
Þáttur 50!
Við fengum hana Þórhildi Eddu Eiríksdóttir til okkar sem er móðir barna með ofnæmi, er sjálf með bæði ofnæmi og sjálfsofnæmi og er einnig sérfæðingur í ofnæmi. Þórhildur er með B.Sc í líftækni og MSc í sameindalæknisfræði (e. Molecular medicine) og vinnur við gæðaeftirlit líftæknilyfja.
Þórhildur hefur gefið út bók, matardagbók sem er ætluð að fylgjast með ofnæmi og líðan varðandi mat og fleira, hægt er að nálgast bókina með að senda henni skilaboð inná hennar miðli eða link í bio á Instagramminu hennar -Buy me a coffe- Miðilinn er opin og heldur út frábærri fræðslu og heitir Ofnæmismamman.
Við mælum eindregið með að fylgja Ofnæmismömmunni á helstu miðlunum, Tik Tok, Facebook og Instagram.
Hún stofnaði grúbbu á Facebook sem heitir Útilokunarmataræði og er hugsuð til að fá stuðning og mögulegar reynslusögur og fleira hjá þeim sem eru með ofnæmi eða óþol.
Hún fræðir okkur hér allt um ofnæmi, óþol, ofnæmislyf, ofnæmisviðbrögð, mismunandi birtingamyndir ofnæmis, sjálfsofnæmi og svo margt fleira. Þetta er þáttur sem allir geta lært heilmikið af! Við leyfum okkur að segja að engin vilji missa af þessum þætti.
Þessi þáttur er í boði:
-Góðvildar - Styrktarfélagið Góðvild hefur það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag langveikra og fatlaðra barna á Íslandi og fjölskyldna þeirra. Hægt er að styrkja Góðvild og með því er verið að styðja við fjöldann allan af verkefnum sem bæta hag langveikra og fatlaðra barna.
godvild.is - Kt. 660117-2020 Reikn. 0301-26-660117
Mobility Aid:
Mobility er með bæði verslun sem er staðsett í Urriðaholtsstræti 24 - og er Opin alla virka daga frá 11:00-16:00og hjálpartækjaleigu sem býður uppá ýmis hjálpartæki til leigu bæði til lengri og skemmri tíma. Lágmarksleiga er yfirleitt 3 dagar.Þau bjóða uppá útkeyrslu á Höfuðborgarsvæðinu á opnunartíma verslunar gegn 5.000kr sendingargjaldi. Einnig er send út á land á kostnað leigutaka. Þau eru með mikið af lausnum í boði, og hægt er að senda þeim fyrirspurn á info@mobility.is eða hringja í síma 578-3600.
Til að skoða úrvalið í verslun kíktu inn á mobility.is
Mobility Ehf og Sjúkratryggingar Ísland (SÍ) hafa gert samninga sín á milli um kaup á hjálpartækjum og heilbrigðisvörum í ákveðnum flokkum fyrir þá sem eru sjúkratryggðir hér á landi samkvæmt lögum um sjúkratryggingar.