John Ingi Matta hefur verið í kvikmyndabransanum síðan 2008. Hann hefur gert ýmislegt í bransanum en hefur þó undanfarið einbeitt sér að flest öllu sem snertir sjálfar tökuvélarnar.
John Ingi hefur meðal annars unnið við Game of Thrones, þrjár Star Wars myndir, tvær Transformers myndir, Sveppamyndirnar og The Marvels.
Hafsteinn var spenntur fyrir því að fá John Inga í spjall þar sem John vinnur ekki einungis í bransanum heldur er hann algjört bíónörd.
Í þessum risa þætti fara strákarnir um víðan völl en þeir ræða meðal annars bransann, franskar hryllingsmyndir, asískar hasarmyndir, John Woo, Marvel, stöðuna á Star Wars í dag, hvort James Gunn eigi eftir að standa sig vel með DC heiminn, Sinners, Weapons, One Battle After Another og margt, margt fleira.
00:00 - Intro
00:15 - Samanburður á ólíkum myndum
09:16 - Hver er John Ingi?
16:17 - Íslenski bransinn
24:55 - Hryllingsmyndir
48:40 - The Raid og erlendir aðilar í Hollywood
51:39 - Franskar hryllingsmyndir og A Serbian Film
1:05:25 - Suður-Kóreskar og japanskar myndir
1:18:53 - Tony Jaa og Chow-Yun Fat
1:29:10 - John Wick og Ballerina
1:35:05 - Weapons og Sinners
1:51:04 - One Battle After Another
2:10:46 - Keanu Reeves, John Wick og The Matrix
2:22:55 - Star Wars, Disney og Netflix
2:58:59 - Marvel
3:12:14 - DC
3:27:45 - Ástríða fyrir bíómyndum og gervigreind
Hryllingsmyndaaðdáendurnir Pétur Ragnhildarson og Jökull Jónsson eru fastagestir Bíóblaðurs en strákarnir eru vanir að mæta í þáttinn og ræða einhverja hryllingsmyndaseríu.
Hafsteinn ákvað að breyta til í þetta skiptið og láta strákana keppa í spurningakeppni!
Pétur og Jökull þurfa að svara ýmsum spurningum sem allar eiga það sameiginlegt að tengjast hryllingsmyndum. Spurningaliðirnir eru meðal annars atriði úr myndum, scream queens, alls konar plaköt og almennar spurningar.
00:00 - Intro
00:15 - Pétur og Jökull hittust fyrir utan podcastið
10:17 - Atriði
22:00 - Plakatleikur
28:23 - Almennar spurningar
36:39 - Scream queens
46:54 - Rétt eða rangt
56:01 - Flokkar (Draugagangur, Beittar tennur, Blóðug slóð, Óþekk börn)
1:13:16 - Sigurvegari krýndur
1:17:29 - Hrekkjavöku meðmæli
Ísrael Daníel Hanssen og Kilo eru báðir fastagestir Bíóblaðurs og Hafsteini datt í hug að fá þá til sín til að keppa í spurningakeppni.
Þema þáttarins eru 80’s og 90’s kvikmyndir og strákarnir keppa í nokkrum liðum.
Í þættinum eru meðal annars Tom Cruise spurningar, strákarnir fá að sjá nokkur plaköt þar sem titilinn vantar og þurfa að fylla í eyðurnar, þeir fá að sjá einn ramma úr bíómynd og þurfa að giska á úr hvaða mynd ramminn er og margt, margt fleira.
00:00 - Intro
01:37 - Bíóblaður spurningaspil kemur út fyrir jól!
03:07 - Kilo og Ísrael
12:35 - Plakatleikur
25:41 - Valmöguleikar
46:39 - IMDB leikur
56:42 - Atriði
1:12:02 - Flokkar (1999, Tom Cruise, Julia Roberts, 1989)
1:22:00 - Sigurvegari krýndur
1:25:12 - Kilo og Ísrael team up?
Ritstjóri hun.is, Kidda Svarfdal, kíkti aftur til Hafsteins og í þetta skipti til að ræða hina umdeildu Netflix seríu, Monster: The Jeffrey Dahmer Story.
Í þættinum ræða þau meðal annars hversu erfið serían er, hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir þetta, hvort serían fari eftir öllum staðreyndum, hversu frábær Evan Peters er sem Dahmer, hvort það ætti yfirhöfuð að vera að fjalla um svona menn og margt, margt fleira.
Ólöf Birna Torfadóttir er handritshöfundur og leikstjóri. Hún hefur meðal annars gert kvikmyndirnar Hvernig á að vera klassadrusla sem kom út árið 2021 og Topp 10 möst sem kom út árið 2024.
Ólöf kíkti til Hafsteins og sagði honum aðeins frá ferlinu á bakvið þessar kvikmyndir.
Þau ræða einnig hvernig gervigreind mun breyta kvikmyndaiðnaðinum, hversu mikilvægt það er að vera með gott handrit, hvernig Ólöf nálgast handritagerð þegar hún kennir nemum í Kvikmyndaskólanum, hvort sjónvarpsefni sé betra í dag en í gamla daga og margt, margt fleira.
00:00 - Intro
00:15 - Bíóblaður spurningaspil
02:01 - Handrit skipta máli
15:05 - Framtíð kvikmynda og A.I.
25:07 - Kvikmyndanám og gæði handrita
38:46 - Sjónvarpsþættir
45:49 - Streymisveitur og bíóaðsókn
59:07 - Hvernig á að vera klassa drusla
1:09:35 - Topp 10 möst
1:14:41 - Kvikmyndasjóður
1:28:20 - Genre myndir á Íslandi
1:30:36 - Topp 10 möst
1:50:16 - Grín er ekki að selja
2:06:57 - Kvikmyndasjóður
2:12:06 - Draumaverkefni og lokaorð
Grindhouse myndin hafði mikil áhrif á kvikmyndaáhugamanninn Pétur Ragnhildarson þegar hún kom út árið 2007. Pétur kíkti til Hafsteins til að ræða þessa áhugaverðu kvikmynd.
Strákarnir ræða einnig Quentin Tarantino, Robert Rodriguez, Machete, hvort Grindhouse myndi virka betur í dag, af hverju myndin floppaði á sínum tíma, hvort Tarantino geri nokkurn tímann tíundu myndina sína og margt fleira.
00:00 - Intro
00:15 - Pétur er loksins í solo þætti
03:03 - Af hverju Grindhouse?
09:37 - Rodriguez og Tarantino
14:11 - Grindhouse myndir og samband R og T
29:45 - Machete og Planet Terror
1:00:53 - Fake trailerarnir
1:09:23 - Death Proof og Tarantino
Kvikmyndaáhugamaðurinn og 90’s sérfræðingurinn Bjarni Thor kíkti til Hafsteins til að ræða nokkra 90’s gullmola. Strákarnir völdu 10 myndir á mann og skiptust á að rökstyðja sitt val.
Í þættinum ræða þeir meðal annars myndirnar The Siege, Cop Land, Red Rock West, Clifford, Split Second, Bordello of Blood, Fair Game og margar fleiri.
00:00 Intro
00:16 - 90’s Gullmolar III
12:16 - My Blue Heaven 1990
25:45 - Dazed and Confused 1993
37:14 - Sneakers 1992
45:26 - Bulletproof 1996
54:39 - Raising Cain 1992
1:01:15 - The Full Monty 1997
1:12:05 - Split Second 1992
1:19:45 - Falling Down 1993
1:27:09 - Leap of Faith 1992
1:36:23 - Clifford 1994
1:43:39 - Red Rock West 1993
1:55:18 - Fair Game 1995
2:00:50 - Judgment Night 1993
2:07:44 - Bordello of Blood 1996
2:13:34 - The Paper 1994
2:17:09 - Fled 1996
2:22:49 - Cop land 1997
2:38:21 - The Siege 1998
2:43:55 - Stir of Echoes 1999
2:47:45 - Kolamolinn hans Hafsteins
Benjamín Fannar útskrifaðist sem leikari árið 2020 frá Kvikmyndaskóla Íslands og þrátt fyrir hæga leiklistarbyrjun þá stefnir hann ótrauður á leiklistarframa.
Benjamín kíkti til Hafsteins og sagði honum aðeins frá náminu og leiklistardraumum.
Í þættinum ræða þeir einnig sjónvarpsseríuna The Boys, rithöfundinn Stephen King, Game of Thrones, Harry Potter, Jim Carrey myndir og margt fleira.
00:00 - Intro
00:15 - Bíóblaður spurningaspil er jólagjöfin í ár
03:25 - Benjamín og leiklistin
09:21 - Benjamín hefur leikið Jesú
13:19 - Draumahlutverk
15:50 - Jim Carrey
20:09 - Grínmyndir
25:14 - Streymisveitur, Plex og videoleigur
30:12 - Blockbusters
35:35 - Prisoners
40:30 - Marvel og DC
53:40 - Nýlegar bíóferðir
59:17 - Harry Potter
1:07:15 - Sjónvarpsseríur
1:24:59 - Game of Thrones og Stephen King
Það er komið að stærsta Marvel þætti sem Hafsteinn hefur nokkurn tímann gert! Fastagestirnir Ari Ólafs, Raggi Ólafs og Dagur Landvörður kíktu til Hafsteins til að ræða fyrstu 22 MCU myndirnar.
Í þessum seinni hluta ræða strákarnir meðal annars myndirnar Captain America: Civil War, Spider-Man: Homecoming, Black Panther, Avengers: Infinity War og margar fleiri.
00:00 - Intro
00:43 - Ant-Man 2015
14:49 - Captain America: Civil War 2016
30:52 - Doctor Strange 2016
43:05 - Guardians 2 2017
56:58 - Spiderman: Homecoming 2017
1:09:28 - Thor: Ragnarök 2017
1:18:12 - Black Panther 2018
1:25:27 - Avengers: Infinity War 2018
1:35:42 - Ant-Man and the Wasp 2018
1:38:27 - Captain Marvel 2019
1:47:10 - Avengers: Endgame 2019
Það er komið að stærsta Marvel þætti sem Hafsteinn hefur nokkurn tímann gert! Fastagestirnir Ari Ólafs, Raggi Ólafs og Dagur Landvörður kíktu til Hafsteins til að ræða fyrstu 22 MCU myndirnar.
Í þessum fyrri hluta ræða strákarnir meðal annars myndirnar Iron Man, The Incredible Hulk, The Avengers, Thor, Guardians of the Galaxy og margar fleiri.
00:00 - Rétt MCU röð?
05:16 - Iron Man 2008
32:35 - The Incredible Hulk 2008
49:26 - Iron Man 2 2010
1:03:25 - Thor 2011
1:22:35 - Captain America 2011
1:38:03 - The Avengers 2012
1:54:16 - Iron Man 3 2013
2:05:59 - Thor: The Dark World 2013
2:17:31 - Captain America: The Winter Soldier 2014
2:28:16 - Guardians of the Galaxy 2014
2:40:37 - Avengers: Age of Ultron 2015
Karate/einkaþjálfarinn Vilhjálmur Þór Þóruson er mikill kvikmyndaáhugamaður með sterkar skoðanir. Hann hefur fylgst með Bíóblaðri í nokkur ár og Hafsteinn var því spenntur að fá hann í heimsókn.
Í þættinum ræða strákarnir meðal annars topp 10 listann hans Villa, nokkur “hot takes” sem Villi er með, hvort Snape sé besta Harry Potter persónan, hversu vönduð Snerting er, hvort Marvel séu alveg búnir að missa það og margt, margt fleira.
00:00 - Intro
00:15 - NCIS og ótrúlegir hlutir
03:18 - The Amazing Spider-Man 2
05:19 - Villi og karate
14:02 - Eldamennska og kvikmyndir
15:49 - Villi er með hot takes!
31:25 - Snerting
40:39 - The Whale
48:11 - Primal Fear
1:03:08 - Sleepers
1:17:03 - Good Will Hunting
1:23:45 - Warrior
1:32:39 - Harry Potter and the Half-Blood Prince
1:58:41 - Captain America: Civil War
2:10:16 - Under Siege
2:19:05 - Uppáhalds myndin hans Villa
Kvikmyndaáhugamaðurinn og DC sérfræðingurinn Gummi Sósa kíkti til Hafsteins til að ræða nýjustu Superman myndina eftir James Gunn.
Í þættinum ræða strákarnir meðal annars hvort Gunn hafi tekist að gera góða mynd, hvort búningurinn sé flottur, hversu björt DCU framtíðin er, hvort þetta sé besti Lex Luthor sem fólk hefur fengið að sjá, hvort Lois Lane fái nóg að gera í myndinni og margt, margt fleira.
00:00 - Intro
00:15 - Gummi er DC gaurinn
02:00 - Bíóblaður spurningaspil er væntanlegt fyrir jólin
04:59 - Superman 2025 (SPOILER FREE)
29:27 - Superman 2025 (SPOILER SPJALL)
1:35:00 - DCU framtíðin
Kvikmyndaáhugamaðurinn og DC sérfræðingurinn Gummi Sósa kíkti til Hafsteins til að ræða stærstu DC myndir frá upphafi.
Í þessum seinni hluta setja strákarnir sérstakan fókus á DCEU myndirnar en það eru meðal annars myndirnar Man of Steel, Batman v Superman, Suicide Squad, Aquaman, Wonder Woman, Justice League og Snyder Cut.
00:00 - Intro
00:15 - DCEU
01:08 - Man of Steel 2013
28:40 - Batman v Superman 2016
43:57 - Suicide Squad 2016
52:06 - DC og James Gunn
1:01:28 - Birds of Prey 2020
1:07:48 - Wonder Woman og WW84
1:17:51 - Aquaman 2018
1:27:06 - Shazam 2019
1:35:29 - Justice League 2017 og Snyder Cut
1:43:47 - Joker og The Batman
Kvikmyndaáhugamaðurinn og DC sérfræðingurinn Gummi Sósa kíkti til Hafsteins til að ræða stærstu DC myndir frá upphafi.
Í þessum fyrri hluta setja strákarnir sérstakan fókus á Superman (1978), Superman II, Batman, Batman Returns, Batman Forever, Batman & Robin, Mask of the Phantasm, Constantine, Nolan Batman þríleikinn, Superman Returns, Watchmen og Green Lantern.
00:00 - Intro
00:13 - DC/WB þessa dagana
06:45 - Af hverju er Gummi DC aðdáandi?
13:37 - Superman 1978
30:06 - Superman II 1980
47:29 - Batman 1989
1:05:52 - Batman Returns 1992
1:14:13 - Batman Forever 1995 og Batman & Robin 1997
1:35:47 - Mask of the Phantasm 1993
1:42:13 - Constantine 2005
1:59:59 - Nolan Batman þríleikurinn 2005-2012
2:25:45 - Superman Returns 2006
2:41:08 - Watchmen 2009
2:49:40 - Green Lantern 2011
Kvikmyndaáhugamaðurinn Adam Sebastian Ástmundsson er mikill John Wick aðdáandi og kíkti hann til Hafsteins til að ræða fyrstu þrjár John Wick myndirnar.
Í þættinum ræða þeir meðal annars hver er þeirra uppáhalds mynd, hvernig Wick er kominn inn í pop-culture-ið, hvort John Wick sé besti leigumorðingi kvikmyndasögunnar, hversu geðveikt hnífaatriðið er í þriðju myndinni, hversu flottur Common var sem Cassian, John Wick: Chapter 4 pælingar og margt, margt fleira.
00:00 - Intro
01:07 - Af hverju vildi Adam tala um John Wick?
08:42 - John Wick
1:01:04 - John Wick: Chapter 2
1:37:59 - John Wick: Chapter 3
2:18:05 - John Wick: Chapter 4 pælingar
Fyrirtækjaeigandinn Bjarni Thor og grafíski hönnuðurinn Hörður Ásbjörnsson eru miklir 90’s menn og þeir kíktu til Hafsteins í sérstakan 1994 vs. 1999 þátt.
Hafsteinn stillti upp 12 kvikmyndum frá 1994 og setti þær á móti 12 kvikmyndum frá 1999. Strákarnir velja síðan í sameiningu einn sigurvegara í hverri lotu og komast að því í lokin hvort árið sé betra kvikmyndaár.
Í þættinum ræða strákarnir meðal annars hvort Forrest Gump sé betri en The Green Mile, hvort Ace Ventura sé betri en Office Space og margt, margt fleira.
00:00 - Intro
00:12 - 1994 vs. 1999
07:46 - Pulp Fiction vs. Magnolia
15:22 - The Shawshank Redemption vs. American Beauty
21:54 - The Lion King vs. The Iron Giant
28:04 - Ace Ventura vs. Office Space
40:32 - Dumb and Dumber vs. Being John Malkovich
53:39 - Leon vs. The Matrix
1:08:01 - True Lies vs. Fight Club
1:15:36 - Forrest Gump vs. The Green Mile
1:25:30 - Once Were Warriors vs. The Insider
1:35:01 - The Crow vs. The Sixth Sense
1:39:16 - The Legends of the Fall vs. Eyes Wide Shut
1:46:51 - Ed Wood vs. Sleepy Hollow
1:56:18 - Almennt bíóspjall
Kvikmyndafræðingurinn Birgir Smári Ársælsson er mikill Star Wars áhugamaður og hann kíkti til Hafsteins til að ræða fjórðu Disney+ Star Wars seríuna, Andor.
Birgir og Hafsteinn ræða meðal annars hversu vönduð serían er, hversu sterk persónusköpun er í þáttunum og hvernig serían nær að sýna andspyrnuna í nýju ljósi.
Strákarnir fara einnig aðeins út fyrir Andor og ræða Star Wars heiminn í heild sinni, hversu spennandi persóna Thrawn er, hvernig The Clone Wars styrkti prequel þríleikinn, hvort Star Wars eigi frekar heima í kvikmyndahúsum og margt, margt fleira.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Egill Nielsen er rosalegur The Last of Us aðdáandi og hann kíkti til Hafsteins til að ræða hina vinsælu HBO seríu sem hefur vakið mikla lukku meðal áhorfenda og gagnrýnenda.
Strákarnir ræða einnig tölvuleikinn, The Last of Us Part II, hversu góð Pedro og Bella eru í sínum hlutverkum, hvort það hefði ekki mátt vera aðeins meiri hasar í seríunni, hvort peningurinn hafi klárast í síðasta þættinum, hversu góð aðlögun serían er og margt, margt fleira.
00:00 - Intro
00:15 - Egill er grjótharður The Last of Us maður
01:38 - The Last of Us tölvuleikurinn 2013
04:54 - The Last of Us Part II 2020
06:20 - The Last of Us - HBO serían
1:46:41 - The Last of Us Part II - SPOILERSPJALL
Kvikmyndasérfræðingarnir Óli Bjarki og Máni Freyr kíktu til Hafsteins til að ræða eina stærstu kvikmyndapersónu allra tíma, Indiana Jones.
Strákarnir fara yfir fyrstu fjórar Indiana Jones myndirnar og ræða meðal annars hversu magnaður Harrison Ford er fyrir framan myndavélina, hvort The Last Crusade sé betri en Raiders of the Lost Ark, hvort gamall Ford eigi eftir að virka í fimmtu myndinni, hvort Temple of Doom sé vanmetin og margt, margt fleira.
00:00 - Intro
00:15 - Af hverju gerðu þeir Indiana Jones?
05:37 - Raiders of the Lost Ark
53:23 - The Temple of Doom
1:09:26 - Sögur um mýs
1:16:02 - The Temple of Doom
1:29:37 - The Last Crusade
2:20:28 - The Kingdom of the Crystal Skull
2:47:26 - Warner Bros og Ezra Miller
2:49:41 - Indy og Tinni
2:54:36 - Indiana Jones 5
Kvikmyndagerðarmaðurinn Egill Nielsen, Óskarsverðlaunasérfræðingurinn Ísrael Daníel Hanssen og kvikmyndagerðarmaðurinn Teitur Magnússon mættu til Hafsteins í Óskarsverðlaunaþátt en Hafsteinn kom þeim fyrst á óvart með stuttri spurningakeppni.
Hafsteinn er að vinna í kvikmyndaspurningaspili sem hann ætlar að gefa út fyrir næstu jól og honum datt í hug að prófa nokkrar spurningar á strákunum.
Úr varð skemmtileg keppni sem enginn má missa af!