur meðal annars frá þeirri þolraun sem það var að taka þátt í meistaramóti eftir að hafa nýlega hafið golfiðkun. Helga segir okkur einnig frá því þegar hún gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í golfferð á vegum Nesklúbbsins. Þar hjálpaði til að hún tók alls ekki rétta kylfu í höggið en boltinn steinlá í holunni engu að síður.
Stórskemmtilegur þáttur þar sem mannlegi þátturinn í golfinu er svo sannarlega í fyrirrúmi. Helga segir okkur einnig stórskemmtilega sögu úr boðsmóti á Hvaleyrarvelli þar sem eiginmaður hennar, Bjarni Ármannsson, kemur við sögu.
Logi gefur svo góð ráð hvernig sé best að græða pening á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer um helgina.
Seinni Níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG - xpeng.com/is
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️♀️- Golfsvítan
🛺- Excar.is golfbílar
Einn litríkasti golfkennari Íslands – og líklega Spánar – Ívar Hauksson, kom í spjall til okkar í Seinni níu. Ívar hefur búið á Spáni síðustu 30 árin við golfkennslu og er stundum kallaður Kóngurinn á Mar Menor.
Í júní tekur Ívar að sér golfkennslu hér á Íslandi, og komast færri að en vilja. Í ár eru um 75 manns á biðlista eftir að komast undir handleiðslu Ívars, sem kennir golf frá morgni til kvölds.
Ívar segir okkur frá golfferli sínum, sem hófst þegar hann var aðeins þriggja ára. Við rifjum upp nokkrar skemmtilegar sögur, og Ívar deilir einnig nokkrum góðum ráðum til kylfinga. Þar kemur meðal annars fram að flestir kylfingar séu með of lágan fláa á drævernum – að hans mati.
Hann ræðir einnig ást sína á 7-trénu, sem hann segir vera að breyta leiknum. Draumahollið er á sínum stað, og þar koma við sögu afar litríkir kylfingar.
Frábær þáttur með einum af okkar allra skemmtilegustu köppum í golfíþróttinni á Íslandi.
Seinni Níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️♀️- Golfsvítan
🛺- Excar.is golfbílar
Handboltaþjálfarinn, fyrirlesarinn og rithöfundurinn Bjarni Fritzson er gestur vikunnar í Seinni níu. Bjarni var mjög öflugur handboltamaður og hefur síðustu ár þjálfað karlalið ÍR. Hann er einnig rithöfundur en barnabækur hans um Orra óstöðvanda hafa notið gríðarlegra vinsælda.
Bjarni er með um 15 í forgjöf og er kominn með mikla golfdellu. Hann er bæði meðlimur í Golfklúbbi Reykjavíkur og hjá Golfklúbbi Grindavíkur. Geri aðrir betur.
Hann segir okkur frá draumahögginu sem hann sló í Kiðjabergi, segir okkur aðeins frá golfhópnum „Tipsy“ og einnig þegar hann sló í áttræða konu í Frakklandi.
Bjarni velur fimm erfiðustu golfholurnar sem hann leikur á Íslandi og einnig draumahollið.
Frábært spjall um golf og ýmislegt fleira við þennan stórskemmtilega kylfing sem vill helst spila golf með örvhentum.
Seinni Níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️♀️- Golfsvítan
🛺- Excar.is golfbílar
Gestur vikunnar í Seinni níu er Þórdís Geirsdóttir sem hefur verið félagi í Golfklúbbnum Keili í hálfa öld. Hún varð Íslandsmeistari í höggleik árið 1987 og hefur svo verið meðal fremstu kylfinga landsins um árabil.
Hún hefur verið óstöðvandi á mótaröð eldri kylfinga og varð Íslandsmeistari 50+ í níu ár í röð. Hún hefur farið fimm sinnum holu í höggi og við fengum hana til að Powerranka ásanna sína.
Jafnframt segir Þórdís okkur frá því frá mikilli dramatík sem varð í Sveitakeppni GSÍ fyrir nokkrum árum þegar Þórdísi var dæmdur ósigur í bráðabana eftir að hafa þegið ráð frá liðsfélaga. Það varð til þess að GK tapaði úrslitaleiknum og talsvert drama varð í kjölfarið sem endaði á fréttamiðlum.
