
Gestur þáttarins er Gauti Páll Jónsson, ritstjóri tímaritsins Skákar. Rætt er um nýlokin Íslandsmót í skák á Blönduósi en þar voru krýndir fjórir Íslandsmeistarar. Rætt er um fyrirkomulag mótsins og hvort rétt sé að leyfa yfirsetur á Íslandsmótum í skák. Í síðari hluta þáttarins er rætt um afreksmálin í skákinni og hvað hægt sé að gera til að standa betur við bakið á okkar efnilegasta fólki. Gauti segir frá nýjungum í mótahaldi og nefnir til dæmis Pressukeppnina þar sem ungir skákmenn fá tækifæri til að tefla gegn reynslumeiri skákmönnum.