All content for Einkalífið is the property of einkalifid and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var einungis 16 ára gömul þegar hún flutti erlendis til þess að leggja fyrir sig atvinnumennsku í dansi og varð Frakklandsmeistari í dansinum 17 ára. Nokkrum árum síðar lenti hún á vegg eftir að hafa glímt lengi við átröskun sem varð til þess að hún leitaði sér hjálpar og flutti heim. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir lífið og tilveruna, raunveruleikaþættina LXS, að vera þekkt á Íslandi, danslífið, andleg veikindi og bataferlið, erlendan hakkara sem hún varð fyrir, móðurhlutverkið og hlaðvarp hennar um móðurhlutverkið, ástina sem kom á erfiðum en samt hárréttum tíma og ýmislegt fleira.