Í þættinum ræða Björn Þór og Guðrún Elsa um sjónvarpsþáttaröðina Succession, aðeins örfáum mánuðum eftir að lokaþáttur seríunnar var sendur í loftið!
Í þættinum ræða Björn Þór og Guðrún Elsa um Barbenheimer!
Í þættinum ræða Björn Þór og Guðrún Elsa fréttir úr kvikmyndaheiminum, myndir sem þau hafa séð nýlega og kvikmyndahöfundinn Miröndu July.
Í þættinum ræða Björn Þór og Guðrún Elsa um nýafstaðna Óskarsverðlaunahátíð og fara yfir topp tíu listana sína yfir bestu myndir ársins 2022.
Í þættinum ræða Björn Þór og Guðrún Elsa um BFI-listann yfir bestu myndir allra tíma sem birtist í Sight and Sound í desember síðastliðnum. Þar að auki rýna þau í bestu mynd allra tíma samkvæmt listanum, mynd Chantal Akerman frá 1975, Jeanne Dielman, 23, quai du commerce, 1080 Bruxelles.
Í þættinum spyr Björn Þór Guðrúnu Elsu út í nýlega sjálfsævisögu Matthews Perry, Friends, Lovers, and the Big Terrible Thing áður en þau rýna í nýjustu mynd Rubens Östlund, Sorgarþríhyrninginn.
Myndir sumarsins voru Top Gun: Maverick, Nope og Elvis, eða það finnst Birni Þór og Guðrúnu Elsu, sem ræða um þær og nýstofnaða Kvikmyndalistardeild LHÍ.
Í þættinum er rýnt í myndir sem Sjón var handritshöfundur af, Dýrið og The Northman. Björn Þór Vilhjálmsson spjallar við skáldið og handritshöfundinn Sjón.
Í þættinum ræða Guðrún Elsa og Björn um forvitnilegar myndir sem þau hafa séð upp á síðkastið. Svo kemur Jón Bjarki Magnússon í heimsókn og ræðir við Björn um heimildarmynd sína, Even Asteroids Are Not Alone, en hún fjallar um það mannlega samfélag sem orðið hefur til innan söguheims tölvuleiksins EVE Online.
Í þættinum er rætt við Texas-búann og kvikmyndafræðinginn Greg Burris um hans eftirlætismynd: The Texas Chainsaw Massacre.
Rætt er um ævisögu Sambíókóngsins Árna Samúelssonar og sögu íslenskra kvikmyndahúsa.
Björn Þór Vilhjálmsson ræðir við rithöfund ævisögunnar Sigurgeir Orra Sigurgeirsson.
Rætt er um Bíó Paradís, Verstu manneskju í heimi, Ölmu og stærstu orrustu tíunda áratugarins: Oasis eða Blur?
Björn Þór Vilhjálmsson ræðir við Ásu Baldursdóttur dagskrárstjóra Bíó Paradísar.
Björn Þór Vilhjálmsson ræðir við Greg Burris við American University of Beirut um kvikmyndir Palestínu.
Björn Þór Vilhjálmsson ræðir við Jónu Grétu Hilmarsdóttur um nýsköpunarrannsókn hennar um viðtökur íslenskra kvenleikstjóra.
Björn Þór Vilhjálmsson ræðir við Brynju Hjálmsdóttur og Gunnar Ragnarsson um starf kvikmyndagagnrýnandans á smáskerinu Íslandi og gildismat.
Farið er yfir það besta sem síðasti áratugur kvikmyndanna bauð upp á og Platipusar-prófið kynnt til sögunnar.
Gestur þáttarins að þessu sinni er Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó paradísar.
Gestir þáttarins að þessu sinni eru Arína Vala Þórðardóttir, Nikulás Tumi Hlynsson og Petra Ísold Bjarnadóttir, sem fóru á vegum Kvikmyndafræði Háskóla Íslands sem þátttakendur í Evrópsku Háskólakvikmyndaverðlaununum: EUFA
Gestur þáttarins að þessu sinni er Ásgrímur Sverrisson leikstjóra og vefstjóra Klapptre.is
Gestur þáttarins, Benedikt Erlingsson, ræðir um kvikmyndagerð sína við Björn Þór Vilhjálmsson.
Gestur þáttarins er Gunnar Tómas Kristófersson og rætt er um tvær konur sem sannarlega voru ísbrjótar í íslenskri kvikmyndasögu. Annars vegar Ruth Hanson, dans- og íþróttakennara, sem varð fyrst kvenna til að gera kvikmynd hér á landi. Þá er sjónum einnig beint að Svölu Hannesdóttur, sem Gunnar Tómas segir leikstjóra fyrstu íslensku listamyndarinnar.