Sirrý Arnardóttir er ein reyndasta fjölmiðlakona landsins með yfir þrjátíu ára reynslu í faginu.Við ræðum hvernig áfangi hjá henni fyrir nokkrum árum landaði mér draumastarfinu, sem jafnframt markaði upphafið að mínum fjölmiðlaferli.
Við förum yfir fjölmiðlastarfið, kosti og galla, breytingar á fjölmiðlaumhverfinu síðustu ár og ráð fyrir þá sem langar að starfa í faginu. Þá bregður Sirrý sér í kennarahlutverkið og gefur mér gagnleg ráð varðandi þetta hlaðvarp. (Note to self: muna að anda)
Sirrý hefur undanfarin ár starfað sem stjórnendaþjálfari, kennari og rithöfundur og hefur kennt fjölda fólks í öllum stéttum að koma fram með öryggi, fagmennsku og einlægni að leiðarljósi. Í þættinum deilir hún meðal annars sínu allra besta ráði þegar kemur að samskiptum og framkomu. Hint: 🏓Skylduhlustun!
📱 Fylgdu Vörumerki á bakvið tjöldin á Instagram @vorumerki
♡ Þátturinn er tekinn upp í Tekk stúdíói.
Show more...