All content for Einkalífið is the property of einkalifid and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, skaust nýverið upp á stjörnuhimininn og er rísandi stjarna í samfélagsmiðlaheiminum. Gugga, eins og hún er alltaf kölluð, leggur mikið upp úr jákvæðu hugarfari, er dugleg að hvetja aðrar stelpur áfram og fer sínar eigin leiðir óháð áliti annarra. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir vegferð sína, erfið áföll, að fagna líkama sínum, brjóstamyndina á plötuumslagi ClubDub, útvarpið, fyrsta giggið sem var á stóra sviðinu á Þjóðhátíð, að vilja ekki vera fyrirmynd og einfaldlega fá að hafa gaman að lífinu.