
Ólafur Arnalds er einn árangurríkasti tónlistarmaður Íslands. Lögin hans streymast í milljónatali á Spotify og uppselt er á tónleika um allan heim. Hérna talar Ólafur um praktísku hlið ferilsins síns. Hvað þurfti hann að gera til þess að komast á þann stað sem hann er á í dag? Hvernig er að túra um heiminn? Hvernig er að vinna með stórum plötufyrirtækjum? Hvernig er að reka svona batterí sem vinsæll tónlistarmaður er? Rætt er um fólkið sem kemur að þessu öllu saman; aðstoðarmenn, umboðsmenn, bókara, útgefendur og forleggjara.
Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Ef þú hefur áhuga á að vita meira um geirann eða hefur einhverjar fyrirspurninr, endilega hafðu samband við okkur: hello@icelandmusic.is.
Frekari upplýsingar á: www.tonatal.is