Við höldum áfram að tala við kennara sem tóku þátt í EECERA ráðstefnunni í Brighton í ágúst. Í þættinum segja þær Eyrún Bjarnadóttir, leikskólakennari í Múlaborg, og Regína Laufdal Aðalsteinsdóttir, leikskólakennari í Suðurborg, okkur frá Erasmus+ verkefninu BeIn sem gengur út á það að byggja upp traust með foreldrum.
Límónutréð hitti Adrijönu Visnjic-Jevtic á EECERA ráðstefnunni í Brighton. Adrijana er dósent við háskólann í Zagreb, Króatíu. Hún er einnig forseti evrópudeildar OMEP samtakanna. Í þættinum segir Adrijana okkur frá rannsóknaráherslum sínum og starfi OMEP
Í þættinum segja þær Harpa Kolbeinsdóttir, leikskólastjóri í Stekkjarási og Unnur Henrysdóttir, leikskólakennari í Marbakka, okkur frá ráðstefnunni Vöxum saman sem haldin verður í Skátaheimilinu í Hafnarfirði 1. nóvember n.k.
Skráning fer fram í gegnum netfangið voxumsaman@gmail.com
Límónutréð fór á EECERA ráðstefnu í Brighton í byrjun september s.l. og tók upp nokkra þætti. Í þessum þætti hittum við nokkra íslenska þátttakendur og heyrum hvernig þeirra upplifun var af ráðstefnunni.
Næsta ráðstefna EECERA verður í lok ágúst 2025 í Bratislava, Slovakiu
Límónutréð heimsótti Hugrúnu Helgadóttur leikskólakennara í leikskólanum Jötunheimum á Selfossi. Hugrún sagði okkur frá meistararannsókn sinni sem heitir Ærslaleikur ungra barna: óþarfa hamagangur eða fyrstu skref í samleik?
Límónutréð heimsótti Kerhólsskóla á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi og hitti leikskólakennarana Emilíu Lilju Rakelar Gilbertsdóttur og Sigríði Þorbjörnsdóttur. Þær sögðu okkur frá innleiðingu flæðis í leikskólastarf Kerhólsskóla, en hann er samrekinn leik-og grunnskóli.
Emilía Lilja og Sigríður hafa einnig skrifað grein í Netlu ásamt Ingibjörgu Ósk um ferlið:
Límónutréð heimsótti Indu Björk Gunnarsdóttur, leikskólastjóra í Kiðagili á Akureyri. Hún sagði okkur sína sögu og hvernig stefnt er að því að hafa leikskólann án eiturefna.
Í þættinum segir Ingibjörg Sólrún Ágústsdóttir, leikskólakennari í Urðarhóli, frá meistaraprófsverkefni sínu sem heitir: Sönglög til málörvunar í íslensku: með börnum af pólskum uppruna.
Lögin og fleira efni má nálgast á vefnum: krakkakunst.com
Samtal við Jennýju Dagbjörtu Gunnarsdóttur, þróunarfulltrúa leikskóla í Hafnarfirði
Samtal við Önnu Elísu Hreiðarsdóttur, lektor við Kennaradeild Háskólans á Akureyri
Í þættinum fjalla þær Alison Clark og Kari Carlsen um hæglæti í leikskólastarfi. Þær heimsóttu Ísland vorið 2023 og Límónutréð var svo heppið að ná samtali við þær.
Í þættinum segir Linda Ósk Sigurðardóttir, sérkennslustjóri í leikskólanum Hlíð í Reykjavík, okkur frá meistararannsókn sinni. Linda Ósk lauk meistaranámi í starfstengdri leiðsögn og kennsluráðgjöf við Menntavísindasvið HÍ og í rannsókninni skoðaði hún móttöku og leiðsögn nýs starfsfólks í leikskóla.
Í þættinum heimsækjum við leikskólann Iðavöll á Akureyri og tölum við Önnu Lilju Sævarsdóttur leikskólastjóra. Við fórum um víðan völl enda á leikskólinn sér langa sögu og margt áhugavert er framundan í starfinu, t.d. eru kennarar að taka þátt í nýju verkefni sem tengist hæglæti og fljótlega verður opnuð ungbarnadeild í húsnæði grunnskóla í hverfinu.
Í þættinum segir Fríða Bjarney Jónsdóttir, deildarstýra Nýsköpunarmiðju menntamála hjá Skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar, okkur frá starfi sínu. Fríða Bjarney segir okkur einnig frá doktorsrannsókn sinni sem þar sem hún skoðar námsrými fjöltyngdra barna í leikskólum. Þar sem Barnamenningarhátíð stendur nú yfir í Reykjavík, endum við á lagi hátíðarinnar 2023, Kæri heimur með hljómsveitinni Flott
Í þættinum segja þau Íris Hrönn Kristinsdóttir og Gunnar Gíslason okkur frá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Þar er unnið að ýmsum áhugaverðum verkefnum sem m.a. tengjast leikskólastiginu.
Límónutréð heimsótti Dr. Rannveigu Oddsdóttur, lektor við Háskólann á Akureyri. Hennar sérsvið er málþroski og læsi og í þættinum fjallar hún um sínar rannsóknir sem tengjast málörvun og læsi í leikskólum.
Í þessum þætti heimsækjum við leikskólann Ugluklett í Borgarnesi þar sem unnið er í út frá kenningu Mihaly Csikszentmihalyi um Flæði og hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði. Þær Kristín Gísladóttir, leikskólastjóri og Elín Friðriksdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, sögðu okkur frá starfinu í Uglukletti og hvernig það hefur þróast frá opnun leikskólans árið 2007.
Í þættinum segja þær Ína Dögg Eyþórsdóttir, Dr. Anna Magnea Hreinsdóttir og Dr. Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir frá raunfærnimati í leikskólakennaranámi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Um þessar mundir er verið að meta þróunarverkefni um raunfærnimat sem unnið var á þessu skólaári og taka ákvarðanir um næstu skref.
Í þessum þætti kynnumst við Bryndísi Gunnarsdóttur, leikskólakennara frá Ísafirði og doktorsnema við Menntavísindasvið. Hún segir okkur frá dokotorsverkefninu sínu þar sem hún skoðar samskipti tveggja ára leikskólabarna.
Í þættinum segir Dr. Hrönn Pálmadóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, okkur frá rannsóknum sínum sem tengjast yngtu leikskólabörnunum. Hvað þarf að hafa í huga þegar leikskólastarf fyrir yngstu börnin er skipulagt?