Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.
Frá því að hann tók við embætti forseta hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.
Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.
Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.
Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.
Frá því að hann tók við embætti forseta hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.
Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.
Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.
Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Varaforseti Bandaríkjanna er kaþólskari en Páfinn. Hann fann trúna fyrir örfáum árum, skírðist til kaþólskrar trúar og segir það móta mjög sýn sína á pólitík. Áður en J.D. Vance hélt inn á hið pólitíska svið var hann metsöluhöfundur. Árið 2016 gaf hann út Hillbilly Elegy, þar sem hann lýsir uppvexti sínum í Ohio og Kentucky, þar sem hann bjó við óöruggar heimilisaðstæður en með hjálp ömmu sinnar og afa rættist úr honum. Það rættist ansi vel úr honum, eftir fjögur ár í hernum og tvö í háskóla hlaut Vance inngöngu í laganám hins virta Yale-skóla. Þar kynntist hann örlagavaldi í sínu lífi, fjárfestinum Peter Thiel. Vance á marga vini í Kísildalnum og það mætti segja að hann tengi saman tæknigeirann og þjóðernispopúlistana sem fylkja sér á bak við Trump.
Efni sem var notað við gerð þáttarins:
Sjálfævisagan Hillbilly Elegy eftir J.D. Vance (2016)
Aðrir textar og viðtöl við J.D. Vance:
How I joined the resistance -
https://thelampmagazine.com/blog/how-i-joined-the-resistance
JD Vance speaks at private Teneo Network Event, Sept 21
https://www.youtube.com/watch?v=XU7n4id7uSM
JD Vance on his faith and Trumps most controversial policies
https://www.nytimes.com/2025/05/21/opinion/jd-vance-pope-trump-immigration.html
Regime Change and the Future of Liberalism | Patrick Deneen, JD Vance Kevin Roberts & Christine Emba
https://www.youtube.com/watch?v=2ZbsiKEhy-8&t=2943s
Ræða á American dynamism-conference
https://www.presidency.ucsb.edu/documents/remarks-the-vice-president-the-american-dynamism-summit
Greinar um J.D. Vance og hugmyndir hans:
How (and why) J.D. Vance does it
https://www.economist.com/united-states/2025/04/03/how-and-why-jd-vance-does-it
What is postliberalism? How a Catholic intellectual movement influenced JD Vance’s political views
https://www.pbs.org/newshour/politics/what-is-postliberalism-how-a-catholic-intellectual-movement-influenced-jd-vances-political-views
Pope Francis and JD Vance clash over “ordo amoris”
https://www.ncregister.com/cna/pope-francis-vance-clash-over-ordo-amoris
The rise of pronatalism
https://www.theguardian.com/us-news/2025/mar/11/what-is-pronatalism-right-wing-republican
The talented J.D. Vance
https://www.theatlantic.com/magazine/archive/2025/07/jd-vance-reinvention-power/682828/
J.D. Vance's short career in venture capital
https://www.axios.com/2024/07/16/jd-vance-venture-capital-career
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Á dögunum var David Sacks útnefndur gervigreindar og rafmynta-keisara hvíta hússins, semsagt helsti ráðgjafi Trump í þessum málefnum. Sacks er gamall skólafélagi Peter Thiel og JD Vance hefur sagt hann sinn nánasta félaga í Kísildalnum.
Sacks eignaðist umtalsverða peninga eftir að hann tók þátt í að koma Paypal á koppinn, og hefur æ síðan verið áhugasamur um rafmyntir.
Í þessum þætti sökkvum við okkur ofan í heim rafmynta og þá hugmyndafræði sem liggur honum til grundvallar - trúna á að tími ríkisvalds og skattheimtu sé að líða undir lok. Þessar hugmyndir koma meðal annars fram í forvitnilegri bók frá 1997 Sovereign Individual eftir þá William Rees-Mogg og James Dale Davidson.
Við fáum stutt innlegg frá Eiríki Inga Magnússyni áhugamanni um Bitcoin og Gylfa Magnússyni hagfræðiprófessor.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Fjórði þátturinn er með óvenjulegu sniði. Við fáum til okkar viðmælendur sem hjálpa okkur að skilja stofnun bandaríska lýðveldisins og frjálslyndisstefnuna, liberalismann, sem Peter Thiel og fleiri álíta að sé komin á endastöð.
Viðmælendur: Sveinn Máni Jóhannesson sagnfræðingur og Páll Rafnar Þorsteinsson heimspekingur.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Við fjöllum við um þýsk-amerísk-nýsjálenska fjárfestinn Peter Thiel, læriföður varaforsetans JD Vance og fyrsta áhrifamanninn úr Silicon Valley sem studdi við Donald Trump.
Það efni sem við notuðum við gerð þáttarins var meðal annars eftirfarandi:
Textar eftir Peter Thiel:
- Zero to One: Notes on Startups, Or How to Build the Future (2014)
- Education of a Libertarian (2009):
https://www.cato-unbound.org/2009/04/13/peter-thiel/education-libertarian/
- The Straussian Moment (2007):
https://gwern.net/doc/politics/2007-thiel.pdf
Viðtöl við Thiel:
- Triumph of the Counter-Elites (2024):
https://podcastnotes.org/honestly-with-bari-weiss/peter-thiel-on-the-triumph-of-the-counter-elites-honestly-with-bari-weiss/
- Peter Thiel is taking a break from democracy (2023):
https://www.theatlantic.com/politics/
archive/2023/11/peter-thiel-2024-election-politics-investing-life-views/675946/
- The state contains violence (2023):
https://www.youtube.com/watch?v=qh_nxwTwKrg
Umfjallanir blaðamanna um Thiel
- Ævisagan The Contrarian: Peter Thiel and Silicon Valley's Pursuit of Power (2019) eftir Max Chafkin.
- Inside the New Right, Where Peter Thiel Is Placing His Biggest Bets (2022):
https://www.vanityfair.com/news/2022/04/inside-the-new-right-where-peter-thiel-is-placing-his-biggest-bets
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.