Home
Categories
EXPLORE
True Crime
Comedy
Society & Culture
Business
Sports
History
Music
About Us
Contact Us
Copyright
© 2024 PodJoint
00:00 / 00:00
Sign in

or

Don't have an account?
Sign up
Forgot password
https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts211/v4/aa/bb/d8/aabbd842-0f76-ed62-86b2-99f458e88679/mza_7591256739184373840.jpg/600x600bb.jpg
Góðar sögur
Heklan og Markaðsstofa Reykjaness
32 episodes
8 months ago
Hann var lágvaxinn og seinn til í þroska sem lá þungt á honum á unglingsárum. Það fyllti hann eldmóð til þess að leggja ennþá harðar að sér og sanna sig. Þetta hefur verið rauður þráður í ferli Njarðvíkingsins Elvars Friðrikssonar, landsliðsmanns og atvinnumanns í körfubolta. Hann tekst á við áskoranir með jákvæðni og auðmýkt að leiðarljósi. Elvar hefur átt áhugaverðan feril í atvinnumennsku þar sem hann hefur m.a. verið kjörinn besti leikmaður sænsku og litháísku deildanna. Hann leikur nú Í ...
Show more...
Society & Culture
Arts,
Sports
RSS
All content for Góðar sögur is the property of Heklan og Markaðsstofa Reykjaness and is served directly from their servers with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Hann var lágvaxinn og seinn til í þroska sem lá þungt á honum á unglingsárum. Það fyllti hann eldmóð til þess að leggja ennþá harðar að sér og sanna sig. Þetta hefur verið rauður þráður í ferli Njarðvíkingsins Elvars Friðrikssonar, landsliðsmanns og atvinnumanns í körfubolta. Hann tekst á við áskoranir með jákvæðni og auðmýkt að leiðarljósi. Elvar hefur átt áhugaverðan feril í atvinnumennsku þar sem hann hefur m.a. verið kjörinn besti leikmaður sænsku og litháísku deildanna. Hann leikur nú Í ...
Show more...
Society & Culture
Arts,
Sports
Episodes (20/32)
Góðar sögur
Elvar Már Friðriksson
Hann var lágvaxinn og seinn til í þroska sem lá þungt á honum á unglingsárum. Það fyllti hann eldmóð til þess að leggja ennþá harðar að sér og sanna sig. Þetta hefur verið rauður þráður í ferli Njarðvíkingsins Elvars Friðrikssonar, landsliðsmanns og atvinnumanns í körfubolta. Hann tekst á við áskoranir með jákvæðni og auðmýkt að leiðarljósi. Elvar hefur átt áhugaverðan feril í atvinnumennsku þar sem hann hefur m.a. verið kjörinn besti leikmaður sænsku og litháísku deildanna. Hann leikur nú Í ...
Show more...
8 months ago
1 hour 17 minutes

Góðar sögur
Jón Kalman
Jón Kalman hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín og hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn helsti skáldagnahöfundur landsins og hafa bækur hans komið út á fjölmörgum tungumálum. Hann flutti til Keflavíkur 12 ára gamall sem hann taldi verstu örlög í heimi og mótmælti harðlega með bréfi sem fékk litlar undirtektir. Þá einsetti hann sér að aðlagast alls ekki samfélaginu sem tókst framan af en að endingu lét hann undan. Keflavík hefur verið sögusviðið í skáldsögum hans en ek...
Show more...
9 months ago
1 hour 35 minutes

Góðar sögur
Ingibergur Þór Jónasson
Umhverfið í kringum heimaslóðirnar í Grindavík hefur alltaf verið griðarstaður fyrir Ingiberg Þór Jónasson ljósmyndara. Náttúran veitir honum hugarró og jafnvægi í lífsins ólgusjó. Hann fór fyrst á sjóinn um fermingaraldur og lærði þar heilmargt. Hann háði baráttu við Bakkus og missti móður sína ungur að árum. Í dag er hann ljósmyndari í heimsklassa og hálfgerður talsmaður Grindavíkur þar sem hann er við stjórnartaumana hjá körfuboltaliðum félagsins.
Show more...
9 months ago
1 hour 8 minutes

