Dýrheimar halda úti hlaðvarpi sem fjallar um hin ýmsu málefni tengd hundum og köttum með áherslur samfélagsins í forgrunni. Fjallað er um það sem eigendur þurfa til að annast dýrin sín með öruggum hætti, tryggt velferð þeirra og heilsu, bæði andlega og líkamlega.
All content for Dýrheimar is the property of Dýrheimar and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Dýrheimar halda úti hlaðvarpi sem fjallar um hin ýmsu málefni tengd hundum og köttum með áherslur samfélagsins í forgrunni. Fjallað er um það sem eigendur þurfa til að annast dýrin sín með öruggum hætti, tryggt velferð þeirra og heilsu, bæði andlega og líkamlega.
Við fengum Elísabetu dýralækni til þess að kynna Dýraþjónustu Reykjavíkur fyrir okkur, Elísabet hefur víðtæka reynslu af dýralæknastörfum á öllum sviðum og sinnir nú einnig heimaþjónustu til dýraeigenda.
Viðtal við Kolbrúnu Örnu, dýrahjúkrunarfræðing um Hundahlaupið 2025, forsögu, samvinnu hunds og eiganda og hvaða tækifæri eru úti fyrir bætta vellíðan og ummönun hunda.
Viðtal við Inam Rakel dýralækni á Dýralæknastofu Reykjavíkur og sérstaka kisuáhugakonu! Inam heldur úti instagram aðganginum "kisuhornid" á instagram og deilir þar fróðleik fyrir áhugasama um málefni tengd kisum!
Viðtal við Heiðrúnu Huld lögreglukonu sem er með löggæsluhundinn Skara. Spjall um lögregluhunda, þjálfun á löggæslu- og vinnuhundum og almennt um hundahald!
Theodóra, dýrahjúkrunarfræðingur með Award of merit í næringu smádýra og Gauja fara yfir næringu kettlinga frá upphafi lífs og fram yfir vaxtarskeiðið.
Hvað gefum við dýrinu okkar mikið að borða? Hversu oft á dag? Hvað þarf að hafa í huga? Eru fleiri leiðir? Theodóra, dýrahjúkrunarfræðingur og Gauja ræða saman um málefnið.
Í þættinum fjalla Theodóra, dýrahjúkrunarfræðingur og Auður Björnsd. hundaþjálfari um umhverfisþjálfun, þætti sem skipta máli í að opna samfélagið enn frekar með hundum sem geta farið með okkur hvert sem er.
Í þættinum ræða Theodóra, dýrahjúkrunarfræðingur og Gauja, sölu- og markaðsstjóri um streitu katta, áhrif á andlega og líkamlega heilsu ásamt því hvað sé hægt að gera.
Í fimmta hlaðvarpsþætti Dýrheima fara Theodóra, dýrahjúkrunarfræðingur og Albert, hundaþjálfari Dýrheima aðeins yfir nokkra hluti sem gott er að hafa í huga þegar komið er að því að velja hinn eina sanna hvolp í fjölskylduna.
Í fjórða hlaðvarpsþætti Dýrheima fara Theodóra, dýrahjúkrunarfræðingur og Albert, hundaþjálfari Dýrheima aðeins yfir nokkra hluti sem gott er að hafa í huga þegar sú hugmynd kemur upp að bæta hvolp eða hund við fjölskylduna.
Í þriðja hlaðvarpsþætti Dýrheima fara Theodóra, dýrahjúkrunarfræðingur og Gauja, sölu- og markaðsstjóri Dýrheima aðeins yfir nokkra hluti sem gott er að hafa í huga þegar sú hugmynd kemur upp að bæta kettling eða kött í fjölskylduna.
Dýrheimar halda úti hlaðvarpi sem fjallar um hin ýmsu málefni tengd hundum og köttum með áherslur samfélagsins í forgrunni. Fjallað er um það sem eigendur þurfa til að annast dýrin sín með öruggum hætti, tryggt velferð þeirra og heilsu, bæði andlega og líkamlega.