🔗 Frostkastið og Frostbyte á Netinu:
Í öðrum þætti af Froskastinu ræðum við um allt sem tengist lykilorðum. Við förum yfir mikilvægi þess að vera með sterk lykilorð og hvað einkennir þau, mikilvægi fjölþátta auðkenningu og endum svo á að ræða um mismunandi netárásir tengdum lykilorðum.
Froskastið er hlaðvarp frá Frostbyte netöryggisrannsóknarstofunni þar sem nemendur ræða mikilvæg málefni í netöryggi á mannamáli og stundum með spennandi gestum og sérfræðingum.
Í þættinum:
00:00 - Kynning og kynning á efni þáttarins
01:49 - Af hverju erum við með lykilorð?
06:06 - Hvað gerir maður ef maður vill vera með örugg lykilorð sem eru öll mismunandi?
14:01 - Hvað er lykilorðabanki?
19:23 - Hverjar eru helstu netárásirnar sem tengjast lykilorðum og hvernig virka þær?
24:44 - Hvort ætti ég að vera með langt lykilorð eða flókið lykilorð?
🔗 Hlekkir að greinum tengdum umræðuefni þáttarins:
🔗 Frostkastið og Frostbyte á Netinu:
Í þessum fyrsta þætti af Froskastinu kynnum við hlaðvarpið og förum yfir hvað netöryggi er í raun og veru. Við ræðum um mikilvæg efni sem koma fyrir í vetur og hvernig þú getur haldið þér öruggum í síbreytilegum stafrænum heimi.
Froskastið er hlaðvarp frá Frostbyte netöryggisrannsóknarstofunni þar sem nemendur ræða mikilvæg málefni í netöryggi á mannamáli og stundum með spennandi gestum og sérfræðingum.
Í þættinum:
00:00 - Kynning og pælingar
10:48 - Hvað er netöryggi?
17:15 - Af hverju er netöryggi mikilvægt á Íslandi?
29:45 - Netárás á Háskólann í Reykjavík
39:42 - Er manneskjan veikasti hlekkurinn?
43:08 - Hvað er framundan hjá Frostkastinu?