
Í þessum þætti kynni kynnumst við Önnu Margréti Jakobsdóttur Hjarðar – sveitastelpu frá Borgarfirði eystra.
Anna Margrét stendur nú á stórum tímamótum í lífi sínu, því á næstu dögum fer hún í hjáveituaðgerð í Svíþjóð.
Áratuga reynsla af fordómum innan heilbrigðiskerfisins hefur kennt henni að standa með sjálfri sér – en það var ekki fyrr en hún hitti Erlu Gerði Sveinsdóttur hjá Mín besta heilsa að hún fékk loks skýringar á því hvers vegna hún hafði ekki getað létt sig.
Í þessum fyrsta þætti fáum við að heyra hennar sögu – allt frá æsku í sveitinni og til dagsins í dag, en þegar þetta viðtal er tekið upp eru aðeins nokkrir dagar í aðgerð.
Við munum halda áfram að fylgjast með Önnu Margréti og hennar ferli og er planið að spjalla við hana aftur þegar um mánuður er liðinn frá aðgerðinni.