Frábært spjall við einn okkar besta kylfing en Þórdís er með 0,4 í forgjöf og hefur sjaldan verið betri.
Seinni Níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️♀️- Golfsvítan
🛺- Excar.is golfbílar
Gestur vikunnar er atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús sem leikur á Áskorendamótaröðinni. Í þættinum fer Haraldur yfir stöðuna á ferli sínum en hann ætlar sér að halda áfram næstu ár í atvinnumannagolfinu og telur sig geta náð inn á Evrópumótaröðina.
Í þættinum förum við aðeins yfir mikinn áhuga Hadda á golfkylfum og græjum. Hann á tíu golfsett og er með verkstæði þar sem hann skiptir sjálfur um grip, sköft og hausa.
Haraldur fer aðeins yfir lífið sem atvinnukylfingur, svarar nokkrum spurningum frá hlustendum og velur draumahollið. Einnig segir Haddi okkur frá því þegar hann hrekkti Loga Bergmann eftirminnilega fyrir nokkrum árum.
Seinni Níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️♀️- Golfsvítan
🛺- Excar.is golfbílar
Kristinn Óskarsson er gestur vikunnar í Seinni níu. Þessi landsþekkti körfuboltadómari er einnig mjög liðtækur kylfingur og er í dag með um 3–4 í forgjöf. Í þættinum förum við meðal annars yfir ótrúlega frammistöðu hans á Íslandsmótinu 2012 á Hellu, þegar Kristinn endaði í 5. sæti eftir að hafa verið í toppbaráttunni nær allt mótið.
Kristinn segir frá því hvernig sú reynsla, að leika í lokaráshópi á þriðja keppnisdegi Íslandsmótsins, hefur hjálpað honum í dómgæslu síðar meir.
Við fengum Kristinn til að velja fimm bestu golfholur Suðurnesja. Hann valdi einnig mjög skemmtilegt draumaholl og segir frá því hvernig hann snöggreiddist á Íslandsmóti golfklúbba í Borgarnesi fyrir nokkrum árum. Einnig koma þrír ásar og einn albatross við sögu.
Seinni Níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️♀️- Golfsvítan
🛺- Excar golfbílar
Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG), kom í heimsókn til okkar í Seinni níu. Hann sagði frá óvenjusnemmri opnun Leirdalsvallar, sem hefur sjaldan opnað jafn snemma og í ár.
Við ræddum einnig nýja nálgun GKG við rástímaskráningu, sem miðar að því að koma í veg fyrir að sömu einstaklingar hamstri eftirsótta rástíma.
Agnar fór jafnframt yfir stórbrotna uppbyggingu golfherma hjá klúbbnum — þeir eru nú orðnir yfir 20 talsins. Hann kynnti einnig PowerRank yfir fimm mest spiluðu golfvellina í hermum GKG.
Mjög áhugaverður þáttur, þar sem meðal annars kom í ljós að hinn heimsfrægi kylfingur Phil Mickelson hefur heimsótt Grindavík.
Seinni Níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️♀️- Golfsvítan
Gestur Seinni Níu þessa vikuna er enginn annar en Stefán Einar Stefánsson, sem hefur verið mjög áberandi í þjóðmálaumræðunni síðustu mánuði – bæði í hlaðvörpum og í Spursmálum á mbl.is.
Stefán er að snúa aftur á golfvöllinn eftir nokkurra ára hlé og er nú skráður með 54 í forgjöf. Hann hefur þó áður náð niður í 12 í forgjöf, svo þetta eru áhugaverðir tímar fram undan.
Í þættinum segir Stefán okkur frá því þegar hann byrjaði að leika golf á Patreksfirði, og síðar í Borgarnesi – þar sem golfferill hans fékk virkilega byr undir báða vængi. Uppáhaldsholan á Hamarsvelli kemur verulega á óvart!
