Home
Categories
EXPLORE
True Crime
Comedy
Society & Culture
Business
TV & Film
Sports
Health & Fitness
About Us
Contact Us
Copyright
© 2024 PodJoint
00:00 / 00:00
Sign in

or

Don't have an account?
Sign up
Forgot password
https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts211/v4/e9/ca/e1/e9cae186-6c25-9889-7989-4dbc08678e4a/mza_14616699409102490076.jpg/600x600bb.jpg
4. vaktin
Hlaðvarpið 4 vaktin
69 episodes
6 days ago
Við heitum Sara Rós Kristinsdóttir og Lóa Farestveit Ólafsdóttir og erum mæður á 4 vaktinni. Þegar við tölum um 4 vaktina þá erum við að vitna í þær vaktir sem við erum ósjálfrátt sett á í lífinu okkar. 1 vaktin er þá hefðbundinn vinnudagur, endurhæfing eða annað, 2 vaktin er það sem við þurfum að gera utan vinnutíma og 3 vaktin er huglæg og einsskonar verkstjórn yfir 2 vaktinni. Fyrir foreldra langveikra og eða fatlaðra barna þá er 2 og 3 vaktin umfangsmeiri og þess vegna ætlum við að tala um hana sem 4 vaktina. Við spjöllum um réttindi,þjónustu ofl og munum tala við aðra foreldra og fagfólk.
Show more...
Self-Improvement
Education
RSS
All content for 4. vaktin is the property of Hlaðvarpið 4 vaktin and is served directly from their servers with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Við heitum Sara Rós Kristinsdóttir og Lóa Farestveit Ólafsdóttir og erum mæður á 4 vaktinni. Þegar við tölum um 4 vaktina þá erum við að vitna í þær vaktir sem við erum ósjálfrátt sett á í lífinu okkar. 1 vaktin er þá hefðbundinn vinnudagur, endurhæfing eða annað, 2 vaktin er það sem við þurfum að gera utan vinnutíma og 3 vaktin er huglæg og einsskonar verkstjórn yfir 2 vaktinni. Fyrir foreldra langveikra og eða fatlaðra barna þá er 2 og 3 vaktin umfangsmeiri og þess vegna ætlum við að tala um hana sem 4 vaktina. Við spjöllum um réttindi,þjónustu ofl og munum tala við aðra foreldra og fagfólk.
Show more...
Self-Improvement
Education
https://d3t3ozftmdmh3i.cloudfront.net/staging/podcast_uploaded_nologo/40879946/40879946-1732535515685-e220879afaa96.jpg
55. Elísabet Ósk Vigfúsdóttir - Fjölskyldu og para ráðgjafi
4. vaktin
1 hour 27 minutes 48 seconds
3 months ago
55. Elísabet Ósk Vigfúsdóttir - Fjölskyldu og para ráðgjafi

Við fengum til okkar hana Elísabet til að ræða um parasambandið, fjölskylduna, samskipti og margt fleira.

Þetta er þáttur sem allir geta lært eitthvað af.


Elísabet er dugleg að deila á Instagram:

Instagram: urdabrunnur_fjolskylda

Heimasíða: ufr.is

Tölvupstur: elisabet@salfraedistofan.is


Þessi þáttur er í boði:

-Góðvildar - Styrktarfélagið Góðvild hefur það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag langveikra og fatlaðra barna á Íslandi og fjölskyldna þeirra. Hægt er að styrkja Góðvild og með því er verið að styðja við fjöldann allan af verkefnum sem bæta hag langveikra og fatlaðra barna. 

godvild.is - Kt. 660117-2020 Reikn. 0301-26-660117

Mobility Aid:

Mobility er með bæði verslun sem er staðsett í Urriðaholtsstræti 24 - og er Opin alla virka daga frá 11:00-16:00og hjálpartækjaleigu sem býður uppá ýmis hjálpartæki til leigu bæði til lengri og skemmri tíma. Lágmarksleiga er yfirleitt 3 dagar.Þau bjóða uppá útkeyrslu á Höfuðborgarsvæðinu á opnunartíma verslunar gegn 5.000kr sendingargjaldi. Einnig er send út á land á kostnað leigutaka. Þau eru með mikið af lausnum í boði, og hægt er að senda þeim fyrirspurn á info@mobility.is eða hringja í síma 578-3600.

