Í 11. þætti af Hvernig fórstu að þessu kom engin önnur en Bríet Ísis Elfar. Við spjölluðum um æsku hennar, nýju plötuna og allt þar á milli!
Í 10 þætti af Hvernig fórstu að þessu kom snillingurinn Egill Breki. Í þættinum töluðum við um marga hluti sem að komu mikið á óvart. Þannig ef að þú vilt kynnast honum Agli betur, þá er þessi þáttur fyrir þig!
Í níunda þætti af Hvernig fórstu að þessu, kom enginn annar en Jón Gnarr í heimsókn!
Við spjölluðum um skólagöngu hans allt til forsetaframboðsins sumarið 2024.
Það kom líka einn klassískur brandari upp undir lokin sem að ég mæli hiklaust með að hlusta vel eftir.
Svo er Jón líka í framboði fyrir Viðreisn í Reykjavík vegna Alþingiskosninga sem fara fram síðar í nóvember.
MUNUM ÖLL AÐ KJÓSA!!!
Í þætti fjögur af Hvernig fórstu að þessu fékk ég rapp faðir Íslands hann Blaz Roca. Við spjölluðum um mikið og komumst að því að hann var ekki sá sem að hennti molotov koteilnum í bandaríska sendiráðið... og margt fleyra.
Vilhelm Þór Da Silva Neto, betur þekktur sem Villi Neto, kíkti til mín í annann þátt af Hvernig fórstu að þessu?
Við fórum um víðan völl og ræddum m.a. skatta, Jodie Foster og Áramótaskaupið. Þátturinn er næstum því klukkutími af hreinni gleði eins og Villa er einum lagið.
Í fyrsta þætti Hvernig fórstu að þessu talaði ég við Sigurð Þór Óskarsson um hvar hann byrjaði og hvernig hann komst á staðinn sem hann er á í dag.