
Bandarískur vísindaleiðangur til Suðurheimskautsins er truflaður af hópi trylltra Norðmanna sem elta og skjóta hund. Þannig hefst brillerandi sci-fi hryllingsmyndin The Thing frá John Carpenter. Vill þannig til að þetta er ein af allra uppáhalds tveggja fastagesta Bíófíkla.
Kjartan og Tommi tóku á móti Atla Frey og Frikka til að ræða þessa költ-klassík í ræmur, upprunalegu söguna og nákvæmlega hvað það er sem gerir The Thing svona ótrúlega töff skrímslamynd. Óhjákvæmilega ræða þeir líka prequel-myndina The Thing (2011), tölvuleikinn The Thing og stuttmyndirnar Thingu og The Things.
Einn þessara fjórmenninga er Thing’ið. En hver?
Efnisyfirlit:
00:00 - Hver við mækinn er ‘The Thing?’
05:33 - The Thing vs. The Thing
19:24 - Fullkomin vetrarmynd
31:04 - Opnun og skák
39:13 - “Skjótt’ennan fokking hund!”
43:31 - “Þetta á eftir að bögga Tomma…”
50:06 - Heimsendaþríleikur Carpenters
56:00 - The Thing: Remastered
01:06:11 - Thingu!
01:02:27 - The Master of Disguise…
01:14:35 - Eitthvað borar…
01:18:00 - The Things
01:23:20 - Samantekt?
01:29:00 - Draugar & djöflar…