Fjármálakastið snýr aftur eftir smá sumarfrí og er þétt dagskrá fram undan í haust. Í þessum þætti er farið yfir allt það helsta sem fram kom í uppgjörum skráðu félaganna í Kauphöllinni fyrir annan ársfjórðung þessa árs. Helgi Frímannsson fjárfestingaráðgjafi hjá New Iceland Advisors mætti í settið til Magdalenu Torfadóttur. Í þættinum er rætt um horfur í starfsemi allra félaganna og einnig hvernig markaðurinn í heild sinni muni þróast á næstunni. Þá er einnig rætt um hvaða nýskráningar gætu verið væntanlegar í Kauphöllina, tækifærin í landeldi og ýmislegt fleira.
---------------------
Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Í þessum þætti er rætt um rafmyntamarkaði og allt það helsta sem hefur gerst í geiranum að undanförnu. Einnig er farið yfir mikla skuldasöfnun í Bandaríkjunum og þá staðreynd að fjárfestar eru í meiri mæli farnir að horfa til þess að fjárfesta utan Bandaríkjanna. Þá er einnig rætt um horfur á innlendum og erlendum mörkuðum og loks velt vöngum um nýjustu vendingar í samrunamálum banka.
----------------------
Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Í vikunni sendu stjórnir Arion banka og Íslandsbanka bréf til stjórnar Kviku þar sem óskað var eftir samrunaviðræðum við Kviku. Þá er ekki langt síðan Íslandsbankaútboðið kláraðist og hlutabréfamarkaðurinn hefur tekið við sér að undanförnu. Í síðustu viku voru vextir lækkaðir um 25 punkta og verðbólgan mælist nú 3,8%. Í þessum þætti er rætt um þessi mál ásamt fleiru við Má Wolfgang Mixa, dósent í fjármálum við Háskóla Íslands.
-----------------------
Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Í þessum þætti er farið yfir efnahagsmálin en Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka mætti í settið. Rætt er um væntingar fyrir stýrivaxtaákvörðunina í næstu viku, væntingingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um hjöðnun verðbólgu og horfur á því sviði. Þá var einnig rætt um áhrif mögulegra tolla áforma Bandaríkjaforseta á íslenskt efnhagslíf og horfur á innlenda hlutabréfamarkaðnum.
---------------
Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Í þessum þætti er rætt við Söfu Jemai stofnanda og framkvæmdastjóra Víkonnekt. Rætt er um gervigreind almennt, hvernig hægt er að nýta hana í fjárhagslegum ákvarðanatöku, hvað er nýjast í fræðunum, hvað er fram undan, hvernig standa íslensk fyrirtæki á þessu sviði og margt fleira.
--------------
Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Í þessum þætti er rætt við Jón Inga Bergsteinsson formann ICEBAN - Samtök englafjárfesta á Íslandi og fjárfesti. Rætt er um englafjárfestingar, fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja, stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum nýsköpunarfyrirtækja og ýmislegt fleira.
-------
Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Í þættinum er rætt við Gunnar Úlfarsson hagfræðing Viðskiptaráðs um nýja úttekt Viðskiptaráðs á rekstraumhverfi fjölmiðla. Einnig er rætt um hagræðingartillögur fyrir ríkisstjórnina, gagnrýni á frumvarp um almannatryggingar, leigubílalögin og fleira. Þá er spáð í spilin hvað Seðlabankinn gerir við næstu vaxtaákvörðun sem verður næstkomandi miðvikudag og hvaða áhrif tollastríð myndi hafa á Ísland.
----------------
Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Í þessum þætti er rætt við Konráð Guðjónsson hagfræðing. Rætt er um efnahagshorfur hér heima og erlendis, ríkisfjármálin, kjarasamningana, fasteignamarkaðinn og fleira. Þá er farið yfir spurningar frá hlustendum þar sem meðal annars er komið inn á hans sýn á mögulegan samruna Arion og Íslandsbanka. Léttu nóturnar eru á sínum stað.
---------
Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Í þessum þætti er rætt við Ingvar Haraldsson greininga- og samskiptastjóra Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Rætt var um rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja, regluverkið og séríslenskar kröfur á banka. Einnig er rætt um hvað sé fram undan hjá SFF og um nýlega ráðstefnu samtakanna á sviði fjártækni. Léttu nóturnar eru á sínum stað ásamt spurningum frá hlustendum.
