Home
Categories
EXPLORE
True Crime
Comedy
Society & Culture
Business
Sports
History
News
About Us
Contact Us
Copyright
© 2024 PodJoint
00:00 / 00:00
Sign in

or

Don't have an account?
Sign up
Forgot password
https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts221/v4/7d/1b/a2/7d1ba25a-9d32-2fc1-948d-a69078889b6d/mza_7210874099359891850.jpg/600x600bb.jpg
Moldvarpið
Moldvarpið
9 episodes
9 months ago
Steinkista Páls Jónssonar Skálholtsbiskups (d. 1211) var talin goðsögn eða með öllu týnd þar til hún fannst óvænt við fornleifarannsókn í Skálholti 1954. Hver var Páll biskup? Af hverju var hrúga af brenndum beinum í kistunni? Af hverju að grafa sig í 730 kg steinhnullungi? Hvernig týnist eða gleymist slík gröf? Snædís reynir að reikna út hvað bygging grafhýsis kostaði á 13. öld. Arthur verður að fá svör við því nákvæmlega hversu mikið af heilögum Þorláki var komið fyrir í heilaga Þorláksskríninu. Þessar vangaveltur og margt margt fleira í þessum þætti Moldvarpsins! Það er "fullkomlega egypzk stemming" í þessum þætti svo komið ykkur vel fyrir, heyrnatól í eyrun og popp í skál. Njótið! Moldvarpið fer eftir þennan þátt í pásu í einhvern tíma en við komum vonandi bráðlega aftur með brakandi fornt efni fyrir ykkur. Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði.
Show more...
History
RSS
All content for Moldvarpið is the property of Moldvarpið and is served directly from their servers with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Steinkista Páls Jónssonar Skálholtsbiskups (d. 1211) var talin goðsögn eða með öllu týnd þar til hún fannst óvænt við fornleifarannsókn í Skálholti 1954. Hver var Páll biskup? Af hverju var hrúga af brenndum beinum í kistunni? Af hverju að grafa sig í 730 kg steinhnullungi? Hvernig týnist eða gleymist slík gröf? Snædís reynir að reikna út hvað bygging grafhýsis kostaði á 13. öld. Arthur verður að fá svör við því nákvæmlega hversu mikið af heilögum Þorláki var komið fyrir í heilaga Þorláksskríninu. Þessar vangaveltur og margt margt fleira í þessum þætti Moldvarpsins! Það er "fullkomlega egypzk stemming" í þessum þætti svo komið ykkur vel fyrir, heyrnatól í eyrun og popp í skál. Njótið! Moldvarpið fer eftir þennan þátt í pásu í einhvern tíma en við komum vonandi bráðlega aftur með brakandi fornt efni fyrir ykkur. Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði.
Show more...
History
Episodes (9/9)
Moldvarpið
8. Steinkista Páls biskups: Demba, djásn og dýrlingar
Steinkista Páls Jónssonar Skálholtsbiskups (d. 1211) var talin goðsögn eða með öllu týnd þar til hún fannst óvænt við fornleifarannsókn í Skálholti 1954. Hver var Páll biskup? Af hverju var hrúga af brenndum beinum í kistunni? Af hverju að grafa sig í 730 kg steinhnullungi? Hvernig týnist eða gleymist slík gröf? Snædís reynir að reikna út hvað bygging grafhýsis kostaði á 13. öld. Arthur verður að fá svör við því nákvæmlega hversu mikið af heilögum Þorláki var komið fyrir í heilaga Þorláksskríninu. Þessar vangaveltur og margt margt fleira í þessum þætti Moldvarpsins! Það er "fullkomlega egypzk stemming" í þessum þætti svo komið ykkur vel fyrir, heyrnatól í eyrun og popp í skál. Njótið! Moldvarpið fer eftir þennan þátt í pásu í einhvern tíma en við komum vonandi bráðlega aftur með brakandi fornt efni fyrir ykkur. Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði.
Show more...
9 months ago
1 hour 33 minutes 34 seconds

Moldvarpið
7. Grænland og Ameríka II: Heppni og harmleikur
Í sjöunda þætti Moldvarpsins fjöllum við um Ingstad hjónin, hvernig þau fundu húsarústir norrænna landnema í L'Anse aux Meadows, Kanada og hvað fornleifarnar segja okkur um þetta ævintýranlega tímabil í mannkynssögunni. En af hverju gáfust víkingarnir upp á Ameríska draumnum? Aftur til Grænlands. Hvað ef að heill fataskápur af kjólum og höttum væri settur í frystikistu í 600 ár? Hvað með heilan bóndabæ? Af hverju hvarf norræna nýlendan á Grænlandi? Lirfur? Átök við Inúíta? Eða bara ísköld hagfræði? Af hverju tók enginn eftir því að hún hvarf? Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði.
Show more...
9 months ago
1 hour 18 minutes 16 seconds

