
Fjölmiðlamennirnir Frosti Logason og Hermann Nökkvi Gunnarsson ræða um Charlie Kirk, sem var myrtur í síðustu viku, þau áhrif sem hann hafði á ungt fólk bæði Vestanhafs og víða um heim, þær skoðanir sem hann setti fram og hélt á lofti, viðbrögðin við andláti hans, tilraunir fjölmiðla til að mála upp dökka mynd af honum og fleira. Þá er einnig rætt um umræðuhefðina og þörfina á heilbrigðum skoðanaskiptum, hver hefur leyfi til að skilgreina hvað má segja og hvað ekki.