Góðar sögur
Garðar Örn Arnarson
Örlögin höguðu því þannig að hann skráði sig í kvikmyndaskóla þegar hann var við það að stimpla sig út úr námi. Þrennum Edduverðlaunum síðar er Garðar Örn Arnarson einn afkastamesti kvikmyndagerðamaður Íslands og brautryðjandi þegar kemur að gerð íþróttaefnis á Íslandi. Hann er einn harðasti Keflvíkingur landsins og finnst hvergi betra að vera en í bítlabænum. Sem strákur flutti hann til Hafnafjarðar en hélt þú áfram að æfa körfubolta í Keflavík og mætti á alla leiki sem vatnsberi. Hann er gu...
Show more...
10 months ago
1 hour 11 minutes

Góðar sögur
Una Steinsdóttir
Hún hefur ástríðu fyrir lífinu og þykir vænt um fólk.Una Steinsdóttir er einn af helstu stjórnendum Íslandsbanka og að baki fjölda landsleikja í handbolta. Henni finnst best að vera í sókn í lífinu, það þarf í það minnsta að vera gaman.Ef gefur á bátinn horfir hún til himins og veit að allt verður í himnalagi.Góðar sögur eru styrktar af Sóknaráætlun Suðurnesja.
Show more...
10 months ago
1 hour 10 minutes

Góðar sögur
Hólmfríður Árnadóttir
Hún flutti til Suðurnesja fyrir fimm árum síðan og tók þar við stöðu skólastjóra Ssand, hún brennur fyrir velferðarmálum og er alveg einstaklega jákvæð. Við ræddum við Hólmfríði um lífið á Suðurnesjum, sakamálasögur, vegahlaup og að sjálfsögðu um pólitíkina.
Show more...
4 years ago
50 minutes

Góðar sögur
Birgir Þórarinsson
Hann þótti villingur og ekki líklegur til að verða guðfræðingur og virðulegur þingmaður. Það má segja að hann sé 19 aldar maður í hjarta. Hann er strandamaður, óðalsbóndi á Knarranesi á Vatnsleysuströnd þar sem eitt sinn varð til ríkisstjórn. Þar hefur hann byggt sé kirkju. Við ræddum við Birgi Þórarinsson um Keflavík, trúna og að sjálfsögðu pólitíkina.
Show more...
4 years ago
1 hour 50 minutes

Góðar sögur
Vilhjálmur Árnason
Hann var flutningsmaður áfengisfrumvarpsins en sjálfur hefur hann aldrei byrjað að drekka. Hann er sveitastrákur sem endaði á Alþingi með viðkomu í lögreglunni. Í búsáhaldabyltingunni varð hann bókstaflega fyrir fyrir sprengju mótmælenda og sá kima þjóðfélagsins sem hann óraði ekki fyrir að sjá nokkur tíma. Vilhjálmur Árnason segir okkur m.a. hvernig lögreglustarfið nýtist honum nánast daglega í stafi sínu á Alþingi.
Show more...
4 years ago
1 hour 44 minutes

Góðar sögur
Oddný Harðardóttir
Hún verður alltaf samofin Garðinum enda býr hún þar enn á æskuheimili sínu. Þar var lífið oft erfitt í æsku Oddnýjar. Foreldrar hennar skildu þegar hún var táningur og heimilislífið var litað af drykkju föður hennar. Hún missti móður sína sem ung kona og þyrfti að hafa talsvert fyrir því að mennta sig.Það er óhætt að segja að Oddný Harðardóttir sé brautryðjandi. Fyrst kvenna varð hún bæjarstjóri í Garðinum, hún er eina konan sem hefur verið skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hún varð s...
Show more...
4 years ago
1 hour 40 minutes