Moldvarpið
6. Grænland og Ameríka I: Lögbrot og landafundir
Ef Ísland er ísskápur þá er Grænland frystikista. Var nóg fyrir Eirík rauða að gefa landinu aðlaðandi nafn til þess að fólk næmi land þar eða býr eitthvað meira að baki? Var annað fólk þar fyrir? Hafa fornleifafræðingar í alvöru bæði grafið upp bæ Eiríks á Íslandi OG Grænlandi? Hvað hefur verslun fílabeina í Afríku með Grænland að gera? Hvar var Vínland, hverjir voru svokallaðir "skrælingjar" og hvað voru Grænlendingar að sækja vestur? Arthur skilur ekki muninn á vínberjum og öðrum berjum, Snædís segir frá fyrsta fornleifauppgreftri Kristjáns Eldjárns forseta, þróun arkitektúrs á Grænlandi og margt fleira í þessum þætti Moldvarpsins um norrænar fornleifar á Grænlandi og Ameríku! Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði.
Show more...
10 months ago
1 hour 12 minutes 32 seconds

Moldvarpið
5. Landnám Reykjavíkur II: Víkingaþorpið í Kvosinni
Seinni hluti umfjöllunar okkar um landnámið í Reykjavík. Hvað fannst á Lækjargötu árið 2015 öllum að óvörum? Var kornrækt í Reykjavík á víkingaöld? Hvað varð um fyrstu íbúana og af hverju finnast þeir ekki? Rúnaristur, rostungar og rómverskir peningar. Snædís fræðir okkur um helsta óvin Arthurs frjókornin *hnerr*, og hvað þau segja okkur um umhverfi Reykjavíkur á landnámsöld. Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði.
Show more...
10 months ago
1 hour 44 seconds

Moldvarpið
4. Landnám Reykjavíkur I: Skáli Ingólfs fundinn?
Margir fornleifauppgreftir hafa farið fram í miðbæ Reykjavíkur á síðustu áratugum og þar er sífellt meira að koma í ljós um landnám svæðisins. Af hverju myndi Ingólfur velja Reykjavík af öllum stöðum? Hvernig fór landnámið fram? Hvað hafa margir skálar fundist í Kvosinni? Hvar er hægt að sjá elsta mannvirki á Íslandi? Öndvegissúlurnar, kolefnisaldursgreiningar, lattelepjandi landnámsmenn og margt margt fleira. Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði
Show more...
10 months ago
1 hour 12 minutes 21 seconds

Moldvarpið
3. Heiðnar grafir á Íslandi II: Mannabein og munir
Seinni hluti umfjöllunar okkar um heiðnar grafir á Íslandi (kuml) og hvað við getum lært af þeim um fyrstu kynslóðir fólks á Íslandi. Af hverju var fólk grafið með hluti og dýr? Hvað geta mannabein sagt okkur um einstaklinginn og samfélagið? Af hverju fannst Arthuri hola undir rafmagnsstaur svona grunsamleg? Hvað fann Snædís undir steini á Seyðisfirði? Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði
Show more...
10 months ago
1 hour 43 minutes 59 seconds

Moldvarpið
2. Heiðnar grafir á Íslandi I: Á árabát til Ásgarðs
Fyrri hluti umfjöllunar okkar um heiðnar grafir á Íslandi og hvað við getum lært af þeim um fyrstu kynslóðir fólks á Íslandi. Hvað eru kuml? Hvernig finnast þau? Hvað segja Íslendingasögurnar um greftrun á víkingaöld? Af hverju að láta grafa sig í bát? Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði
Show more...
11 months ago
1 hour 11 minutes 59 seconds

Moldvarpið
1. Þjórsárdalur: Pompeii Íslands?
Seiðandi máttur Þjórsárdals hefur laðað að sér fornleifafræðinga í meira en öld. Hvers vegna? Hvað er að finna þar? Á Þjórsárdalur eitthvað skylt við Pompeii? Fyrsti þáttur Moldvarpsins fjallar um norrænan leiðangur fornleifafræðinga í Þjórsárdal árið 1939. Aðdragandinn, uppgröfturinn, fornleifafræðingarnir, niðurstöðurnar, dramað og stríðið. Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði
Show more...
11 months ago
1 hour 51 minutes 48 seconds

Moldvarpið
0. Kynningarþáttur
Kynningarþáttur Moldvarpsins þar sem Arthur og Snædís kynna sig og fagið, fara yfir algengar spurningar, mýtur varðandi fornleifafræði og við hverju hlustendur mega búast í komandi þáttum. Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði
Show more...
11 months ago
48 minutes 42 seconds

Moldvarpið
Steinkista Páls Jónssonar Skálholtsbiskups (d. 1211) var talin goðsögn eða með öllu týnd þar til hún fannst óvænt við fornleifarannsókn í Skálholti 1954. Hver var Páll biskup? Af hverju var hrúga af brenndum beinum í kistunni? Af hverju að grafa sig í 730 kg steinhnullungi? Hvernig týnist eða gleymist slík gröf? Snædís reynir að reikna út hvað bygging grafhýsis kostaði á 13. öld. Arthur verður að fá svör við því nákvæmlega hversu mikið af heilögum Þorláki var komið fyrir í heilaga Þorláksskríninu. Þessar vangaveltur og margt margt fleira í þessum þætti Moldvarpsins! Það er "fullkomlega egypzk stemming" í þessum þætti svo komið ykkur vel fyrir, heyrnatól í eyrun og popp í skál. Njótið! Moldvarpið fer eftir þennan þátt í pásu í einhvern tíma en við komum vonandi bráðlega aftur með brakandi fornt efni fyrir ykkur. Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði.