Home
Categories
EXPLORE
Society & Culture
Comedy
True Crime
History
Education
Business
Health & Fitness
About Us
Contact Us
Copyright
© 2024 PodJoint
Loading...
0:00 / 0:00
Podjoint Logo
MO
Sign in

or

Don't have an account?
Sign up
Forgot password
https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts211/v4/0c/ea/a8/0ceaa809-e712-ba87-36f9-1a0f83542924/mza_6326646647396102665.jpeg/600x600bb.jpg
Konungssinnar í Kísildal
RÚV Hlaðvörp
10 episodes
2 months ago

Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.

Frá því að hann tók við embætti forseta hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.


Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.


Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.

Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.


Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.


Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Show more...
Documentary
Society & Culture,
News,
Politics,
Tech News
RSS
All content for Konungssinnar í Kísildal is the property of RÚV Hlaðvörp and is served directly from their servers with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.

Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.

Frá því að hann tók við embætti forseta hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.


Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.


Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.

Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.


Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.


Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Show more...
Documentary
Society & Culture,
News,
Politics,
Tech News
Episodes (10/10)
Konungssinnar í Kísildal
10. Sæðisgjafinn Elon Musk
Elon Musk hefur lýst yfir mikilli vanþóknun á nýju frumvarpi Bandaríkjaforseta, Big, Beautiful Bill, því það mun auka ríkisútgjöld og vinna gegn þeirri miklu niðurskurðarvinnu sem Musk og liðsmenn hans í DOGE, hagræðingahópnum, hafa staðið í síðastliðna 130 daga. Hvort þetta þýði að áhrif Musks fari minnkanndi í Hvíta Húsinu á eftir að koma í ljós. En fyrir hvað stendur hann, fyrir hverju berst hann og á hvað trúir hann? Hvernig tengist nýlenda á Mars börnunum 14?

Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Show more...
2 months ago
1 hour 12 minutes 14 seconds

Konungssinnar í Kísildal
9. Guðfræðingurinn J.D. Vance

Varaforseti Bandaríkjanna er kaþólskari en Páfinn. Hann fann trúna fyrir örfáum árum, skírðist til kaþólskrar trúar og segir það móta mjög sýn sína á pólitík. Áður en J.D. Vance hélt inn á hið pólitíska svið var hann metsöluhöfundur. Árið 2016 gaf hann út Hillbilly Elegy, þar sem hann lýsir uppvexti sínum í Ohio og Kentucky, þar sem hann bjó við óöruggar heimilisaðstæður en með hjálp ömmu sinnar og afa rættist úr honum. Það rættist ansi vel úr honum, eftir fjögur ár í hernum og tvö í háskóla hlaut Vance inngöngu í laganám hins virta Yale-skóla. Þar kynntist hann örlagavaldi í sínu lífi, fjárfestinum Peter Thiel. Vance á marga vini í Kísildalnum og það mætti segja að hann tengi saman tæknigeirann og þjóðernispopúlistana sem fylkja sér á bak við Trump.


Efni sem var notað við gerð þáttarins:

Sjálfævisagan Hillbilly Elegy eftir J.D. Vance (2016)


Aðrir textar og viðtöl við J.D. Vance:

How I joined the resistance -

https://thelampmagazine.com/blog/how-i-joined-the-resistance

JD Vance speaks at private Teneo Network Event, Sept 21

https://www.youtube.com/watch?v=XU7n4id7uSM

JD Vance on his faith and Trumps most controversial policies

https://www.nytimes.com/2025/05/21/opinion/jd-vance-pope-trump-immigration.html

Regime Change and the Future of Liberalism | Patrick Deneen, JD Vance Kevin Roberts & Christine Emba

https://www.youtube.com/watch?v=2ZbsiKEhy-8&t=2943s

Ræða á American dynamism-conference

https://www.presidency.ucsb.edu/documents/remarks-the-vice-president-the-american-dynamism-summit


Greinar um J.D. Vance og hugmyndir hans:

How (and why) J.D. Vance does it

https://www.economist.com/united-states/2025/04/03/how-and-why-jd-vance-does-it

What is postliberalism? How a Catholic intellectual movement influenced JD Vance’s political views

https://www.pbs.org/newshour/politics/what-is-postliberalism-how-a-catholic-intellectual-movement-influenced-jd-vances-political-views

Pope Francis and JD Vance clash over “ordo amoris”

https://www.ncregister.com/cna/pope-francis-vance-clash-over-ordo-amoris

The rise of pronatalism

https://www.theguardian.com/us-news/2025/mar/11/what-is-pronatalism-right-wing-republican

The talented J.D. Vance

https://www.theatlantic.com/magazine/archive/2025/07/jd-vance-reinvention-power/682828/

J.D. Vance's short career in venture capital

https://www.axios.com/2024/07/16/jd-vance-venture-capital-career


Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Show more...
2 months ago
57 minutes 9 seconds

Konungssinnar í Kísildal
8. Þeir ætla að lifa að eilífu
Í áttunda þættinum sökkvum við okkur ofan í baráttuna gegn dauðanum sem er háð þessa dagana í Kísildalnum og mögulega í heilbrigðisráðuneyti Donalds Trump. Peter Thiel, Jeff Bezos, Sam Altman og fleiri tækniforstjórar moka peningum í rannsóknir á langlífi. Þeir ætla að lifa að eilífu. Andlit þessarar hugmyndafræði er Bryan Johnson, undir formerkjunum Don’t Die, ekki deyja. Við skoðum tengsl Trans-húmanisma við MAHA-hreyfinguna svokölluðu, Make America Healthy Again.

Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Show more...
4 months ago
51 minutes 54 seconds

Konungssinnar í Kísildal
7. Hannes Hólmsteinn og bandaríska hægrið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði og hefur sérhæft sig í frjálshyggju. Hann þekkir til í Silicon Valley, hefur hitt Peter Thiel og einnig marga helstu hugsuði frjálshyggjunnar. Hann hefur rætt við Thatcher og Hayek og Milton Friedman. Fáir þekkja hægristefnuna jafn vel og hafa barist jafn mikið fyrir sjónarmiðum frjálshyggjunnar hér á landi, í ræðu og riti. Við ræðum Trump-stjórnina, ólíkar stefnur innan bandaríska hægrisins, muninn á frjálshyggju og liberalisma (sem er víst það sama) og Kísildalinn.

Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Show more...
4 months ago
54 minutes 8 seconds

Konungssinnar í Kísildal
6. Crypto-keisarinn David Sacks

Á dögunum var David Sacks útnefndur gervigreindar og rafmynta-keisara hvíta hússins, semsagt helsti ráðgjafi Trump í þessum málefnum. Sacks er gamall skólafélagi Peter Thiel og JD Vance hefur sagt hann sinn nánasta félaga í Kísildalnum.


Sacks eignaðist umtalsverða peninga eftir að hann tók þátt í að koma Paypal á koppinn, og hefur æ síðan verið áhugasamur um rafmyntir.


Í þessum þætti sökkvum við okkur ofan í heim rafmynta og þá hugmyndafræði sem liggur honum til grundvallar - trúna á að tími ríkisvalds og skattheimtu sé að líða undir lok. Þessar hugmyndir koma meðal annars fram í forvitnilegri bók frá 1997 Sovereign Individual eftir þá William Rees-Mogg og James Dale Davidson.


Við fáum stutt innlegg frá Eiríki Inga Magnússyni áhugamanni um Bitcoin og Gylfa Magnússyni hagfræðiprófessor.



Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Show more...
4 months ago
52 minutes 5 seconds

Konungssinnar í Kísildal
5. Starfsneminn Marc Andreessen
Í þætti dagsins kynnum við okkur hugmyndir fjárfestisins Marc Andreessen. Marc hefur þangað til nýlega verið yfirlýstur demókrati en nú styður hann Trump. Hann tók þátt í því að hjálpa Trump að velja inn starfsfólk í nýju Trump-stjórnina og kallar sig ólaunaðan lærling hjá D.O.G.E. Hvað gerðist? Hverjar eru skoðanir Marc Andreessen, sem hefur stundum verið kallaður hugmyndafræðingur Kísildalsins?

Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Show more...
5 months ago
54 minutes 49 seconds

Konungssinnar í Kísildal
4. Libbar og amerískt lýðræði

Fjórði þátturinn er með óvenjulegu sniði. Við fáum til okkar viðmælendur sem hjálpa okkur að skilja stofnun bandaríska lýðveldisins og frjálslyndisstefnuna, liberalismann, sem Peter Thiel og fleiri álíta að sé komin á endastöð.


Viðmælendur: Sveinn Máni Jóhannesson sagnfræðingur og Páll Rafnar Þorsteinsson heimspekingur.



Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Show more...
5 months ago
1 hour 7 minutes 58 seconds

Konungssinnar í Kísildal
3. Borgarskipulagsfræðingurinn Balaji Srinivasan
Við fjöllum um útópískar hugmyndir Kísildalsins, meðal annars Netríkið, Network State, sem Balaji Srinivasan hefur talað fyrir. Við ræðum meðal annars GAZA Inc, Prospera og tilraunir Praxis til að kaupa Grænland.

Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Show more...
5 months ago
55 minutes 17 seconds

Konungssinnar í Kísildal
2. Bloggarinn Curtis Yarvin
Curtis Yarvin er tölvunarfræðingur og bloggari. Hann er líka maður myrku upplýsingarinnar, eða Dark Enlightenment og hann hefur lengi talað fyrir því að Bandaríkin þurfi að taka upp konungsveldi. Við kynnum okkur hugmyndir Curtis Yarvin eða Mencious Moldbug, eins og hann kallaði sig áður, og tengsl hans við Hvíta húsið.

Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Show more...
5 months ago
53 minutes 17 seconds

Konungssinnar í Kísildal
1. Frumkvöðullinn Peter Thiel

Við fjöllum við um þýsk-amerísk-nýsjálenska fjárfestinn Peter Thiel, læriföður varaforsetans JD Vance og fyrsta áhrifamanninn úr Silicon Valley sem studdi við Donald Trump.


Það efni sem við notuðum við gerð þáttarins var meðal annars eftirfarandi:


Textar eftir Peter Thiel:


- Zero to One: Notes on Startups, Or How to Build the Future (2014)


- Education of a Libertarian (2009):


https://www.cato-unbound.org/2009/04/13/peter-thiel/education-libertarian/


- The Straussian Moment (2007):


https://gwern.net/doc/politics/2007-thiel.pdf


Viðtöl við Thiel:


- Triumph of the Counter-Elites (2024):


https://podcastnotes.org/honestly-with-bari-weiss/peter-thiel-on-the-triumph-of-the-counter-elites-honestly-with-bari-weiss/


- Peter Thiel is taking a break from democracy (2023):


https://www.theatlantic.com/politics/


archive/2023/11/peter-thiel-2024-election-politics-investing-life-views/675946/


- The state contains violence (2023):


https://www.youtube.com/watch?v=qh_nxwTwKrg


Umfjallanir blaðamanna um Thiel


- Ævisagan The Contrarian: Peter Thiel and Silicon Valley's Pursuit of Power (2019) eftir Max Chafkin.


- Inside the New Right, Where Peter Thiel Is Placing His Biggest Bets (2022):


https://www.vanityfair.com/news/2022/04/inside-the-new-right-where-peter-thiel-is-placing-his-biggest-bets



Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Show more...
5 months ago
54 minutes 16 seconds

Konungssinnar í Kísildal

Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.

Frá því að hann tók við embætti forseta hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.


Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.


Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.

Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.


Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.


Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.