Víga-Skúta mætir á klakann og hefur bara eitt í huga. Að hefna pabba gamla og nú duga engin vettlingatök, hvorki hjá honum né tungunum. Þessi hluti sögunnar hefur allt: dulargervi, leynibirgi, tilræði á tilræði ofan og mann bundinn nakinn við staur í hólma út á miðju Mývatni. Lifir hann það af? Jah, bölvaðu ekki blessaðri flugunni sagði afi en vargurinn gefur … og vargurinn tekur. Hlustið og hlýðið.
Styrktu Ormstungur:
https://www.patreon.com/c/ormstungur
Vémundur Fjörleifsson! Hvað er hægt að segja? Geitin í slæmum hugmyndum, skeytingarleysi og forréttindahyggju? Jókerinn? Eða bara ljótur hálfviti? Allavega er maðurinn harðákveðinn í að gera sem mest vesen á þeim blaðsíðum sem hann lifir í sögunni. Og honum er ekkert heilagt hvort sem það eru hvalföng, þingbúðir, nautgripir eða tilvonandi brúðir. Áskell hefur ekki undan að sópa upp eftir hann og tungurinar skilja hvorki upp né niður í þessum gaur. En það er ekkert nýtt. Hlustið og hlýðið.
Styrktu Ormstungur:
https://www.patreon.com/c/ormstungur
Áskell goði Eyvindarson. Hann hefur líklega séð fyrir sér rólegt líf í allsnægtunum í Reykjadal. Bara eitthvað að rölta meðfram ánni með strá í munni, en ónei. Hann er í yfirvinnu við að skrifa sáttargerðir fyrir systursyni sína og nágranna. Og hann er bara rétt að byrja. Tungurnar sigla nokkuð örugglega af stað en Hjalti lendir þó í vandræðum þegar hann man ekki orðið móðurbróðir. En þetta hefst. Hlustið og hlýðið.
Styrktu Ormstungur:
https://www.patreon.com/c/ormstungur
Loksins loksins segja einhverjir! Þessir einhverjir eru ættaðir úr dölunum norðan við Mývatnssveit og nágrenni. Tungurnar ráðast nefnilega í Reykdælasögu og Víga-Skútu og hitta fyrir nokkra vel gíraða höfðinga. Því eins og allir vita eru Norðlendingar montnastir Íslendinga, Þingeyingar montnastir Norðlendinga, Mývetningar montnastir Norðlendinga og Suðursveitungar montntastir Mývetningar. Það er því ekki furða að tungurnar lendi fljótt í vandræðum með að hemja menn eins og Vémund Fjörleifsson og Víga - Skútu. Hlustið og hlýðið.
Styrktu Ormstungur:
https://www.patreon.com/c/ormstungur
Klárum þessa sögu. Sá rammi stendur undir nafni. Það er enn sótt að honum úr öllum áttum. Hann á fleiri óvini en það eru mýflugur eru á Mývatni. En er allt gott sem endar vel?
Viltu hjálpa okkur styðja við lestur Íslendingasagnanna? Farðu á Patreon og kláraðu málið: www.patreon.com/ormstungur
Við erum komnir heim. Finnbogi er búinn að vera í stórsókn. Allt búið að ganga upp. Hann á samt óuppgerðar sakir heima fyrir. Nú fara óveðurskýin að hrannast upp. Vandræðin elta okkar mann uppi. Það er kalt á toppnum!
Viltu hjálpa okkur að styðja við lestur Íslendingasagnanna? Farðu á Patreon og kláraðu málið: www.patreon.com/ormstungur
Eins og í öllum góðum Íslendingasögum þá höldum við til Noregs. Finnbogi er enn með kattareðlið í sér og með klækjum fær hann að sýna sig og sanna fyrir Jarlinum í Niðarósi. Við förum líka á suðrænni slóðir í fyrsta sinn.
Viltu hjálpa okkur aðstyðja við lestur Íslendingasagnanna? Farðu á Patreon og kláraðu málið: www.patreon.com/ormstungur
Kettir eru lúmsk dýr og það eru margir sem skilja þá ekki. Söguhetjan okkar, Urðarköttur, er ekki eins og flest önnur börn. Það er ástæða fyrir því. Við skoðum barnæsku Urðarkattar og fylgjum honum úr bæjarhlaðinu.
Viltu hjálpa okkur að styðja við lestur Íslendingasagnanna? Farðu á Patreon og kláraðu málið: www.patreon.com/ormstungur
Velkomin um borð. Langt síðan síðast. Nú leggja Ormstungur á borð fyrir Finnboga sögu ramma. Er höfundur þessarar sögu að gera gys af Íslendingasögunum? Má ekki hafa gaman? Svarið er jú. Fylgið okkur í þessa þeysireið!
Lokaorð Laxdælu hefur skemmt marga og fólk á ekki afturkvæmt í samfélag manna eftir að hafa lesið þessa sögu. Ormstungur gera klára og gera upp söguna. Þeir verða aldrei samir aftur.
Sagan nær hámarki. Tungurnar fara yfir um. Af hverju verður þessi saga bara betri og betri eftir því sem hún er oftar lesin?
Kjartan snýr aftur til Íslands og fær haustlægðina beint í andlitið. Þú vilt ekki reita þennan mann til reiði. Potturinn er byrjaður að glamra all hressilega.
Guðrúnu dreymir fjóra drauma. Þetta er sagan krakkar, takið eftir! Draumarnir eru ráðnir í pottinum í Sælingsdal en Kjartan og Bolli slá í gegn í Noregi. Það sem er hins vegar hættulegt við Noreg er að festast þar og gönguskíða yfir sig. Nú fara leikar að hefjast.
Óli Pá neglir sér til Noregs og leitar upprunans. Spaðagosinn og Spaðaásinn stíga á sviðið ásamt drottningunni. Það byrjar að krauma í pottinum…
Tungurnar reka sig á gat og þurfa að hringja í Vilborgu Davíðsdóttur þegar kemur að hinni miklu Unni Djúpúðgu. Þeir velta sér í heyi með Höskuldi Dala-Kollsyni. Það er ekki annað hægt en að klæja og klóra sér til yfir meðferð hans á Melkorku Mýrkjartansdóttur.
Sem betur fer er ekki nóg að taka Laxdælu einu sinni fyrir. Ormstungur taka söguna aftur fyrir í betri gæðum en síðast og þeir eru betri menn fyrir vikið. Eða hvað?
Þorsteinn Dagur Rafnsson, betur þekktur sem Þústlar á samfélagsmiðlum, kíkti í heimsókn til okkar. Þorsteinn hefur náð miklum vinsældum á samfélagsmiðlum með efni sínu um sögu Íslands og er við mælum með að fylgjast með honum á TikTok, Instagram, Facebook og Youtube. Vinna hans er gífurlega mikilvæg í að framleiða efni á íslensku og er heldur betur farið yfir víðan völl í viðtalinu.
Þústlar – gjörið svo vel!
Í þessari tveggja þátta röð leggja tungurnar Ameríku við fót og kanna landfundi Íslendinga í Ameríku! Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga gjörið svo vel.
Í þessari tveggja þátta röð leggja tungurnar Ameríku við fót og kanna landfundi Íslendinga í Ameríku! Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga gjörið svo vel.
Nú er komið að sögulokum. En komið fyrst með Tungunum til Grænlands. Það hefur ekki klikkað hingað til. Hjalti hefur komið þangað. Þormóður þarf að hefna en það er sýnd veiði en ekki gefin á þessum slóðum.