Auk þess rifjar Stefán upp atvik þegar Geirmundur Valtýsson eyðilagði teighögg hans með mjög sviplegum hætti í meistaramóti – sagan er bæði fyndin og sársaukafull.
Einnig fáum við að heyra draumaholl Stefáns. Stórskemmtilegur þáttur í alla staði!
Seinni Níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️♀️- Golfsvítan
Við erum ansi léttir í Seinni níu eftir Masters mótið. Til okkar kemur sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson sem er kylfingur með golfdellu á verulega háu stigi. Hann var meðal þeirra sem mættu á golfvöllinn um helgina þegar golfvellir voru opnaðir.
Við kryfjum aðeins Masters mótið með Kristjáni sem fylgist vel með. Hann er með um 10 í forgjöf og ætlar sér að lækka niður í 7 í sumar. Hann er sterkastur í stutta spilinu og er þekktur fyrir sitt lága boltaflug.
Kristján hefur tvívegis farið holu í höggi og einnig afrekað að fá albatross. Hann segir okkur einnig frá hávaðarifrildi á golfvellinum þar sem Kristján endaði fyrir aganefnd GKG.
Frábær þáttur enda Kristján skemmtilegur kappi með eindæmum.
Seinni Níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️♀️- Golfsvítan
Gestur vikunnar í Seinni níu er Haukur Örn Birgisson, fv. forseti Golfsambands Íslands. Hann stendur í ströngu um þessar mundir, en hann á sæti í framkvæmdastjórn Opna mótsins og var nýkominn til landsins frá Norður-Írlandi, þar sem hann var að taka út keppnisstað mótsins í ár. Opna breska fer fram á Royal Portrush um miðjan júlí.
Haukur segir okkur frá því í þættinum hvernig hann hefur risið til metorða hjá alþjóðasamtökum í evrópsku golfi og er nú meðlimur í R&A, sem t.d. hefur það hlutverk að halda utan um Opna mótið og stærstu áhugamannamót í Evrópu.
Við spáum í spilin fyrir Masters. Jón og Logi koma þar með helstu veðmálin sem eru líkleg til að detta í mótinu. Einnig fáum við Powerrank yfir þá fimm leikmenn sem eru líklegir til að koma á óvart á Masters.
Haukur segir okkur einnig óborganlega sögu þegar hann endaði einn á Augusta National vellinum, þar sem Masters-mótið fer fram á ári hverju.
Seinni Níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️♀️- Golfsvítan
Í þætti vikunnar af Seinni Níu fáum við til okkar Jóhann Alfreð Kristinsson, sem er þekktur sem uppistandari í Mið-Ísland, dagskrárgerðarmaður og margt fleira.
Jóhann byrjaði að leika golf fyrir nokkrum árum og hefur fengið mikla golfbakteríu. Hann er með 34 í forgjöf en stefnir á að komast niður fyrir 27, svo hann geti tekið þátt í 4. flokki í Meistaramóti GR, þar sem hann er félagi.
Í þættinum er farið víða. Jóhann velur fimm þægilegustu golfholur landsins, sérstaklega með hærri forgjöf kylfinga í huga. Einnig deilir hann eftirminnilegri sögu af því þegar hann sló glæsihögg á Korpunni fyrir framan íslenskan stórleikara.
Seinni Níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️♀️- Golfsvítan
Ólafur Björn Loftsson heimsótti okkur þessa vikuna í Seinni níu. Ólafur er í dag landsliðsþjálfari Íslands í golfi en var um tíma atvinnukylfingur og Íslandsmeistari í höggleik.
Ólafur rifjar upp sigur sinn í Íslandsmótinu í höggleik árið 2009 þegar hann fékk fjóra fugla í röð á síðustu holunum til að komast í umspil um titilinn.
Óli kom með powerrank um þá fimm bestu sem hann hefur spilað með. Ótrúlegur listi þar sem Brooks Kopka og Tommy Fleetwood koma við sögu.
Logi kynnti okkur fyrir svari við spurningu frá Seinni níu á Vísindavefnum þar sem regla pýþagórasar kemur við sögu.
Seinni Níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️♀️- Golfsvítan