All content for Ólafssynir í Undralandi is the property of Útvarp 101 and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Kæru vinir. Enn einn mánudagsþáttuinn. Við afsökum þetta auðvitað og færum ykkur rosalegan þátt að launum. Ekki fara í fýlu út í okkur <3.
Þessi þáttur er eiginlega eintóm sýra frá a-ö. Meiri föstudagsþáttur en sunnudags, svo afhverju þá ekki að gefa hann út á föstudegi? Vonum að þið hlustið til enda. Elskum ykkur öll.
Án þess að hljóma eitthvað sérstaklega svartsýnir þá er óneitanlega uppi sú staða að heimurinn er að sturlast. Ólafssynir velta vöngum yfir þessu og stöðu Íslands í allri þessari ringulreið eins og þeim einum er lagið. Athugið að þátturinn er tekinn upp fyrir viku síðan svo margt gæti hafa breyst. Elskum ykkur öll.
Hormón er eitthvað merkilegasta fyrirbærið þarna úti og býður upp á fjöldan allan af kanínuholum. Ólafssynir féllu ofan í eina þeirra en eftir hlustun á þáttinn ættuð þið að vera sannfærð um að við lifum í sýndarveruleika.
Gleðilegan sunnudag kæru Undralendingar. Í þætti dagsins förum við um víðan völl, allt frá vítamínum yfir í kynlíf. Ekki missa af Undralestinni þennan sunnudaginn kæru vinir.
Já kæru vinir. Kvíðinn kemur og kvíðinn fer. Kvíðinn kemur aftan að manni þegar síst skyldi og hlífir engum. Þessi þáttur fjallar þó um alls konar og er mjög skemmtilegur. Fleira var það ekki.
Nýverið kom upp sú hugmynd hvort einhverfir byggju yfir þeim hæfileikum að geta lesið hugsanir. Að sjálfsögðu er þetta kenning á þessu stigi en hvað vitum við? Getur verið að því einhverfari sem manneskja er því líklegri sé hún til að geta lesið hugsanir? Sjáum hvað setur.
Í þætti dagsins förum við á dýpið og spyrjum okkur spurninga sem fæstir spyrja sig. Munið það þó, gott fólk, að við eigum öll okkar sannleik. Eigiði yndislega viku.
Hélduði að við værum hættir með dómsdagsspár? Aldeilis ekki. Það vill svo til að Krýsuvíkureldstöðin hefur legið í dvala í um 900 ár og gárungar tala nú um að hún sé komin á tíma. Hvað það mun þýða fyrir borgarbúa er erfitt að segja en í þættinum gera Ólafssynir sitt besta í sviðsmyndagreiningu á þessum ógnvænlega atburði.
Kæru vinir nær og fjær! Við óskum ykkur gleðilegs sunnudags og færum ykkur þennan þátt úr smiðju Undralandsins á silfurfati. Verði ykkur að góðu og njótið dagsins.
Það var góð orka í Undralandinu í dag þar sem ýmsar umræður áttu sér stað. Aron spreytir sig m.a. á spurningum úr Ungfrú Ísland, en það er vægast sagt ólíklegt að hann muni stíga á svið í síðkjól í bráð. Eigiði dásamlegan sunnudag elsku vinir og munið að vera góð hvort við annað.
Gleðilegan sunnudag gott fólk. Ekki láta eftirsjá vera hluti af þínu lífi. Ekki heldur trúa öllu sem þú heyrir. Fleira var það ekki frá Ólafssonum, nema það sem kemur fram í þættinum.