
Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu DMI og fv. formaður SAF, og Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventure, ræða um stöðu og framtíðarþróun ferðaþjónustunnar, samkeppnina við önnur ríki og samkeppnishæfni Íslands, um vöxtinn sem hefur orðið í greininni og hvaða áhrif hann hefur haft á bæði efnahagslífið og samfélagið, hvað megi betur fara, aðkomu stjórnvalda sem virðist ekki alltaf vita hvað þau vilja gera við atvinnugreinina annað en að skattleggja hana og margt fleira.