Home
Categories
EXPLORE
Comedy
Society & Culture
Business
Religion & Spirituality
Education
True Crime
Technology
About Us
Contact Us
Copyright
© 2024 PodJoint
Loading...
0:00 / 0:00
Podjoint Logo
GT
Sign in

or

Don't have an account?
Sign up
Forgot password
https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts123/v4/e1/9c/0f/e19c0f31-703e-35ee-09b6-4fa30fb38956/mza_2493730474364338767.jpg/600x600bb.jpg
10 í útvíkkun
Podcaststöðin
7 episodes
2 days ago
10 í útvíkkun eru þættir sem fjalla um fæðingarsögur og allt mögulegt sem tengist því. þar verður rætt við mömmur, pabba og fagfólk um þeirra upplifun af þessu skemmtilega og já, stórskrýtna ferli.
Show more...
Parenting
Kids & Family
RSS
All content for 10 í útvíkkun is the property of Podcaststöðin and is served directly from their servers with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
10 í útvíkkun eru þættir sem fjalla um fæðingarsögur og allt mögulegt sem tengist því. þar verður rætt við mömmur, pabba og fagfólk um þeirra upplifun af þessu skemmtilega og já, stórskrýtna ferli.
Show more...
Parenting
Kids & Family
Episodes (7/7)
10 í útvíkkun
7. Dominique - Bráðakeisari og meðgöngusykursýki

Gestur þáttarins heitir Dominique og hún ætlar að segja okkur frá sinni fyrstu fæðingu. Við förum í gegnum allt ferlið og ræðum ítarlega hennar upplifun á fæðingunni og hvað hún og maðurinn hennar gengu í gegnum.  Þetta er vægast sagt átakanleg saga en sem betur fer er drengurinn þeirra heilbrigður. Hún lagði upp með það að fæða í Björkinni og hóf þann undirbúning en meðgöngusykursýki setti risa stórt strik í reikninginn og hafði svakaleg áhrif á það hvernig fæðingin þróaðist. Mögnuð saga sem hún segir svo vel og fallega frá.

Þátturinn er í boði DIMM - dimm.is. 

Show more...
4 years ago
1 hour 16 minutes 8 seconds

10 í útvíkkun
6. Birta - fæðing í Björkinni og heimafæðing

Gestur þáttarins heitir Birta Ísólfsdóttir en hún segir okkur magnaðar sögur frá báðum fæðingunum sínum. Þegar hún varð ólétt var hún óviss um hvernig líkaminn bregst við öllu tengdu meðgöngunni og fæðingunni og hvað það er sem gerist nákvæmlega í fæðingu. Eftir að hafa kynnt sér allt mjög vel tók hún ákvörðun um að fæða í Björkinni sem gekk ótrúlega vel að hennar sögn. Seinni fæðingin hennar var svo heimafæðing og gekk líka mjög vel. Við ræddum einmitt bæði ferlið í Björkinni og svo hvernig heimafæðingin átti sér stað. Hún segir að báðar fæðingarnar hafi gengið mjög vel, hún var mjög meðvituð um að sleppa takinu á kvíða og stressi og leyfa líkamanum að taka við og sjá um fæðinguna en hún fékk engar deyfingar í fæðingunum. Svo ræddum við auðvitað margt annað mjög skemmtilegt :) 

Þátturinn er í boði DIMM verslun - dimm.is

Show more...
5 years ago
56 minutes 35 seconds

10 í útvíkkun
5. Andri - 2 börn

Hann heitir Andri og er tveggja barna faðir. Dóttir hans er 10 ára og strákurinn 5 ára. Andri segir okkur frá því á skemmtilegan hátt hvernig hann upplifði fæðingar barnanna sinna og  sagðist hafa fundið fyrir mikilli berskjöldun og vitnar þar í tilfinningahlutann í fæðingunni. Hann segir magnað að vera í þessu hlutverki en auðvitað misjafnt eftir því hvort var talað um fyrri fæðinguna eða seinni. Í fyrri fæðingunni var hann ungur, vissi lítið út í hvað hann væri að fara og segir okkur svo frá skemmtilegri sögu sem átti sér stað í upphafi fæðingarinnar. Í seinni fæðingunni sagðist hann búa yfir reynslunni og sagði það muna miklu að þekkja þetta ferli en mælti þó ekki með því að fara í fæðingu og vera illa sofinn. Spurning hvað hann eigi við með þessu :) 

Þátturinn er í boði Dimm og Litla gleðigjafans. 

