All content for Einkalífið is the property of einkalifid and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Sonja Valdín, jafnan þekkt sem Sonja Story, skaust upp á stjörnuhimininn árið 2016 sem ein stærsta Snapchat stjarna landsins. Hún gerði garðinn frægan með Áttunni, var með tugþúsund fylgjenda, gaf út gríðarlega vinsæl lög og lék í bíómynd. Svo eyddi hún öllum samfélagsmiðlum og dró sig algjörlega í hlé. Sonja er viðmælandi í Einkalífinu sem er jafnframt hennar fyrsta viðtal í fjögur ár. Þar ræðir hún æskuna, ferilinn, samfélagsmiðlafíkn, kvíða, nettröll, að læra að setja mörk, hlúa að andlegri heilsu, hafa gaman að lífinu og vera í dag slétt sama hvað fólki finnst.