----------------
Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Í þessum þætti er rætt við Ernu Björg Sverrisdóttur aðalhagfræðing Arion banka. Rætt var um ganginn í efnahagslífinu á síðasta ári og horfurnar fyrir þetta ár. Spáð í spilin varðandi þróun verðbólgu og vaxta og rætt um ganginn í útflutningsgreinum Íslands ásamt fleiru.
------------
Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Í þessum þætti er rætt við Alexander Jensen Hjálmarsson stofnanda nýs greiningarfyrirtækis sem nefnist Akkur - Greining og ráðgjöf. Rætt er um greiningar og verðmöt, stöðu og horfur á mörkuðum, nýútkomna greiningu Akkurs á Arion banka, farið er yfir spurningar frá hlustendum og sitthvað fleira.
-------
Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Í þessum þætti er rætt við Daða Kristjánsson stofnanda Visku Digital Assets. Rætt er um allt það helsta sem er að eiga sér stað í heimi rafmyntanna, m.a. miklar verðhækkanir á Bitcoin, kjör Trumps og þýðingu þess fyrir geirann, framtíð rafmynta, regluverkið og breytingar á því, skuldasöfnun ríkja og margt fleira.
----------
Fyrirvari:
https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Matvælafyrirtækið Good Good sem framleiðir sultur og smyrjur hefur verið í mikilli sókn á Bandaríkjamarkaði undanfarin ár.
Í þessum þætti er rætt við Garðar Stefánsson, forstjóra Good Good um uppbyggingu fyrirtækisins, reksturinn, helstu markaði fyrirtækisins og markaðsetningu. Þá er rætt um samninginn sem fyrirtækið landaði við verslunarkeðjuna Costco í Bandaríkjunum og ýmislegt fleira.
---------------------
Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Í þessum þætti er rætt við Unu Jónsdóttur, aðalhagfræðing Landsbankans. Rætt er um vaxtaákvörðunina í síðustu viku og spáð í spilin varðandi verðbólguþróun, ferðaþjónustuna, fasteignamarkaðinn og hagvaxtarhorfur.
-------------
Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Í þessum þætti er rætt við Hörpu Magnúsdóttur, stofnanda og framkvæmdastjóra Hoobla. Harpa starfar einnig sem mannauðsráðgjafi. Rætt var um starfsemi Hoobla, tekjumódel og rekstur nýsköpunarfyrirtækja, umhverfi nýsköpunarfyrirtækja og mannauðsmál.
--------------------
Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Í þessum þætti er rætt við Jón Bjarka Bentsson, aðalhagfræðing Íslandsbanka. Rætt er um nýjustu verðbólgutölur, fasteignamarkaðinn, efnahagshorfur, stöðu ferðaþjónustunnar og skuldabréfamarkaðinn.
------------
Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Í þessum þætti er rætt við Jón Finnbogason, framkvæmdastjóra Stefnis. Rætt er um stöðu og horfur á hlutabréfa og skuldabréfamarkaði, skuldasöfnun ríkisins, ESG-fjárfestingar og sjóðastýringu. Þá er einnig rætt um kaup sjóðs á vegum Stefnis á Heimstaden á Íslandi, fjárfestingar lífeyrissjóða á fasteignamarkaðnum, leigumarkaðinn, skipulagsmál og fleira.
-------------------
Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Í þessum þætti er rætt við Gunnar Úlfarsson, hagfræðing Viðskiptaráðs. Rætt er um nýja skýrslu IMD viðskiptaháskólans sem sýnir samkeppnishæfni ríkja og stöðu Íslands á því sviði. Einnig er rætt um sérstakan vaxtastuðning, fasteignamarkaðinn, efnahagsmál og golf.
------------
Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Í þessum þætti er rætt við Jónínu Gunnarsdóttur, rekstrarstjóra Blikk. Jónína hefur starfað í fjármála og færsluhirðingargeiranum í fjölda ára og starfaði á tímabili sem forstjóri Teya (SaltPay). Rætt er um starfsemi Blikk, fjártækni, færsluhirðingu og fleira.
--------------
Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Í þessum þætti er rætt við Davíð Torfa Ólafsson, forstjóra Íslandshótela. Rætt er um skráningu félagins á Aðalmarkað sem verður 30. maí næstkomandi, sögu hótelkeðjunnar, íslenska ferðaþjónustu og margt fleira.
--------------
Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid