
Sindri Ástmarsson hafði starfað sem útvarpsmaður í dágóðan tíma þegar hann vildi leita á ný mið. Hann vissi af nokkrum strákum úr Mosfellsbænum sem væru að semja og spila músík og bauðst til þess að vera umboðsmaðurinn þeirra. Þessi hljómsveit varð síðan KALEO. Sindri var umboðsmaður þeirra þar til þeir fluttu til Bandaríkjanna. Þá ákvað hann að byggja upp sína eigin umboðsskrifstofu hér heima, Mid Atlantic Entertainment. Hjá Mid Atlantic Entertainment voru t.d Emmsjé Gauti, Salka Sól, Úlfur Úlfur og Glowie. Eins og mörgum er kunnugt flutti Glowie til Bretlands til þess að starfa við tónlist. Sindri segir hér frá því hvernig hann kom að plötusamningum KALEO og Glowie í Bandaríkjunum og Bretlandi og hvernig var að byrja og hætta með umboðsskrifstofu á Íslandi.
Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Ef þú hefur áhuga á að vita meira um geirann eða hefur einhverjar fyrirspurninr, endilega hafðu samband við okkur: hello@icelandmusic.is.
Frekari upplýsingar á: www.tonatal.is