Góðar sögur
Guðbrandur Einarsson
Guðbrandur Einarsson verslaði fermingarfötin timbraður. Snemma náðu áfengi og kannabisefni sterkum tökum á lífi þessa unga manns sem dreymdi um að verða bóndi. Hann setti tappann í og sneri sér að tónlist, verkalýðsmálum og stjórnmálum. Hann er tvöfaldur tvíburapabbi með sterkar skoðanir og ríka réttlætiskennd.Guðbrandur er hér í einlægu viðtali þar sem hann talar um sigurinn gegn Bakkusi, barnalánið og baráttuna sem stundum fylgir stjórnmálum.
Show more...
4 years ago
1 hour 32 minutes

Góðar sögur
Jóhann Friðrik Friðriksson
Hann þótti uppátækjasamur sem barn og var kallaður Suðurnesjaskelfirinn. Áhugi hans liggur víða og því hefur hann prófað margt og má þar nefna störf við fjölmiðla, uppistand og nám í lýðheilsufræðum en hann starfar í dag sem framkvæmdastjóri Keilis. Hann hefur einlægan áhuga á fólki og því lá beinast við að fara í pólitík, en þar vakti hann m.a. Athygli fyrir vöfflubakstur. Við settumst niður með Jóhanni Friðriki og ræddum við hann um lífið og tilveruna, covid og eldgos - og að sjálfsögð...
Show more...
4 years ago
1 hour 25 minutes

Góðar sögur
Erla Reynisdóttir
Erla Sóley Reynisdóttir er ekki há í loftinu en það háði henni aldrei á körfuboltavellinum enda keppnisskapið mikið hjá þessum "stáldverg" eins og sumir kölluðu hana þegar þeir áttuðu sig á því að undir björtu fasinu bjó einbeittur sigurvilji. Erla var um árabil ein af sterkustu körfuboltakonum ársins og við ræddum við hana um körfuboltann en líka óvænt barnalánið þegar það eina sem hélt þeim hjónum gangandi var vonin.
Show more...
4 years ago
43 minutes

Góðar sögur
Eðvarð Þór Eðvarðsson
Þegar flest okkar eru að vakna þá er Eðvarð Þór að klára útihlaup, nýbúinn með sundæfingu eða jafnvel að klára 18. holu í Leirunni. Slíkur er metnaðurinn og drifkrafturinn. Hann hækkaði ránna í sundíþróttinni á Íslandi við aðstæður sem ekki teldust sæmandi í dag. Átta ára byrjar hann að svamla í 12 metra sundlaug í Njarðvík en áratug síðar var hann meðal bestu sundmanna heims og á leið á Ólympíuleika. Hann hætti svo að synda 22 ára og þyngdist um 30 kíló á nokkrum mánuðum. Auk þess komst hann...
Show more...
4 years ago
2 hours 2 minutes

Góðar sögur
Páll Ketilsson
Hann stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki aðeins 20 ára gamall og það er enn sprelllifandi - og það á sömu kennitölu. Það má segja að Víkurfréttir séu sannkallað fjölskyldufyrirtæki. Flestir þekkja fjölmiðlamanninn en færri þekkja heimilisfaðirinn, golfarann, frumkvöðulinn og skyrtusölumanninn smekkvísa. Páll segir okkur frá þróun fjölmiðla á 40 ára starfsferli og einstöku sjónarhorni sem hann hefur haft á samfélagið suður með sjó, við heyrum hans sögu.
Show more...
4 years ago
2 hours 7 minutes

Góðar sögur
Helga Sigrún Harðardóttir
Hún hefur komið víða við enda óhrædd við áskoranir hvort það er í námi eða starfi og hún var einu sinni pönkari.Lífið hefur verið allskonar, sorgin knúði dyra þegar eiginmaður hennar lést eftir stutta baráttu við krabbamein og henni var aðeins gefið eitt barn en hún á einstakt samband við dóttur sína sem nú er sjálf orðin mamma.Helga Sigrún Harðardóttir segir okkur frá því hvernig var að verða móðir 16 ára gömul, ævintýrinu í Fjörheimum, útvarpi Bros, einstaklega áhugasömum handavinnukenna&nb...
Show more...
4 years ago
1 hour 30 minutes

