Í þessum þætti fer ég yfir orku meyjunnar.
Fyrsta viðtal stjörnuspekiskólans leit dagsins ljós þar sem Aðalheiður Sigursveinsdóttir bauðst til að mæta og ræða upplifun sína af því að mæta í stólinn og spegla masculin og feminin partana innra með sér. Ég fékk upptökubúnað lánaðan sem ég kunni ekki almennilega á og því eru hljóðgæðin töluvert verri en ég hefði viljað en engu að sýður þá vona ég að þið munið hafa gaman af.
Í þessum þætti tala ég ítarlega um orku vatnsberans en í upphafi þáttarins kynni ég hlustendur fyrir retreati sem verður núna helgina 23.-26. október á skálholtsbúðum.
Ef áhugi er á að bóka hjá mér einkatíma þá getið þið fundið tíma hér:
https://noona.is/gislihrafn
Í þessum þætti tek ég fyrir uppgvötun mína á því að við séum ekki með einungis eitt stjörnukort heldur tvö, og að þessi tvö stjörnukort eru orkukort fyrir þá tvo einstaklinga sem eru innra með okkur. Í flestum tilvikum er samruni þessara beggja einstaklinga nánast algjör en í sumra tilvikum er þessi aðgreining mjög skýr. Í þættinum fjalla ég um þessa uppgvötun og leiðina að því að ná þessum tveimur pörtum í mér í samskipti og að lokum samvinnu.
Í þessum þætti fer ég yfir stjörnukort Íslands, 17. júní 1944 kl. 14:00 á Þingvöllum.
Fyrir ykkur sem viljið sjá mynd af stjörnukortinu þá getið þið farið inná facebook síðu Stjörnuspekiskólans eða einfaldlega flett því upp.
Í þessum þætti fer ég yfir orku ljónsins.
Hér í þessum þætti tala ég um mína dýpstu þrá um að geta stjórnað mínum eigin tíma, um hvernig samfélagið okkar er uppbyggt hvað varðar kröfu einstaklinga um tíma sinn, eða lífið sitt, og hvernig hægt sé að virða þetta fyrir sér með augum vatnsbera orkunnar. Að velta því fyrir sér hvort þetta sé eðlilegt eða það sem við myndum nokkurn tíman kjósa yfir okkur ef við áttuðum okkur á því að við höfðum val.
Í þessum þætti fjalla ég um mismunandi nýtingu stjörnukorta á öllum mögulegum sviðum lífsins. Að brúðkaupsdagurinn eigi sér stjörnukort, að ný atvinna eigi sér stjörnukort, að lönd eigi sér stjörnukort rétt eins og við einstaklingarnir.
Í þessum þætti fer ég lauslega yfir upprunalegu tengingu mína við sálarorkuna og hvernig sálar plánetan barst mér hvernig ég túlka hana. Ég lýsi mikilvægi sálar plánetunnar hjá hverjum og einum og hvaða hlutverki hún gegnir í stjörnukorti hvers og eins.
Í þessum þætti reyni ég að koma miðhimninum vel frá mér þannig fólk geti skilið, tengt við og speglað við sitt eigið stjörnukort. Miðhimininn er ein mikilvægasta staðan til þess að skilja í stjörnukortunum okkar og hérna segi ég frá minni upplifun og reynslu af því hvernig þessi orkustöð virkar.
Í þessum þætti fer ég yfir hnígandann og hvers vegna hann er mikilvægur að tengjast innra með okkur öllum. Þar komust við í tengingu við raun karakterinn sem býr innra með okkur sjálfum og leiðin að hnígandanum er í gegnum traustið, gagnvart öðrum einstaklingum og síðan traustið gagnvart okkur sjálfum.
Hérna í þessum þætti tek ég rísandann almennilega fyrir eins og hann birtist mér og hvers vegna hann er eins mikilvægur að skilja og fylgja og raunin er. Ég fer einnig lauslega yfir marsinn, hnígandann og venus, en einugis lítillega.
Í þessum klára ég orku krabbans þar sem ég fer yfir hvernig ég skildi krabba orkuna og síðan tek ég orku steingeitarinnar fyrir í heild sinni.
Í þessum þætti fer ég yfir orku krabbans eins og hún kemur til mín og ég upplifi hana.
Hérna í þessum þætti fer ég örlítið yfir það sem vantaði uppá í yfirferð minni á tvíburanum og síðan orku bogmannsins í heild sinni.
Í þessum þætti fer ég yfir orku tvíburans.
Ögn um tvíburaorkuna sem og bogamanninn. En síðan að sjálfskoðun, sjálfsvinnu, miðilsgáfu hvers og eins og að lokum hvers vegna staðsetning plánetnanna er mikilvæg. Allar pláneturnar eru orkustöðvar og því er mikilvægt að að huga að þeim merkjum sem pláneturnar í ykkar korti eru staðsettar því einungis þannig fáið þið orku til baka frá því sem þið gerið. Allavega eins og ég skil stjörnuspekina og upplifi sjálfur.
Erfiðlega gekk að taka upp tvíburaorkuna á vegu sem mér þótti ásættanleg þannig ég ákvað að henda í annan hugleiðingaþátt.
Hérna tala ég frjálslega um stjörnukortið og mína trú og tilfinningu gagnvart því. Hvað það er merkilegt og hvers vegna það sé svona svakalega mikilvægt að skilja sem og þekkja það. Þá myndina sjálfa af stjörnukortinu.
Upptökubúnaðurinn var bilaður þannig ég ákvað að taka pásu á umfjöllun minni um stjörnumerkin og hugsa upphátt í staðin. Tvíbura orkan verður tekin í næstu viku.
Hérna fer ég yfir hugleiðingar mínar um tilganginn að baki lífinu og hvort það skipti máli að við séum að lifa lífinu eftir einvherskonar plani eða ekki. Hvort lífið okkar sé handhófskennt eða fyrirfram ákveðið.
Ég fjalla um gjafir stjörnuspekinnar og hvernig hægt sé að nota hana til þess að líða að lokum betur í hverju því sem maður gerir en fyrst og fremst í því hver maður er.
Í þessum þætti fer ég yfir orku sporðdrekans.