Home
Categories
EXPLORE
True Crime
Comedy
Society & Culture
Business
Sports
History
Fiction
About Us
Contact Us
Copyright
© 2024 PodJoint
00:00 / 00:00
Sign in

or

Don't have an account?
Sign up
Forgot password
https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts125/v4/98/ab/51/98ab51d7-c84d-d71d-bc1c-3becfaa5279d/mza_5487538724579457445.jpg/600x600bb.jpg
Fjallaspjallið
Vilborg Arna Gissurardóttir
8 episodes
2 days ago
Ferðafélag Íslands býður ykkur uppá skemmtilegt og fróðlegt spjall við fólk á fjöllum og ævintýri þeirra.
Show more...
Wilderness
Sports
RSS
All content for Fjallaspjallið is the property of Vilborg Arna Gissurardóttir and is served directly from their servers with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Ferðafélag Íslands býður ykkur uppá skemmtilegt og fróðlegt spjall við fólk á fjöllum og ævintýri þeirra.
Show more...
Wilderness
Sports
Episodes (8/8)
Fjallaspjallið
#8 Fjallaspjallið - Kjartan Long

Kjartan Long er einn af öflugustu íþróttaútivistarmonnum landsins og veit því sitt hvað um æfingar, hvernig er best að komast í form og undirbúning fyrir þátttöku í mótum og útivistarviðburðum. Kjartan er svo sannarlega fyrirmynd fyrir marga sem taka þátt í almenningsíþróttamótum og hefur hann verið mér ómældur innblástur þegar kemur þjálfun, úthaldi og undirbúningstímabilum.  Kjartan er jafnframt einn af landvættaþjálfurunum hjá Ferðafélaginu og er auk þess leiðsegir hann í fjallahjólaferðum og á tinda landsins. Það þarf varla að taka það fram að hann er gríðarlega vinsæll á samfélagsmiðli íþróttafólks, Strava. Það er óhætt að segja að hann búi yfir mikilli þekkingu og við komum víða við í þessum áttunda þætti af Fjallaspjallinu.

Show more...
4 years ago
1 hour 3 minutes

Fjallaspjallið
#7 Fjallaspjallið - Anna Svavars

Gesturinn okkar að þessu sinni á sér magnaða sögu. Anna Svavarsdóttir er svo sannarlega brautryðjandi þar sem hún tyllir niður fæti. Hún byrjaði ferilinn sinn sem raft guide en endaði í fjallamennskunni fyrir slysni og varð í kjölfarið fyrsta íslenska konan til þess að klífa yfir 8000 metra er hún lagði á fjallið Cho Oyu árið 2003. Hún lét ekki þar við sitja heldur árið 2014 kleif hún fyrst Íslendinga áttunda hæsta fjall jarðar, Manaslu í annari tilraun. Hún hefur einnig verið að ryðja brautina í húsasmíðinni en hún er ein af fáum konum sem hefur meistarapróf í þeirri iðn. Hreint út sagt mögnuð frásögn. 

Show more...
4 years ago
1 hour 17 minutes 45 seconds

Fjallaspjallið
#6 Fjallaspjallið - Helgi Ben

Helgi Ben er sannkallaður reynslubolti í útivist og fjallamennsku. Hann var einn af þeim fyrstu til þess að sækja sér þjálfun út fyrir landssteinana og takast á við tinda á erlendri grund. Hann hefur verið ötull leiðsögumaður og leiðbeinandi á hinum ýmsu námskeiðum og stóð lengi vaktina í helstu útivistarverslunum landsins. Helgi átti hæðarmet Íslendinga á háfjöllunum í 10 ár eftir að hann kleif fjallið Diran í Pakistan en hann var á ferðinni með einum af þekktustu fjallamönnum heims og Íslandsvininum Doug Scott. 


Show more...
4 years ago
1 hour 8 minutes 59 seconds

Fjallaspjallið
#5 Fjallaspjallið - Brynhildur Ólafs og vetrarfjallamennska

Brynhildur Ólafs hefur komið víða við á útivistarferili sínum bæði sem leiðsögumaður og fjallgöngukona.  Hún er mikil fyrirmynd og hefur leitt fjölmarga íþróttamenn í gengum Landvættaprógramið, byggt upp Ferðafélag barnanna og ferðast nú á spennandi slóðir með Landkönnuðunum. Brynka er ófeimin við að deila reynslunni sinni og segir okkur frá því hvernig hún lærði að elska hlaup, vegferðinni að því að öðlast reynslu og verða leiðsögumaður sem og stundum sem fara beint inn á reynslubankann.   Hún hefur einnig synt yfir Ermasundið,  stýrt leiðangri yfir Vatnajökul og komið víða við.  Skemmtileg og hvetjandi frásögn hér á ferð. 

Í seinni hluta þáttarins svörum við spurningum um vetrarferðamennsku sem við fengum sendar í gegnum samfélagsmiðla. Okkur bárust margar skemmtilegar spurningar og vetrarferðir hafa aldrei verið jafn vinsælar og nú.


Show more...
4 years ago
2 hours 1 minute 13 seconds

Fjallaspjallið
#4 Fjallaspjallið - Sigga Ragna

Sigga Ragna er svo sannarlega mikil ævintýrakona og á að baki marga magnaða leiðangra. Hún hefur siglt um heimsins höf og frumfarið leiðir á fjöll í Patagoniu. Hún hefur verið leitt vetursetu á tréskútu sem var frosin inn í ísinn norður í Scoresbysundi þar sem dagurinn er enn styttri en á Íslandi yfir háveturinn og ýmsar áskoranir.  Sigga Ragna er líka ein af fáum í heiminum sem hefur siglt í kjölfar Shackleton leiðangursins á samskonar björgunarbát notaður var árið 1914/7 og gengið í fótspor hans yfir Suður Georgíu. 

Mögnuð frásögn sem tendrar ævintýraneistann!

Show more...
4 years ago
1 hour 31 minutes 53 seconds

Fjallaspjallið
#3 Fjallaspjallið - Félagatal með Helga Jó

Hann er alltaf kallaður Helgi Jó og það er óhætt að segja að hann hafi verið ötull útivistarmaður síðustu ár. Helgi kemur víða við og hefur lokið Landvættaþrautinni, arkað um óbyggðir með Landkönnuðum og svo fer hann upp um fjöll og firnindi á  fjallaskíðum.  Það er hvetjandi og skemmtilegt að hlusta á Helga og við mælum eindregið með viðtalinu fyrir þá sem hugsa sér gott til glóðarinnar og stefna á að taka þátt í dagskrá Ferðafélagsins á nýju ári því það má læra margt af Helga og hans reynslu.

Show more...
4 years ago
29 minutes 50 seconds

Fjallaspjallið
# 2 Fjallaspjallið - Anna Lára

Við spjöllum við frumkvöðulinn og fjallakonuna Önnu Láru sem hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til íslenskrar fjallamennsku og útivistar. Hún segir okkur söguna af því þegar Suðurhlíðin af Hrútfjallstindum var klifin í fyrsta skipti, af leiðngrinum á Alpamayo sem og fyrsta íslenska leiðangrinum í Himalaya fjöllin.

Show more...
4 years ago
1 hour 3 minutes 29 seconds

Fjallaspjallið
Kvöldstund með Arlene Blum

Fjalla og vísindakonan Arlene Blum fræðir okkur um líf og störf sín innan vísindageirans. 

Show more...
4 years ago
1 hour 21 minutes 46 seconds

Fjallaspjallið
Ferðafélag Íslands býður ykkur uppá skemmtilegt og fróðlegt spjall við fólk á fjöllum og ævintýri þeirra.