Til að skoða úrvalið í verslun kíktu inn á mobility.is

Mobility Ehf og Sjúkratryggingar Ísland (SÍ) hafa gert samninga sín á milli um kaup á hjálpartækjum og heilbrigðisvörum í ákveðnum flokkum fyrir þá sem eru sjúkratryggðir hér á landi samkvæmt lögum um sjúkratryggingar.


Elísabet er menntuð fjölskyldufræðingur, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.

Hún hefur einnig lokið námi í Hugrænni atferlismeðferð og MÁPM námi í meðvirkni- og áfallameðferð sem er aðferð til þess að vinna með einstaklinga sem orðið hafa fyrir áföllum í uppvextinum sem síðar á lífsleiðinni hafa áhrif á þroska, líðan og hegðun einstaklings.

 

Einnig hefur hún tekið viðbótarnám í parameðferð og sérhæft sig enn frekar og öðlast þekkingu og skilning á parasambandinu og þeim helstu áskorunum sem pör mæta eins og ágreining, samskiptum, kynlífi og foreldrahlutverkinu. Í kjölfarið tók hún næsta stig og öðlaðist alþjóðlega löggildingu í námskeiðshaldi fyrir pör PREP (Prevention and Relationship Enhancement Program). Sú aðferð byggir á vísindalegum og margreyndum aðferðum við að hjálpa pörum að snúa við neikvæðu samskiptarmynstri og temja sér uppbyggilegar samskiptaleiðir sem styrkja parasambandið. Samkvæmt National Research and Analysis Centre for Welfare (VIVE) er PREP besta vísindalega rannsakaða paranámskeið í heimi. Elísabet hefur einnig lokið námi sem sáttamiðlari og viðbótarnámi í meðferðarvinnu með foreldrum og börnum í skilnaðarferli og þjálfun í meðferðarsamtölum við foreldra sem eiga í miklum ágreiningi í kjölfar skilnaðar.

 

Í meðferðarvinnu leggur Elísabet mikinn metnað í að mæta einstaklingum á jafningjagrundvelli og af fordómaleysi. Hún sér mikilvægi í því að vinna með rót vandans og notast við tilfinningalega meðferðarnálgun, verkfæri jákvæðrar sálfræði, lausnamiðamiðaða nálgun og hefur tengslakenningar að leiðarljósi.

 

Elísabet býður m.a. upp á:

 

  • Einstaklings- og fjölskyldumeðferð
  • Parameðferð/hjónabandsmeðferð
  • Áfalla og meðvirknimeðferð
  • Skilnaðarráðgjöf, forsjár- og umgengnismál
  • Ráðgjöf fyrir stjúpfjölskyldur
  • Sáttamiðlun í almennum samskiptaerfiðleikum og ágreining innan fjölskyldna.
  • Sérhæfða þjónustu fyrir foreldra með börn eða verðandi foreldra sem glíma við vanlíðan, geðrænan og/eða vímuefnavanda eða hafa áhyggjur af þroska og/eða tengslamyndun til barns
  • Einstaklings og fjölskylduráðgjöf vegna fíkni- og/eða vímuefnavanda

Eins er hún með námskeið fyrir pör sem miða að því að styrkja parasambandið, nándina og tengslin í barneignarferlinu.

Elísabet býður upp á meðferð á íslensku og dönsku.

 

4. vaktin
Við heitum Sara Rós Kristinsdóttir og Lóa Farestveit Ólafsdóttir og erum mæður á 4 vaktinni. Þegar við tölum um 4 vaktina þá erum við að vitna í þær vaktir sem við erum ósjálfrátt sett á í lífinu okkar. 1 vaktin er þá hefðbundinn vinnudagur, endurhæfing eða annað, 2 vaktin er það sem við þurfum að gera utan vinnutíma og 3 vaktin er huglæg og einsskonar verkstjórn yfir 2 vaktinni. Fyrir foreldra langveikra og eða fatlaðra barna þá er 2 og 3 vaktin umfangsmeiri og þess vegna ætlum við að tala um hana sem 4 vaktina. Við spjöllum um réttindi,þjónustu ofl og munum tala við aðra foreldra og fagfólk.