
Trúlega einhver virtasti og þekktasti ‘græjukarlinn’ í Hollywood. James Cameron ætti að vera löngu orðinn brennimerktur inn í nostalgíubúið hjá allmörgum bíófíklum á einn hátt eða annan. Upp á síðkastið (og í senn um ókomin ár) hefur hann aðallega haldið sig á plánetunni Pandóru með Avatar-syrpunni sinni, en þegar um ræðir náungann sem færði okkur The Terminator, Aliens, The Abyss og Titanic - svo dæmi séu nefnd - er kannski þess virði að kafa aðeins dýpra ofan í feril köfunarmeistarans.
Kjartan og Tommi eru sestir ásamt Fannari Traustasyni (hjá brellufyrirtækinu DNEG) til að bera saman ólíku bækurnar um hvað gerir framúrskarandi ræmu í nafni Camerons.
Nú er það blátt!
Efnisyfirlit:
00:00 - Blái gljáinn
06:01 - Cameron í “aukavinnu”
15:22 - The Terminator
22:11 - Avatar: The Way of Water
28:00 - True Lies
33:52 - Aliens
43:02 - T2
49:13 - Avatar
01:03:55 - Titanic
01:23:00 - The Abyss