
Hún Hlín Magnúsdóttir eigandi Fjölbreyttrar kennslu kom til okkar og sagði okkur frá sínu starfi og verkefnum en hún starfar sem deildarstjóri stoðþjónustu í samþættum leik-og grunnskóla. Hlín hefur brennandi áhuga á öllu sem viðkemur kennslu, uppeldi, menntun, sálfræði og börnum!
Hún er með meistaragráðu í uppeldis-og menntunarfræðum ásamt BA-gráðu í sálfræði og diplómagráðu í kennslufræðum og málþroska og læsi.
Hún heldur úti vefsíðunni https://fjolbreyttkennsla.is/
Þar inni er hægt að finna ógrynni af námsefni til útprentunar sem hún deilir með öðrum. Einnig finnuru Fjölbreytta kennslu á samfélagsmiðlum og mælum við eindregið með að fylgja henni þar.
Instagram: fjolbreytt_kennsla
Facebook: fjolbreyttkennsla
Þessi þáttur er í boði:
-Góðvildar - Styrktarfélagið Góðvild hefur það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag langveikra og fatlaðra barna á Íslandi og fjölskyldna þeirra. Hægt er að styrkja Góðvild og með því er verið að styðja við fjöldann allan af verkefnum sem bæta hag langveikra og fatlaðra barna.
godvild.is - Kt. 660117-2020 Reikn. 0301-26-660117