Góðar sögur
Harpa Jóhannsdóttir
Hún fór í tónleikaferðalag um heimsálfur með tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur sem var ævintýri fyrir 19 ára básúnuleikara. Harpa segir okkur frá tónlistinni, hjónabandinu og hvernig það er að uppgötva að barnið þitt er ekki eins og önnur börn.
Show more...
4 years ago
1 hour 16 minutes

Góðar sögur
Þráinn Kolbeinsson
Þráinn Kolbeinsson er lærður sálfræðingur en ákvað að venda sínu kvæði í kross og eltast við drauminn - að gerast ljósmyndari. Hann fluttist til Grindavíkur og kynntist þar fegurð Reykjanesskagans sem er einstakur á heimsvísu. Hann segir okkur frá glímunni í Mjölni, jarðhræringum á Reykjanesi, föðurhlutverkinu og fegurðinni á Reykjanesi.
Show more...
4 years ago
49 minutes

Góðar sögur
Kristín Júlla Kristjánsdóttir
Hún er Gervahönnuður sem safnar Edduverðlaunum. Hún var uppreisnargjarn unglingur sem var send í sveitaskóla vestur á Reykjanes. Þar kynntist hún öllum villingunum úr Reykjavík og gerðist pönkari á Hlemmi. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og lætur allt flakka. Hún segir frá því hvernig sundlaugin í Garðinum bjargaði lífi hennar. Hvernig hún kvaddi flíspeysuna og fann köllun sína í förðun þar sem hún skapar ótrúlegar persónur í mörgum af áhrifamestu kvikmyndum Íslandssögunnar. Kvíði ...
Show more...
4 years ago
2 hours 22 minutes

Góðar sögur
Friðrik Árnason
Þrátt fyrir að vera rétt skriðinn yfir fertugt þá hefur Friðrik Árnason verið starfandi í ferðaþjónustu í 30 ár. Um fermingu fór hann hjólandi upp í Leifsstöð þar sem hann fiskaði ferðalanga í svefnpokagistingu í Njarðvíkurskóla. Hann var orðinn umboðsmaður bílaleigunnar Geysis og rekstraraðili að tjaldsvæði áður en hann fékk bílpróf. Tvítugur eyddi hann sumarfríinu einn á bílaleigubíl þar sem hann heimsótti ferðaskrifstofur í Evrópu og landaði samningum. Njarðvíkingurinn sem nú r...
Show more...
4 years ago
1 hour 8 minutes

Góðar sögur
Guðbjörg Glóð Logadóttir
Guðbjörg Glóð Logadóttir á stóran þátt í að breyta viðhorfi okkar Íslendinga gagnvart fiski. Á hennar æskuheimili komst lítið annað að þar sem sem frumkvöðullinn faðir hennar seldi fisk til Ameríku við matarborðið. Hún gekk með hugmyndina um Fylgifiska í maganum í áratug áður en hún lét til skarar skríða. Þessi andlegi, gallharði fisksali segir hér frá æskunni í Keflavík og viðskiptunum auk þess sem hún deilir sögu föður síns sem fékk heilavírus tæplega fimmtugur og varð aldrei samur eftir það.
Show more...
4 years ago
1 hour 39 minutes

Góðar sögur
Hann var lágvaxinn og seinn til í þroska sem lá þungt á honum á unglingsárum. Það fyllti hann eldmóð til þess að leggja ennþá harðar að sér og sanna sig. Þetta hefur verið rauður þráður í ferli Njarðvíkingsins Elvars Friðrikssonar, landsliðsmanns og atvinnumanns í körfubolta. Hann tekst á við áskoranir með jákvæðni og auðmýkt að leiðarljósi. Elvar hefur átt áhugaverðan feril í atvinnumennsku þar sem hann hefur m.a. verið kjörinn besti leikmaður sænsku og litháísku deildanna. Hann leikur nú Í ...