Show more...
5 years ago
29 minutes 32 seconds

10 í útvíkkun
4. María Rut - 2 börn

Í þessum þætti ræddi ég við Maríu Rut. Hún var 18 ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn og var gengin rúmar 17 vikur þegar það kom í ljós að hún værir ólétt. Meðgangan gekk vel og hún tókst á við þetta hlutverk með mögnuðum hætti. Til að mynda voru allmargir mættir inná fæðingarstofuna stuttu eftir að litli strákurinn hennar fæddist, eitthvað sem myndi ekki beint viðgangast í dag. Hún og konan hennar, Ingileif, eignuðust svo strák sumarið 2019 og María fer yfir það hvernig hún sem aðstandandi upplifði meðgönguna með konunni sinni og hvernig það var að vera í fæðingunni en hafa upplifað þessa hluti sjálf. Í lokin komum við svo inná hvað það er mikilvægt að mæður treysti á sjálfa sig í stað þess að hlusta á alla aðra í kringum sig.

Þátturinn er í boði Dimm og Litla gleðigjafans. 

Show more...
5 years ago
1 hour 1 minute 55 seconds

10 í útvíkkun
3. Eydís Hrönn - 6 börn og 3 stjúpbörn

Vá, þessi þáttur. Eydís er svo skemmtileg og segir svo skemmtilega frá öllum þessum fæðingum. Hún er sem sagt búin að eiga sex börn og á líka þrjú stjúpbörn. Við ræddum um allar fæðingarnar sex, hvernig hennar upplifun var af þeim, hversu langar þær voru og svo auðvitað hversu ólíkar. Hún talar um þetta allt saman á mjög opinn og skemmtilegan hátt, enda er ekki annað hægt þegar þetta umræðuefni er annarsvegar. Svo ræddum við auðvitað um eitt allra mesta tabúið og það er kúkurinn góði sem fylgir jú flestum fæðingum, hvort sem manni líkar betur eða verr. 

Þátturinn er í boði DIMM og Litla gleðigjafans - 20% afsláttur með kóðanum 10 hjá Litla gleðigjafanum út mars 2020. 

Show more...
5 years ago
48 minutes 25 seconds

10 í útvíkkun
2. Sigmundur Grétar - tveir fyrirburar

Hann heitir Simmi og er tveggja barna faðir. Hann segir okkur frá fæðingum þeirra beggja en þau eru bæði fyrirburar. Í fyrra skiptið kom strákur og var á vökudeildinni í dágóðan tíma og í seinna skiptið kom stelpa sem fór í hjartaðaðgerð til Svíþjóðar. Þetta er magnaður þáttur þar sem Simmi segir okkur frá öllu ferlinu, þeim tilfinningum sem koma upp og óvissunni sem fylgir þessu. Ég hefði getað farið að gráta alveg nokkrum sinnum en náði að halda kúlinu. Það er ótrúlegt að hlusta á svona hetjusögur. 

Show more...
5 years ago
46 minutes 42 seconds

10 í útvíkkun
1. Anna ljósa

Eins og nafnið gefur til kynna þá heitir hún Anna og er ljósmóðir, þekkt sem Anna ljósa. Hún býr yfir margra, margra ára reynslu af því að vinna sem ljósmóðir og er alveg ótrúlega fær í sínu starfi. Við náðum mjög skemmtilegu og fræðandi spjalli um hin ýmsu mál tengd fæðingum. Í fyrra gaf Anna út bókina "Fyrstu mánuðirnir" en bókin er sannkölluð gullkista fyrir alla þá sem hafa áhuga og vilja vita meira. Fáanleg í betri bókabúðum. 

Þátturinn er í boði DIMM - https://dimm.is/


Show more...
5 years ago
1 hour 31 minutes 22 seconds

10 í útvíkkun
10 í útvíkkun eru þættir sem fjalla um fæðingarsögur og allt mögulegt sem tengist því. þar verður rætt við mömmur, pabba og fagfólk um þeirra upplifun af þessu skemmtilega og já, stórskrýtna ferli.